Japanski fimleikamaðurinn Kohei Uchimura fékk áfall er hann sá símreikninginn sinn í Ríó en hann hafði verið að spila hinn vinsæla Pokemon Go eins og óður maður í Brasilíu.
Hann virðist hafa haldið að það væri jafn dýrt að hafa kveikt á netinu í Ríó og Japan en svo er nú ekki eins og flestir ættu nú að vita.
Uchimura fékk í andlitið tæplega 600 þúsund króna símareikning eftir að hafa arkað um götur Ríó í leit að Pokemonum.
„Hann leit út fyrir að vera dauður í matnum eftir að hafa séð símareikninginn,“ sagði liðsfélagi hans frá Japan.
Símfyrirtækið hans í Japan sá að lokum aumur á Ólympíufaranum og breytti áskriftinni hans. Nú þarf hann aðeins að greiða 3.500 krónur á dag til þess að spila Pokemon Go í Ríó.
„Ég var hrikalega heppinn þarna,“ sagði Uchimura en hann ætlar að verja titil sínn í fjölþrautinni í Ríó. Hann er einnig sexfaldur heimsmeistari.
Fékk 600 þúsund króna símreikning út af Pokemon Go
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
