Verk eftir Atla Heimi, Grieg og Trónd Bogason Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. ágúst 2016 09:30 "Við Hallveig höfum hist nokkrum sinnum áður og mússíserað en þá með öðrum,“ segir Jóhannes. Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Jóhannes Andreasen píanóleikari frá Færeyjum, koma fram á tónleikum í Arctic Concerts röðinni í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20.30. Þar flytja þau blandaða efnisskrá norrænna sönglaga. „Ég kom til landsins í gær (fyrradag) til að spila með Hallveigu. Við höfum hist nokkrum sinnum og mússíserað en þá með öðrum, til dæmis í jólaóratóríunni Messíasi. Nú ákváðum við að vera bara tvö,“ segir Jóhannes Andreasen píanóleikari. Jóhannes er færeyskur en talar lýtalausa íslensku. „Ég bjó hér í nokkur ár og kenndi við tónlistarskóla, aðallega í Kópavogi. Það var fyrir tuttugu árum en ég hef reynt að halda tungumálinu við,“ útskýrir hann og fer svo nokkrum orðum um efnisskrá tónleikanna í kvöld. „Við völdum að flytja tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson og Grieg og svo spila ég líka eitt fjögurra mínútna píanóverk eftir Færeyinginn Trónd Bogason, manninn hennar Eivarar Pálsdóttur og nánasta samstarfsmann, svo þetta verður norrænt prógramm.“ Jóhannes fer lofsamlegum orðum um tónlist Atla Heimis, segir hana skemmtilega og vel skrifaða. „Ég hef oft áður spilað lög eftir Atla Heimi en ekki þau sem við flytjum núna.“ Jóhannes starfar bæði við kennslu og tónleikahald í Færeyjum. Kveðst þó ekki fastur í neinni hljómsveit þar, enda ekki sinfóníuhljómsveit þar sem starfar allt árið. „En ég spila yfirleitt með þegar settar eru saman sveitir, hvort sem það eru sinfóníu- eða kammersveitir.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst 2016. Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Jóhannes Andreasen píanóleikari frá Færeyjum, koma fram á tónleikum í Arctic Concerts röðinni í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20.30. Þar flytja þau blandaða efnisskrá norrænna sönglaga. „Ég kom til landsins í gær (fyrradag) til að spila með Hallveigu. Við höfum hist nokkrum sinnum og mússíserað en þá með öðrum, til dæmis í jólaóratóríunni Messíasi. Nú ákváðum við að vera bara tvö,“ segir Jóhannes Andreasen píanóleikari. Jóhannes er færeyskur en talar lýtalausa íslensku. „Ég bjó hér í nokkur ár og kenndi við tónlistarskóla, aðallega í Kópavogi. Það var fyrir tuttugu árum en ég hef reynt að halda tungumálinu við,“ útskýrir hann og fer svo nokkrum orðum um efnisskrá tónleikanna í kvöld. „Við völdum að flytja tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson og Grieg og svo spila ég líka eitt fjögurra mínútna píanóverk eftir Færeyinginn Trónd Bogason, manninn hennar Eivarar Pálsdóttur og nánasta samstarfsmann, svo þetta verður norrænt prógramm.“ Jóhannes fer lofsamlegum orðum um tónlist Atla Heimis, segir hana skemmtilega og vel skrifaða. „Ég hef oft áður spilað lög eftir Atla Heimi en ekki þau sem við flytjum núna.“ Jóhannes starfar bæði við kennslu og tónleikahald í Færeyjum. Kveðst þó ekki fastur í neinni hljómsveit þar, enda ekki sinfóníuhljómsveit þar sem starfar allt árið. „En ég spila yfirleitt með þegar settar eru saman sveitir, hvort sem það eru sinfóníu- eða kammersveitir.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst 2016.
Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira