Einhyrningur Páls Óskars er sá stærsti til þessa: Táknmynd fyrir hinsegin fólk Una Sighvatsdóttir skrifar 6. ágúst 2016 12:07 Svanur Páls Óskars vakti gríðarlega athygli á sínum tíma. Mynd/Vísir Páll Óskar Hjálmtýsson er jafnan einn metnaðarfyllsti þátttakandinn og á hverju ári hlakkar marga til að sjá hvað hann tekur sér fyrir hendur í göngunni. Þetta árið fór hann þó nánast fram úr sér í metnaði því minnstu munaði að ekki tækist að klára að skreyta vagninn fyrir gönguna, en hann sendi út neyðarkall á Facebook snemma í morgun þar sem hann óskaði eftir sjálfboðaliðum til að líma silfurefni á gríðarstóran einhyrning sem mun bera hann um miðborgina. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Þetta stóð tæpt en það hafðist með hjálp góðra manna og kvenna, þannig að trukkukrinn fer af stað, kemur sér fyrir við BSÍ klukkan eitt og leggur af stað með göngunni klukkan tvö."Einhyrningurinn stærsti vagninn til þessa Atriði Páls Óskars eru alltaf tilþrifamikil, í fyrra sigldi hann sem dæmi á víkingaskipi í göngunni og eitt árið var hann á bakinu á risavöxnum svan. Hann játar að í ár hafi metnaðurinn næstum því borið hann yfirliði. „Já þessi einhyrningur er aðeins stærri en svanurinn, þannig að þetta er það fyrirferðarmesta sem ég hef gert hingað til. En gangan líka, gleðigangan og hinsegin dagar líka, ganga út á sýnileika hinsegin fólks og í rauninni þá vil ég bara hlýða því kalli og gera trukkinn minn eins sýnilegan og frekast er unnt. Og þessi einhyrningur, hann sést alla leið út í Hafnarfjörð. Þannig að hann fer ekkert fram hjá ykkur."Biður hvorki um vorkunn né hrós Páll Óskar bendir á að allt vinni með hinsegin dögum í ár, veðurguðirnir, forseti Íslands og íslenska þjóðin öll. Þeir sem mæta í gleðigönguna klukkan tvö eiga því von á góðu, þar sem einhyrningurinn verður aðeins eitt af um þrjátíu atriðum í göngunni. „Einhyrningurinn er í rauninni tákn hinsegin fólks vegna þess að þetta er ævintýrahetja sem í rauninni sást aldrei. Var ósýnileg en er núna gerð sýnileg í samfélaginu og er samsett úr mörgum mjög ólíkum þáttum. Hann getur hlaupið og verið „macho“. Verið sýnilegur og kvenlegur og hann er líka með horn þannig að hann getur líka stungið þig ef þú passar þig ekki. En alveg sama hvað hann gerir, þá er hann alltaf „bjútífúl“. Hann er alltaf „gordjöss“ og hann skammast sín ekki fyrir neitt og er ekki hræddur við neitt. Það er búið að taka frá honum óttann. Hann er ekki fórnarlamb og hann er ekki að biðja neinn um neina vorkunn né nokkurt hrós. Hann er með sjálfsvirðingu,“ segir Páll Óskar.Von á tugþúsundum manna í gönguna og á útihátíð Það viðrar vel til gleðigöngu í dag því spáð er glampandi sólskini á höfuðborgarsvæðinu, 15 stiga hita og hægum andvara þegar gangan hefst klukkan tvö eftir hádegi. Því má búast við miklum mannfjölda í miðborginni, en hin fyrri ár hafa hátt í hundrað þúsund manns tekið þátt í gleðinni þegar mest lætur. Til að gangan fari greiðlega fram verður töluvert um götulokanir í miðborginni frá og með klukkan 12 á hádegi. Reykajvíkurborg hvetur því fólk til að koma gangandi, hjólandi eða með strætó í miðborgina. Gleðigangan er hápunktur hinsegin daga, sem staðið hafa alla vikuna. Á vef hátíðarinnar segir að í göngunni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum og vinum til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði. Að vanda verður mikið um dýrðir í göngunni en auk skrautlegra þemavagna, búninga og tónlistar er gleðigangan vettvangur til að minna á þau baráttumál sem skipa hinsegin fólk hvað mestu máli hverju sinni. Gengið verður áleiðis eftir Sóleyjargötu og Fríkirkjuvegi út Lækjargötu og endað á Arnarhóli þar sem útihátíð Hinsegin daga tekur við. Þar kemur fram fjöldi skemmikrafta, meðal annars Hljómsveitin Eva, Friðrik Dór og Páll Óskar en auk þess mun forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson flytja hátíðarræðu og er þetta í fyrsta sinn sem forseti ávarpar hinsegin daga í 18 ára sögu hátíðarinnar. Hinsegin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson er jafnan einn metnaðarfyllsti þátttakandinn og á hverju ári hlakkar marga til að sjá hvað hann tekur sér fyrir hendur í göngunni. Þetta árið fór hann þó nánast fram úr sér í metnaði því minnstu munaði að ekki tækist að klára að skreyta vagninn fyrir gönguna, en hann sendi út neyðarkall á Facebook snemma í morgun þar sem hann óskaði eftir sjálfboðaliðum til að líma silfurefni á gríðarstóran einhyrning sem mun bera hann um miðborgina. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Þetta stóð tæpt en það hafðist með hjálp góðra manna og kvenna, þannig að trukkukrinn fer af stað, kemur sér fyrir við BSÍ klukkan eitt og leggur af stað með göngunni klukkan tvö."Einhyrningurinn stærsti vagninn til þessa Atriði Páls Óskars eru alltaf tilþrifamikil, í fyrra sigldi hann sem dæmi á víkingaskipi í göngunni og eitt árið var hann á bakinu á risavöxnum svan. Hann játar að í ár hafi metnaðurinn næstum því borið hann yfirliði. „Já þessi einhyrningur er aðeins stærri en svanurinn, þannig að þetta er það fyrirferðarmesta sem ég hef gert hingað til. En gangan líka, gleðigangan og hinsegin dagar líka, ganga út á sýnileika hinsegin fólks og í rauninni þá vil ég bara hlýða því kalli og gera trukkinn minn eins sýnilegan og frekast er unnt. Og þessi einhyrningur, hann sést alla leið út í Hafnarfjörð. Þannig að hann fer ekkert fram hjá ykkur."Biður hvorki um vorkunn né hrós Páll Óskar bendir á að allt vinni með hinsegin dögum í ár, veðurguðirnir, forseti Íslands og íslenska þjóðin öll. Þeir sem mæta í gleðigönguna klukkan tvö eiga því von á góðu, þar sem einhyrningurinn verður aðeins eitt af um þrjátíu atriðum í göngunni. „Einhyrningurinn er í rauninni tákn hinsegin fólks vegna þess að þetta er ævintýrahetja sem í rauninni sást aldrei. Var ósýnileg en er núna gerð sýnileg í samfélaginu og er samsett úr mörgum mjög ólíkum þáttum. Hann getur hlaupið og verið „macho“. Verið sýnilegur og kvenlegur og hann er líka með horn þannig að hann getur líka stungið þig ef þú passar þig ekki. En alveg sama hvað hann gerir, þá er hann alltaf „bjútífúl“. Hann er alltaf „gordjöss“ og hann skammast sín ekki fyrir neitt og er ekki hræddur við neitt. Það er búið að taka frá honum óttann. Hann er ekki fórnarlamb og hann er ekki að biðja neinn um neina vorkunn né nokkurt hrós. Hann er með sjálfsvirðingu,“ segir Páll Óskar.Von á tugþúsundum manna í gönguna og á útihátíð Það viðrar vel til gleðigöngu í dag því spáð er glampandi sólskini á höfuðborgarsvæðinu, 15 stiga hita og hægum andvara þegar gangan hefst klukkan tvö eftir hádegi. Því má búast við miklum mannfjölda í miðborginni, en hin fyrri ár hafa hátt í hundrað þúsund manns tekið þátt í gleðinni þegar mest lætur. Til að gangan fari greiðlega fram verður töluvert um götulokanir í miðborginni frá og með klukkan 12 á hádegi. Reykajvíkurborg hvetur því fólk til að koma gangandi, hjólandi eða með strætó í miðborgina. Gleðigangan er hápunktur hinsegin daga, sem staðið hafa alla vikuna. Á vef hátíðarinnar segir að í göngunni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum og vinum til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði. Að vanda verður mikið um dýrðir í göngunni en auk skrautlegra þemavagna, búninga og tónlistar er gleðigangan vettvangur til að minna á þau baráttumál sem skipa hinsegin fólk hvað mestu máli hverju sinni. Gengið verður áleiðis eftir Sóleyjargötu og Fríkirkjuvegi út Lækjargötu og endað á Arnarhóli þar sem útihátíð Hinsegin daga tekur við. Þar kemur fram fjöldi skemmikrafta, meðal annars Hljómsveitin Eva, Friðrik Dór og Páll Óskar en auk þess mun forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson flytja hátíðarræðu og er þetta í fyrsta sinn sem forseti ávarpar hinsegin daga í 18 ára sögu hátíðarinnar.
Hinsegin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira