Milos: Eigum ekki að spila ef þeir geta ekki skipulagt mót með almennilegum dómurum Smári Jökull Jónsson skrifar 4. ágúst 2016 22:40 Milos Milojevic, þjálfari Víkinga. vísir/anton Milos Milojevic var ósáttur eftir tap Víkinga á Samsung-vellinum í kvöld og var harðorður í garð KSÍ þegar Vísir talaði við hann að leik loknum. „Mér líður ekki vel, sérstaklega ekki eftir að hafa tapað 3-0. Maður getur ekki sagt mikið. Það situr ennþá í manni sú ákvörðun dómarans að dæma ekki víti og að dæma ekki mark sem menn segja að hafi verið mark,“ sagði Milos sem var greinilega niðri fyrir þegar Vísir ræddi við hann. „Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem dómarar taka stóra ákvörðun sem bitnar ekki á þeim sjálfum. Þeir geta gert hvað sem er. Þessi deild er meira og minna spiluð fyrir þá. Þessi dómari hefur gert mistök ítrekað og hann fær aftur að dæma og dæma með afsökun frá KSÍ um að þeir eigi ekki nóg af dómurum. Ef hann er ekki hæfur þá á að kæla hann,“ bætti Milos við og tók sérstaklega fram að hann hefði ekki neitt á móti Ívari Orra dómara persónulega.. Milos hélt áfram í gagnrýni sinni á Knattspyrnusamband Íslands og dró hvergi af. „Ef þeir geta ekki skipulagt almennilegt mót með almennilegum dómurum, ef þeir hafa bara 2-3 almennilega dómara, þá bara eigum við ekki að spila. Þá eigum við bara að spila þegar þessir almennilegu dómarar geta dæmt. Ég vil ítreka það að það var ekki vegna dómarans sem við töpuðum, ég er ábyrgur fyrir tapinu og ég vel liðið. Miðað við úrslitin var það líklega ekki gott val á liði, ekki góð samsetning,“ sagði Milos. Víkingar fengu ágætis færi í leiknum sem ekki nýttust og var Milos ósáttur við það. „Þeir skora úr sínum færum sem eru tengd mistökum hjá okkur. Við skorum ekki úr mjög góðum færum, fáum ekki víti. Það er erfitt að vinna leik þegar þú skorar ekki mark,“ bætti Milos við. Víkingar hefðu getað komið sér í 5.sætið með sigri og í baráttu um Evrópusæti. „Við erum að vinna eftir okkar stefnu og við viljum gera það. Hvort það skortir trú hjá okkur, ég veit það ekki, allavega ekki hjá mér. Á góðum degi finnst mér við geta unnið Stjörnuna og hvaða lið sem er. Stefnan er sett eins hátt og hægt er og ég er maður sem sætti mig ekki við meðalmennsku. Sjötta, sjöunda eða áttunda sætið er meðalmennska og ef þú átt tvo slæma leiki ertu kominn í fallbaráttu.“ Gary Martin framherji Víkinga fór á reynslu til Lilleström á dögunum og vildi Milos lítið segja til um hvort hann væri á leið þangað. „Ég veit lítið um það, þú verður að spyrja Heimi formann meira út í það. Á meðan hann mætir á æfingar hjá mér er hann leikmaður sem er í hópi og getur spilað leik“ sagði Milos Milojevic að lokum. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Milos Milojevic var ósáttur eftir tap Víkinga á Samsung-vellinum í kvöld og var harðorður í garð KSÍ þegar Vísir talaði við hann að leik loknum. „Mér líður ekki vel, sérstaklega ekki eftir að hafa tapað 3-0. Maður getur ekki sagt mikið. Það situr ennþá í manni sú ákvörðun dómarans að dæma ekki víti og að dæma ekki mark sem menn segja að hafi verið mark,“ sagði Milos sem var greinilega niðri fyrir þegar Vísir ræddi við hann. „Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem dómarar taka stóra ákvörðun sem bitnar ekki á þeim sjálfum. Þeir geta gert hvað sem er. Þessi deild er meira og minna spiluð fyrir þá. Þessi dómari hefur gert mistök ítrekað og hann fær aftur að dæma og dæma með afsökun frá KSÍ um að þeir eigi ekki nóg af dómurum. Ef hann er ekki hæfur þá á að kæla hann,“ bætti Milos við og tók sérstaklega fram að hann hefði ekki neitt á móti Ívari Orra dómara persónulega.. Milos hélt áfram í gagnrýni sinni á Knattspyrnusamband Íslands og dró hvergi af. „Ef þeir geta ekki skipulagt almennilegt mót með almennilegum dómurum, ef þeir hafa bara 2-3 almennilega dómara, þá bara eigum við ekki að spila. Þá eigum við bara að spila þegar þessir almennilegu dómarar geta dæmt. Ég vil ítreka það að það var ekki vegna dómarans sem við töpuðum, ég er ábyrgur fyrir tapinu og ég vel liðið. Miðað við úrslitin var það líklega ekki gott val á liði, ekki góð samsetning,“ sagði Milos. Víkingar fengu ágætis færi í leiknum sem ekki nýttust og var Milos ósáttur við það. „Þeir skora úr sínum færum sem eru tengd mistökum hjá okkur. Við skorum ekki úr mjög góðum færum, fáum ekki víti. Það er erfitt að vinna leik þegar þú skorar ekki mark,“ bætti Milos við. Víkingar hefðu getað komið sér í 5.sætið með sigri og í baráttu um Evrópusæti. „Við erum að vinna eftir okkar stefnu og við viljum gera það. Hvort það skortir trú hjá okkur, ég veit það ekki, allavega ekki hjá mér. Á góðum degi finnst mér við geta unnið Stjörnuna og hvaða lið sem er. Stefnan er sett eins hátt og hægt er og ég er maður sem sætti mig ekki við meðalmennsku. Sjötta, sjöunda eða áttunda sætið er meðalmennska og ef þú átt tvo slæma leiki ertu kominn í fallbaráttu.“ Gary Martin framherji Víkinga fór á reynslu til Lilleström á dögunum og vildi Milos lítið segja til um hvort hann væri á leið þangað. „Ég veit lítið um það, þú verður að spyrja Heimi formann meira út í það. Á meðan hann mætir á æfingar hjá mér er hann leikmaður sem er í hópi og getur spilað leik“ sagði Milos Milojevic að lokum.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira