Aðferðafræðin frá Hiroshima enn á sínum stað! Ögmundur Jónasson skrifar 9. ágúst 2016 06:00 Hinn 6. ágúst 1945 varð japanska borgin Hiroshima fyrir kjarnorkuárás og þremur dögum síðar, hinn 9. ágúst, borgin Nagasaki. Fyrr í sumar heimsótti Barack Obama Bandaríkjaforseti þessar tvær borgir. Ýmsir gerðu sér vonir um að Bandaríkjaforseti bæðist afsökunar á kjarnorkuárásunum fyrir rúmum sjö áratugum.Einbeittur drápsvilji Obama baðst ekki afsökunar heldur talaði í kringum efnið: „Fyrir 71 ári féll dauðinn af himnum ofan og heimurinn breyttist,“ sagði Obama um sprengjuna sem „sýndi að mannkynið hefur alla burði til að tortíma sér sjálft“. Dauðinn kom ekki af himnum ofan í einhverjum óræðum skilningi, heldur létust á þriðja hundrað þúsund manns þegar Bandaríkjamenn af einbeittum ásetningi vörpuðu sprengjum á borgirnar tvær til þess að drepa og hræða.Hótuðu tortímingu Eftir fyrri árásina var krafist uppgjafar af hálfu Japana, ella skyldu þeir hafa verra af og búast við „regni tortímingar og eyðileggingar, meiri en dæmi væru um í sögu heimsbyggðarinnar“, eins og sagði orðrétt í yfirlýsingu Bandaríkjaforseta frá þessum tíma. Eftir síðari árásina sannfærðust Japanir um að alvara var að baki þessari hótun.Ásetningur að baki hótunum Þetta var úthugsuð aðgerð og hugmyndafræðin er enn til staðar. Á henni, hótunarmætti handhafa kjarnorkusprengjunnar, hvílir aðferðafræði Bandaríkjanna og NATO. Kjarnorkuveldin tala um „fælingarmátt“ vopna sinna til að láta líta svo út að þessar þjóðir séu alltaf í vörn. Fælingarmátturinn byggir á því að „óvinurinn“ trúi því að ásetningur sé að baki hótunum um að beita kjarnorkuvopnum ef þurfa þykir. Þess vegna verður aldrei beðist afsökunar á Hiroshima og Nagasaki af hálfu þessara bandalagsþjóða Íslands í NATO. Það verður aldrei gert á meðan hernaðarstefna NATO er við lýði.Fordæma ríki sem vilja vera eins! En svo mikill er tvískinnungurinn, að Íran er hótað öllu illu ef það ríki vogar sér að taka upp sömu kjarnorkuvopnastefnu og Bandaríkin! Sjálfum þykir mér einsýnt að heimurinn eigi að berjast gegn kjarnorkuvopnavæðingu Írans og allra ríkja sem eru að feta sig inn á þessa viðsjárverðu braut. En gleymum ekki að krefjast þess að sama skapi, að kjarnorkuveldin eyði kjarnorkuvopnum sínum þegar í stað þannig að dauðinn eigi ekki eftir að koma af himnum ofan eins og hann gerði úr bandarískum árásarþotum í Hiroshima og Nagasaki fyrir 71 ári.Þess vegna fleytum við kertum Afleiðingar þessarar illræmdustu hernaðaraðgerðar sögunnar verða ekki aðeins mældar í tölu látinna eða eyðileggingar á landi og mannvirkjum. Afleiðingarnar hafa fram á þennan dag verið að birtast í líkamlegum kvillum og sálarmeinum eftirlifenda. Skilaboðin til samtímans ættu að vera þau að afleiðingarnar tali til okkar öllum stundum. Þær eiga að vera okkur víti til varnaðar. Þess vegna er hollt að minnast þessara atburða. Þess vegna er það orðinn árlegur viðburður á Íslandi í ágústmánuði að fleyta kertum í minningu fórnarlambanna frá Hiroshima og Nagasaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Hinn 6. ágúst 1945 varð japanska borgin Hiroshima fyrir kjarnorkuárás og þremur dögum síðar, hinn 9. ágúst, borgin Nagasaki. Fyrr í sumar heimsótti Barack Obama Bandaríkjaforseti þessar tvær borgir. Ýmsir gerðu sér vonir um að Bandaríkjaforseti bæðist afsökunar á kjarnorkuárásunum fyrir rúmum sjö áratugum.Einbeittur drápsvilji Obama baðst ekki afsökunar heldur talaði í kringum efnið: „Fyrir 71 ári féll dauðinn af himnum ofan og heimurinn breyttist,“ sagði Obama um sprengjuna sem „sýndi að mannkynið hefur alla burði til að tortíma sér sjálft“. Dauðinn kom ekki af himnum ofan í einhverjum óræðum skilningi, heldur létust á þriðja hundrað þúsund manns þegar Bandaríkjamenn af einbeittum ásetningi vörpuðu sprengjum á borgirnar tvær til þess að drepa og hræða.Hótuðu tortímingu Eftir fyrri árásina var krafist uppgjafar af hálfu Japana, ella skyldu þeir hafa verra af og búast við „regni tortímingar og eyðileggingar, meiri en dæmi væru um í sögu heimsbyggðarinnar“, eins og sagði orðrétt í yfirlýsingu Bandaríkjaforseta frá þessum tíma. Eftir síðari árásina sannfærðust Japanir um að alvara var að baki þessari hótun.Ásetningur að baki hótunum Þetta var úthugsuð aðgerð og hugmyndafræðin er enn til staðar. Á henni, hótunarmætti handhafa kjarnorkusprengjunnar, hvílir aðferðafræði Bandaríkjanna og NATO. Kjarnorkuveldin tala um „fælingarmátt“ vopna sinna til að láta líta svo út að þessar þjóðir séu alltaf í vörn. Fælingarmátturinn byggir á því að „óvinurinn“ trúi því að ásetningur sé að baki hótunum um að beita kjarnorkuvopnum ef þurfa þykir. Þess vegna verður aldrei beðist afsökunar á Hiroshima og Nagasaki af hálfu þessara bandalagsþjóða Íslands í NATO. Það verður aldrei gert á meðan hernaðarstefna NATO er við lýði.Fordæma ríki sem vilja vera eins! En svo mikill er tvískinnungurinn, að Íran er hótað öllu illu ef það ríki vogar sér að taka upp sömu kjarnorkuvopnastefnu og Bandaríkin! Sjálfum þykir mér einsýnt að heimurinn eigi að berjast gegn kjarnorkuvopnavæðingu Írans og allra ríkja sem eru að feta sig inn á þessa viðsjárverðu braut. En gleymum ekki að krefjast þess að sama skapi, að kjarnorkuveldin eyði kjarnorkuvopnum sínum þegar í stað þannig að dauðinn eigi ekki eftir að koma af himnum ofan eins og hann gerði úr bandarískum árásarþotum í Hiroshima og Nagasaki fyrir 71 ári.Þess vegna fleytum við kertum Afleiðingar þessarar illræmdustu hernaðaraðgerðar sögunnar verða ekki aðeins mældar í tölu látinna eða eyðileggingar á landi og mannvirkjum. Afleiðingarnar hafa fram á þennan dag verið að birtast í líkamlegum kvillum og sálarmeinum eftirlifenda. Skilaboðin til samtímans ættu að vera þau að afleiðingarnar tali til okkar öllum stundum. Þær eiga að vera okkur víti til varnaðar. Þess vegna er hollt að minnast þessara atburða. Þess vegna er það orðinn árlegur viðburður á Íslandi í ágústmánuði að fleyta kertum í minningu fórnarlambanna frá Hiroshima og Nagasaki.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun