Innlent

Bein útsending: Gleðigangan í allri sinni dýrð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gleðiganga hinsegin fólks á Íslandi verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi. Útsendingin hefst klukkan 14.00 en fylgjast má með henni í spilaranum hér að ofan.

Gleðigangan er hápunktur hinsegin daga, sem staðið hafa alla vikuna. Á vef hátíðarinnar segir að í göngunni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum og vinum til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði.

Að vanda verður mikið um dýrðir í göngunni en auk skrautlegra þemavagna, búninga og tónlistar er gleðigangan vettvangur til að minna á þau baráttumál sem skipa hinsegin fólk hvað mestu máli hverju sinni.

Gengið verður áleiðis eftir Sóleyjargötu og Fríkirkjuvegi út Lækjargötu og endað á Arnarhóli þar sem útihátíð Hinsegin daga tekur við. Þar kemur fram fjöldi skemmikrafta, meðal annars Hljómsveitin Eva, Friðrik Dór og Páll Óskar en auk þess mun forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson flytja hátíðarræðu og er þetta í fyrsta sinn sem forseti ávarpar hinsegin daga í 18 ára sögu hátíðarinnar.

Uppfært

Gleðigöngunni er lokið en upptöku frá henni má sjá að neðan. Gangan hefst þegar um 30 mínútur eru liðnar af myndbandinu.


Tengdar fréttir

„Þurfum að rækta kynvillinginn í okkur“

Eva María Þórarinsdóttir Lange er formaður Hinsegin daga. Hún segir trans- og intersex-fólk eiga á brattann að sækja. Þá sé mikilvægt að líta út fyrir landsteinana, þar sem mannréttindi eru ekki jafn sjálfsögð og hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×