Rússneski stangarstökkvarinn Yelena Isinbayeva hefur lagt stöngina á hilluna eftir farsælan feril.
Isinbayeva var kjörinn í nefnd íþróttamanna, sem er hluti af Alþjóðaólympíunefndinni, í fyrradag og tilkynnti svo í gær að hún væri hætt.
Isinbayeva keppti ekki á Ólympíuleikunum í Ríó þar sem allt frjálsíþróttalið Rússa var sett í bann vegna lyfjahneyklis í Rússlandi.
Isinbayeva, sem er 34 ára, vann allt sem hægt er að vinna á ferlinum.
Hún vann m.a. til gullverðlauna á Ólympíuleikunum 2004 og 2008, varð heimsmeistari 2005, 2007 og 2013 og Evrópumeistari 2006. Þá varð hún fjórum sinnum heimsmeistari innanhúss.
Leggur stöngina á hilluna
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
