Barist um titilinn í þyngdarflokki Gunnars í nótt Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. júlí 2016 18:45 Vísir/AFP Það verður barist um veltivigtartitilinn í nótt á UFC 201. Meistarinn Robbie Lawler mun freista þess að verja titilinn sinn í þriðja sinn þegar hann mætir Tyron Woodley í kvöld.Gunnar Nelson berst í veltivigtinni í UFC og er þyngdarflokkurinn einn sá allra sterkasti og skemmtilegasti í UFC. Robbie Lawler hefur verið veltivigtarmeistari UFC síðan í desember 2014 en Lawler er eiginlega draumameistari UFC. Allir bardagar hans eru stórskemmtilegir þó hann sé ekki jafn stórt nafn eins og Ronda Rousey eða Conor McGregor. Gallinn við Lawler er að hann er hræðilegur þegar kemur að því að selja bardaga í fjölmiðlum. Hann segir ekki mikið og segir yfirleitt það sama fyrir bardagann, sama hver sem andstæðingurinn er. Hann einbeitir sér bara að sjálfum sér og er ekkert að spá í hvað andstæðingurinn segir eða gerir. Lawler hefur þó átt sín augnablik eins og þegar hann sagði ískaldur og kaldrifjaður hvernig bardagi gegn Conor McGregor myndi fara. Besta leiðin til að selja Robbie Lawler bardaga er þó alltaf að sýna bardaga með Robbie Lawler. Lawler er gríðarlega fær standandi og virðist vera ómannlega harður, líkamlega og andlega. Hann gefst aldrei upp og ef andstæðingar ætla að freista þess að sigra hann verða þeir að vera tilbúnir í 25 verstu mínútur lífs síns. Það gæti Tyron Woodley verið tilbúinn í. Woodley hefur ekki barist síðan í janúar 2015 og því eru ekki allir sammála um að hann eigi þennan titilbardaga skilið. Við vitum þó ekkert hvað Woodley hefur verið að æfa undanfarna 18 mánuði og gæti hann komið verulega á óvart. Við vitum þó að Woodley er afar höggþungur og sterkur glímumaður og gæti valdið meistaranum miklum vandræðum. Takist Woodley að sigra Lawler væru það enn ein óvæntu úrslitin í titilbardögum á þessu ári. Á þessu ári höfum við fengið sex nýja meistara í UFC en aðeins Robbie Lawler, Dominick Cruz og Demetrious Johnson hafa varið beltið sitt á þessu ári. UFC 201 verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin kl 2. MMA Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Fleiri fréttir Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ „Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Sjá meira
Það verður barist um veltivigtartitilinn í nótt á UFC 201. Meistarinn Robbie Lawler mun freista þess að verja titilinn sinn í þriðja sinn þegar hann mætir Tyron Woodley í kvöld.Gunnar Nelson berst í veltivigtinni í UFC og er þyngdarflokkurinn einn sá allra sterkasti og skemmtilegasti í UFC. Robbie Lawler hefur verið veltivigtarmeistari UFC síðan í desember 2014 en Lawler er eiginlega draumameistari UFC. Allir bardagar hans eru stórskemmtilegir þó hann sé ekki jafn stórt nafn eins og Ronda Rousey eða Conor McGregor. Gallinn við Lawler er að hann er hræðilegur þegar kemur að því að selja bardaga í fjölmiðlum. Hann segir ekki mikið og segir yfirleitt það sama fyrir bardagann, sama hver sem andstæðingurinn er. Hann einbeitir sér bara að sjálfum sér og er ekkert að spá í hvað andstæðingurinn segir eða gerir. Lawler hefur þó átt sín augnablik eins og þegar hann sagði ískaldur og kaldrifjaður hvernig bardagi gegn Conor McGregor myndi fara. Besta leiðin til að selja Robbie Lawler bardaga er þó alltaf að sýna bardaga með Robbie Lawler. Lawler er gríðarlega fær standandi og virðist vera ómannlega harður, líkamlega og andlega. Hann gefst aldrei upp og ef andstæðingar ætla að freista þess að sigra hann verða þeir að vera tilbúnir í 25 verstu mínútur lífs síns. Það gæti Tyron Woodley verið tilbúinn í. Woodley hefur ekki barist síðan í janúar 2015 og því eru ekki allir sammála um að hann eigi þennan titilbardaga skilið. Við vitum þó ekkert hvað Woodley hefur verið að æfa undanfarna 18 mánuði og gæti hann komið verulega á óvart. Við vitum þó að Woodley er afar höggþungur og sterkur glímumaður og gæti valdið meistaranum miklum vandræðum. Takist Woodley að sigra Lawler væru það enn ein óvæntu úrslitin í titilbardögum á þessu ári. Á þessu ári höfum við fengið sex nýja meistara í UFC en aðeins Robbie Lawler, Dominick Cruz og Demetrious Johnson hafa varið beltið sitt á þessu ári. UFC 201 verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin kl 2.
MMA Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Fleiri fréttir Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ „Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Sjá meira