Clinton með töluvert forskot á Trump

Um 23 prósent kjósenda sögðust hvorki vilja kjósa Clinton né Trump.
Árið 2012 var mjórra á munum á milli þeirra Barack Obama og Mitt Romney, en á þeim mældist undir tveggja prósentustiga munur á sama tímabili.
Samkvæmt könnuninni hafa bæði Clinton og Trump átt erfitt með að ná til kjósenda og eru þau bæði ekki talin álitleg. Þá segjast tveir þriðju Bandaríkjamanna að landið sé á rangri braut.
Clinton hefur átt í vandræðum vegna tölvupósta sinna og Trump hefur margoft sagt hluti sem hafa lagst illa í kjósendur.
Trump hefur þó átt sérstaklega erfitt tímabil frá því að landsfundum flokkanna lauk. Áhrifamenn Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að flokkurinn hætti að styðja við bakið á Trump og einbeiti sér frekar að því að hjálpa þingmönnum flokksins að ná kjöri í fulltrúa- og öldungadeild þings Bandaríkjanna. Trump hefur tvívegis stokkað upp í kosningateymi sínu á undanförnum misserum.
Tengdar fréttir

Ryan segir ummæli Trumps um byssueigendur óviðeigandi grín
Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að ummæli Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, um að fólk sem styður annan viðauka stjórnarskrárinnar gæti komið í veg fyrir að Hillary Clinton myndi hreyfa við viðaukanum næði hún kjöri, væru vanhugsaður og óviðeigandi brandari.

Styttur af nöktum Donald Trump spretta upp um Bandaríkin
Þær voru hannaðar af listamanni frá Las Vegas sem gengur undir nafninu Ginger. Hann hefur hingað til einblínt á að búa til skrímsli og sagðist glaður taka þátt í að gera styttu af Trump því hann væri sjálfur enn eitt skrímslið.

Vilja að Repúblikanaflokkurinn hætti að ausa peningum í Trump
Meira en sjötíu meðlimir Repúblikanaflokksins hafa ritað bréf til Reince Priebus, formanns landsnefndar flokksins, þar sem hann er hvattur til þess að sjá til þess að flokkurinn hætti að styðja fjárhagslega við kosningabaráttu Donald Trump.

Trump hristir hressilega upp í kosningaliði sínu
Kellyanne Conway, sérfræðingur í skoðanakönnunum, hefur verið skipuð kosningastjóri framboðsins.

Trump um ummæli sín um Obama og ISIS: Skilur fólk ekki kaldhæðni?
Enn er sótt að Trump vegna ummæla forsetaefnis Repúblikana.

Manafort hættur í kosningaliði Trump
Paul Manafort, formaður forsetaframboðs Donalds Trump, hefur látið af störfum.