Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. ágúst 2016 14:45 Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum. Vísir/Getty Verulega hefur skilið að á milli forsetaframbjóðenda tveggja stærstu flokkanna í Bandaríkjunum á undanförnum dögum. Samkvæmt sérstakri spá kosninga- og tölfræðivefs FiveThirtyEight mun Hillary Clinton, frambjóðandi Demókrata vinna öruggan sigur á Donald Trump frambjóðanda Repúblikana. Hafa aðstandendur vefsins útbúið sérstaka kosningaspá þar sem teknar eru saman niðurstöður allrar skoðanakannanna sem framkvæmdar eru í Bandaríkjunum. Út frá þeim er líkt eftir niðurstöðum tuttugu þúsund kosninga og út koma líkurnar á því hver muni sigra í kosningunum sem haldnar verða í nóvember. Þegar þetta er skrifað líta útreikningar FiveThirtyEight svona út.Sigurlíkurnar eins og staðan er í dag.VísirÞróunin hefur í raun verið mjög dramatísk undanfarna viku eða svo en frá 30. júlí síðastliðnum, þegar Trump var nánast búinn að ná í skottið á Clinton, hefur hún hreinlega stungið af líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Trump sótti mjög í sig veðrið í aðdraganda og fyrstu dagana eftir flokksþing Repúblikanaflokksins. Vel þekkt er í bandarískum stjórnmálum að frambjóðendur njóti aukins fylgis í skoðanakönnunum á meðan flokksþingin standa yfir og var engin undantekning þar á eftir flokksþing Repúblikana þetta árið sem stóð yfir frá 18.-21. júlí. Þá var á svipuðum tíma mikið fjallað um tölvupóstmál Clinton frá því að hún var utanríkisráðherra og naut Trump þess í skoðanakönnunum. Hægt er að útskýra þessa miklu sókn Clinton að hluta til með hinni þekktu fylgisaukningu í kjölfar flokksþinga en flokksþing Demókrata fór fram 25.-28. júlí, helgina eftir flokksþing Repúblikana.Svona hefur þróunin verið frá 30. júlí til dagsins í dag.VísirÞá hefur Trump lent í miklum vandræðum að undanförnu og telur þar líklega mest deila hans við fjölskyldu Humayun Khan, hermanns sem lést í Írak árið 2004, en þeir ávörpuðu flokksþing Demókrata. Gagnrýndu þau Trump fyrir stefnu sína og orð í garð múslima en Khan, sem lét lífið fyrir þjóð sína, var múslimi. Hefur Trump lagt til að múslimum verði hreinlega meinað að koma til Bandaríkjanna. Þótti óvægin gagnrýni Trump á foreldra Khan ómakleg og ljóst að rekja má hluta fylgishruns Trump til þess. Var hann m.a. harðlega gagnrýndur af eigin flokksmönnum, þar á meðal John McCain, fyrrum forsetaefni Repúblikana og einum helsta þungavigtarmanni flokksins. Þá hafa ýmsir innan raða Repúblikanaflokksins gagnrýnt Trump harðlega, þar á meðal 50 helstu sérfræðingar flokksins í þjóðaröryggismálum og segja þeir stefnu Trump í þeim málaflokki beinlínis hættulega. Ekki batnaði það þegar Trump kallaði eftir því að Rússar myndu stunda njósnir um Clinton eða þegar hann kallaði Clinton djöfulinn sjálfan. Clinton leiðir nú í nánast hverri einustu skoðanakönnun sem gerð er á landsvísu og samkvæmt spá FiveThirtyEight mun Clinton sigra í kosningunum með yfirburðum. Gert er ráð fyrir að Clinton hljóti 365 kjörmenn gegn 172 kjörmönnum Trump. Í grein á FiveThirtyEight þar sem fjallað er um fylgishrun er þó sérstaklega fram að spá síðunnar sé byggð á skoðanakönnunum sem geti auðveldlega breyst. Eins og staðan er núna séu þó yfirgnæfandi líkur á því að á næsta ári setjist kona í fyrsta sinn í æðsta valdastól Bandaríkjanna.Til vinstri má sjá áætlaðan fjölda kjörmanna, til hægri áætlaðan prósentufjölda greiddra atkvæða. Donald Trump Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Verulega hefur skilið að á milli forsetaframbjóðenda tveggja stærstu flokkanna í Bandaríkjunum á undanförnum dögum. Samkvæmt sérstakri spá kosninga- og tölfræðivefs FiveThirtyEight mun Hillary Clinton, frambjóðandi Demókrata vinna öruggan sigur á Donald Trump frambjóðanda Repúblikana. Hafa aðstandendur vefsins útbúið sérstaka kosningaspá þar sem teknar eru saman niðurstöður allrar skoðanakannanna sem framkvæmdar eru í Bandaríkjunum. Út frá þeim er líkt eftir niðurstöðum tuttugu þúsund kosninga og út koma líkurnar á því hver muni sigra í kosningunum sem haldnar verða í nóvember. Þegar þetta er skrifað líta útreikningar FiveThirtyEight svona út.Sigurlíkurnar eins og staðan er í dag.VísirÞróunin hefur í raun verið mjög dramatísk undanfarna viku eða svo en frá 30. júlí síðastliðnum, þegar Trump var nánast búinn að ná í skottið á Clinton, hefur hún hreinlega stungið af líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Trump sótti mjög í sig veðrið í aðdraganda og fyrstu dagana eftir flokksþing Repúblikanaflokksins. Vel þekkt er í bandarískum stjórnmálum að frambjóðendur njóti aukins fylgis í skoðanakönnunum á meðan flokksþingin standa yfir og var engin undantekning þar á eftir flokksþing Repúblikana þetta árið sem stóð yfir frá 18.-21. júlí. Þá var á svipuðum tíma mikið fjallað um tölvupóstmál Clinton frá því að hún var utanríkisráðherra og naut Trump þess í skoðanakönnunum. Hægt er að útskýra þessa miklu sókn Clinton að hluta til með hinni þekktu fylgisaukningu í kjölfar flokksþinga en flokksþing Demókrata fór fram 25.-28. júlí, helgina eftir flokksþing Repúblikana.Svona hefur þróunin verið frá 30. júlí til dagsins í dag.VísirÞá hefur Trump lent í miklum vandræðum að undanförnu og telur þar líklega mest deila hans við fjölskyldu Humayun Khan, hermanns sem lést í Írak árið 2004, en þeir ávörpuðu flokksþing Demókrata. Gagnrýndu þau Trump fyrir stefnu sína og orð í garð múslima en Khan, sem lét lífið fyrir þjóð sína, var múslimi. Hefur Trump lagt til að múslimum verði hreinlega meinað að koma til Bandaríkjanna. Þótti óvægin gagnrýni Trump á foreldra Khan ómakleg og ljóst að rekja má hluta fylgishruns Trump til þess. Var hann m.a. harðlega gagnrýndur af eigin flokksmönnum, þar á meðal John McCain, fyrrum forsetaefni Repúblikana og einum helsta þungavigtarmanni flokksins. Þá hafa ýmsir innan raða Repúblikanaflokksins gagnrýnt Trump harðlega, þar á meðal 50 helstu sérfræðingar flokksins í þjóðaröryggismálum og segja þeir stefnu Trump í þeim málaflokki beinlínis hættulega. Ekki batnaði það þegar Trump kallaði eftir því að Rússar myndu stunda njósnir um Clinton eða þegar hann kallaði Clinton djöfulinn sjálfan. Clinton leiðir nú í nánast hverri einustu skoðanakönnun sem gerð er á landsvísu og samkvæmt spá FiveThirtyEight mun Clinton sigra í kosningunum með yfirburðum. Gert er ráð fyrir að Clinton hljóti 365 kjörmenn gegn 172 kjörmönnum Trump. Í grein á FiveThirtyEight þar sem fjallað er um fylgishrun er þó sérstaklega fram að spá síðunnar sé byggð á skoðanakönnunum sem geti auðveldlega breyst. Eins og staðan er núna séu þó yfirgnæfandi líkur á því að á næsta ári setjist kona í fyrsta sinn í æðsta valdastól Bandaríkjanna.Til vinstri má sjá áætlaðan fjölda kjörmanna, til hægri áætlaðan prósentufjölda greiddra atkvæða.
Donald Trump Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira