Tónlist

„Algjör draumur að geta spilað sín eigin lög fyrir brekkuna“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sindri Freyr er 22 ára.
Sindri Freyr er 22 ára.
„Ég verð að spila á þjóðhátíð með bandinu mínu á laugardeginum klukkan níu og það er algjör draumur að geta spilað sín eigin lög fyrir brekkuna, en ég mun einnig taka nokkur þekkt cover lög sem allir geta sungið með,“ segir Eyjapeyinn Sindri Freyr Guðjónsson sem er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Sindri er 22 ára og stundar nám við Háskóla Íslands í viðskiptafræði.

Sindri hefur verið duglegur við að gefa út ný lög og heitir nýjasta lag hans Turn It Back Around. Lagið verður á næstu plötu Sindra, Way I´m Feeling sem kemur út eftir Þjóðhátíð.

„Svo verð ég með bandinu mínu einnig á litlasviðinu á laugardagsnóttina, það er alltaf góð stemmingin á litlasviðinu, hljómsveitirnar þar eru yfirleitt að spila langt fram eftir morgni lög sem allir kunna. Þar er ekta ballstemming en ég gerði þetta alltaf með skólahljómsveit sem ég var.“

Hér að neðan má hlusta á nýjasta lag Sindra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×