Evran ekki verið ódýrari síðan 2008 Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. júlí 2016 08:45 Stór hluti utanríkisviðskipta Íslendinga er við ríki sem nota evru sem gjaldmiðil. NordicPhotos/Getty Gengi evru gagnvart krónu hefur verið undir 135 síðustu þrjá daga og hefur ekki verið lægra síðan í september árið 2008, eða í tæp átta ár. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka, segir skýringuna helst vera þá að evran hafi lækkað vegna óróleika á evrópskum mörkuðum, meðal annars vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrsögn Breta úr ESB og tilraunar til valdaráns í Tyrklandi. Þá hafi krónan einfaldlega styrkst undanfarið af völdum gjaldeyrisinnflæðis vegna erlendra ferðamanna. Sem dæmi jókst erlend kortavelta um 40 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. Erna segir áhrif af lækkun á gengi evrunnar meðal annars geta komið fram í utanríkisviðskiptum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var hlutdeild evru í vöruútflutningi 27 prósent á síðasta ári og 36 prósent í innflutningi. „Þannig að maður getur líklega séð meiri innflutning frá evrulöndunum og svo getur þetta dregið úr útflutningi þegar evran veikist svona.“ Erna segir vandasamt að spá fyrir um framtíðina, en hún muni meðal annars ráðast af viðbrögðum Seðlabanka Íslands. Losun hafta gæti haft í för með sér útstreymi gjaldeyris sem myndi vega á móti styrkingu krónunnar. Þá sé spurning hvort Seðlabankinn muni grípa mikið inn í gjaldeyrismarkaðinn til þess að halda gengi krónunnar stöðugu gagnvart evrunni, eins og gert hefur verið hingað til. Erna bendir á að ef krónan heldur áfram að styrkjast haldist verðbólgan áfram í skefjum. Björgólfur Jóhannsson stýrir stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, Icelandair Group. Hann segist ekki vera farinn að sjá að gengisþróun hafi áhrif á komu ferðamanna til Íslands. „En það er hins vegar ljóst að svona getur haft áhrif. Það er bara þannig.“ Það sé töluvert dýrara að koma hingað, einkum fyrir Breta. „En síðan er gengi krónunnar orðið áhyggjuefni fyrir útflutningsvegina,“ segir Björgólfur. Það sé umhugsunarefni hvort Seðlabankinn ætli að halda áfram hávaxtastefnu sinni með innflæði peninga sem útflutningsatvinnuvegirnir finni fyrir. „Þetta kemur einhvers staðar niður, hvort sem það er útgerð, ferðamennska eða hvað annað.“ Björgólfur segir ekki útilokað að fyrirtækið þurfi að bregðast við þróun á gjaldeyrismörkuðum með breyttri markaðssetningu. „Það getur alveg komið til þess en það er svolítið snemmt að segja til um það,“ segir hann. Enn sé verið að vinna úr málum tengdum Brexit. Það liggi þó fyrir að Bretland sé stór markaður, bæði fyrir ferðaþjónustu og sjávarútveginn. Brexit Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Gengi evru gagnvart krónu hefur verið undir 135 síðustu þrjá daga og hefur ekki verið lægra síðan í september árið 2008, eða í tæp átta ár. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka, segir skýringuna helst vera þá að evran hafi lækkað vegna óróleika á evrópskum mörkuðum, meðal annars vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrsögn Breta úr ESB og tilraunar til valdaráns í Tyrklandi. Þá hafi krónan einfaldlega styrkst undanfarið af völdum gjaldeyrisinnflæðis vegna erlendra ferðamanna. Sem dæmi jókst erlend kortavelta um 40 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. Erna segir áhrif af lækkun á gengi evrunnar meðal annars geta komið fram í utanríkisviðskiptum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var hlutdeild evru í vöruútflutningi 27 prósent á síðasta ári og 36 prósent í innflutningi. „Þannig að maður getur líklega séð meiri innflutning frá evrulöndunum og svo getur þetta dregið úr útflutningi þegar evran veikist svona.“ Erna segir vandasamt að spá fyrir um framtíðina, en hún muni meðal annars ráðast af viðbrögðum Seðlabanka Íslands. Losun hafta gæti haft í för með sér útstreymi gjaldeyris sem myndi vega á móti styrkingu krónunnar. Þá sé spurning hvort Seðlabankinn muni grípa mikið inn í gjaldeyrismarkaðinn til þess að halda gengi krónunnar stöðugu gagnvart evrunni, eins og gert hefur verið hingað til. Erna bendir á að ef krónan heldur áfram að styrkjast haldist verðbólgan áfram í skefjum. Björgólfur Jóhannsson stýrir stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, Icelandair Group. Hann segist ekki vera farinn að sjá að gengisþróun hafi áhrif á komu ferðamanna til Íslands. „En það er hins vegar ljóst að svona getur haft áhrif. Það er bara þannig.“ Það sé töluvert dýrara að koma hingað, einkum fyrir Breta. „En síðan er gengi krónunnar orðið áhyggjuefni fyrir útflutningsvegina,“ segir Björgólfur. Það sé umhugsunarefni hvort Seðlabankinn ætli að halda áfram hávaxtastefnu sinni með innflæði peninga sem útflutningsatvinnuvegirnir finni fyrir. „Þetta kemur einhvers staðar niður, hvort sem það er útgerð, ferðamennska eða hvað annað.“ Björgólfur segir ekki útilokað að fyrirtækið þurfi að bregðast við þróun á gjaldeyrismörkuðum með breyttri markaðssetningu. „Það getur alveg komið til þess en það er svolítið snemmt að segja til um það,“ segir hann. Enn sé verið að vinna úr málum tengdum Brexit. Það liggi þó fyrir að Bretland sé stór markaður, bæði fyrir ferðaþjónustu og sjávarútveginn.
Brexit Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira