Franska handboltalandsliðið sýndi allar sínar bestu hliðar gegn Katar í dag.
Frakkar leiddu í hálfleik, 16-13, en þeir settu fótinn á bensínið í seinni hálfleik. Gjörsamlegu keyrðu yfir Katarana og unnu ótrúlegan stórsigur, 35-20.
Frakkar því búnir að vinna báða leiki sína á mótinu en Katarar fengu skell eftir frábæran sigur á Króatíu í fyrsta leik.
Luc Abalo var markahæstur í franska liðinu með sjö mörk. Nikola Karabatic skoraði fimm sem og Mathieu Grebille.
Marko Bagaric og Rafael Capote skoruðu báðir fjögur mörk fyrir Katar.

