Þessi verk áttu öll að verða gul en svo hlýddu þau mér ekkert Magnús Guðmundsson skrifar 30. júlí 2016 11:00 Helga Sigríður Valdemarsdóttir fyrir framan hluta þeirra verka sem hún sýnir í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Mynd/Rut Hermannsdóttir Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar í dag sýningu á málverkum í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Helga Sigríður er að norðan og lærði myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri og lauk þaðan prófi árið 2003. Hún segir að þrátt fyrir annir við barneignir, jógakennslu og sitthvað fleira hafi hún þó reynt að halda sýningu árlega. „Já ég hef reynt að halda mig við það þrátt fyrir að hafa verið mjög upptekin við að flytja og eiga börn. En nú eru þau orðin svo stór að ég get farið að mála meira. En ég er líka mikið í jóga og er í heilunarnámi sem heitir Sat Nam Rasayan og er innan jógafræðanna og út frá því fór ég mikið að pæla í olíum, lækningajurtum og svona náttúrlegum efnum . Það smitaðist svo yfir í myndlistina enda er það þannig að allt sem ég geri smitast yfir í verkin með einum eða öðrum hætti.“ Yfirskrift sýningarinnar er Sóley og Helga Sigríður segir að það megi líka rekja til þess sem hún er að gera í jóga og heilun. „Hugmyndin var sú að nota íslenskar lækningajurtir sem ég hef tröllatrú á og ætlaði að nota alls konar jurtir. Þegar ég er að heila þá er ég mikið að pæla í orkustöðvunum svo planið var að nota ákveðna liti fyrir hverja og eina orkustöð. En svo fór ég til vinkonu minnar á Kristnesi og við göngum út á tún þar sem ég sé þessa fallegu breiðu af sóleyjum. Ég ákvað að byrja að tína hana og þurrka og var að setja hana á blöð þegar guli liturinn hreinlega heillaði mig og ég ákvað að einbeita mér alfarið að sóleynni núna. Ég vinn dáldið í flæði og þó að ég sé búin að ákveða eitthvað og stefni að einhverju þá læt ég það eftir mér að taka eftir litlu hlutunum sem verða á vegi manns. Verkin áttu þannig til að mynda öll að vera gul en svo eru þau það auðvitað ekkert,“ segir Helga Sigríður og hlær glaðlega. „Þessi verk eru ekkert alltaf að hlýða mér. En auðvitað er guli liturinn undir og í öllum verkunum en það var nú aðallega út af lit sóleyjarinnar. Svo þegar ég fór að vinna með hana og setja hana á plötur, ég sem sagt mála á viðarplötur núna, þá fóru hlutirnir soldið að gerast. Ég byrjaði á því að nota viðarplötur vegna þess að mig langaði að vinna með hringformið sem ég ætlaði að tengja við orkustöðvarnar. En svo hef ég komist að því að viðurinn er eiginlega bara ekkert síðri, jafnvel bara betri en striginn. En svo er bara form sóleyjarinnar svo fallegt. Ég er með brennisóley og það er ekki síst hversu falleg hún er í forminu og tignarleg að ég ákvað að halda mig við hana.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júlí. Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar í dag sýningu á málverkum í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Helga Sigríður er að norðan og lærði myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri og lauk þaðan prófi árið 2003. Hún segir að þrátt fyrir annir við barneignir, jógakennslu og sitthvað fleira hafi hún þó reynt að halda sýningu árlega. „Já ég hef reynt að halda mig við það þrátt fyrir að hafa verið mjög upptekin við að flytja og eiga börn. En nú eru þau orðin svo stór að ég get farið að mála meira. En ég er líka mikið í jóga og er í heilunarnámi sem heitir Sat Nam Rasayan og er innan jógafræðanna og út frá því fór ég mikið að pæla í olíum, lækningajurtum og svona náttúrlegum efnum . Það smitaðist svo yfir í myndlistina enda er það þannig að allt sem ég geri smitast yfir í verkin með einum eða öðrum hætti.“ Yfirskrift sýningarinnar er Sóley og Helga Sigríður segir að það megi líka rekja til þess sem hún er að gera í jóga og heilun. „Hugmyndin var sú að nota íslenskar lækningajurtir sem ég hef tröllatrú á og ætlaði að nota alls konar jurtir. Þegar ég er að heila þá er ég mikið að pæla í orkustöðvunum svo planið var að nota ákveðna liti fyrir hverja og eina orkustöð. En svo fór ég til vinkonu minnar á Kristnesi og við göngum út á tún þar sem ég sé þessa fallegu breiðu af sóleyjum. Ég ákvað að byrja að tína hana og þurrka og var að setja hana á blöð þegar guli liturinn hreinlega heillaði mig og ég ákvað að einbeita mér alfarið að sóleynni núna. Ég vinn dáldið í flæði og þó að ég sé búin að ákveða eitthvað og stefni að einhverju þá læt ég það eftir mér að taka eftir litlu hlutunum sem verða á vegi manns. Verkin áttu þannig til að mynda öll að vera gul en svo eru þau það auðvitað ekkert,“ segir Helga Sigríður og hlær glaðlega. „Þessi verk eru ekkert alltaf að hlýða mér. En auðvitað er guli liturinn undir og í öllum verkunum en það var nú aðallega út af lit sóleyjarinnar. Svo þegar ég fór að vinna með hana og setja hana á plötur, ég sem sagt mála á viðarplötur núna, þá fóru hlutirnir soldið að gerast. Ég byrjaði á því að nota viðarplötur vegna þess að mig langaði að vinna með hringformið sem ég ætlaði að tengja við orkustöðvarnar. En svo hef ég komist að því að viðurinn er eiginlega bara ekkert síðri, jafnvel bara betri en striginn. En svo er bara form sóleyjarinnar svo fallegt. Ég er með brennisóley og það er ekki síst hversu falleg hún er í forminu og tignarleg að ég ákvað að halda mig við hana.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júlí.
Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira