Árni: Sexí að koma heim og berjast um titilinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júlí 2016 21:53 Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, braut ísinn fyrir sína menn í kvöld og skoraði mikilvægt mark á 65. mínútu þegar Blikar unnu Ólsara, 2-0, á útivelli í Pepsi-deild karla í fótbolta. Blikar voru betri aðilinn í leiknum en gekk erfiðlega að skora framan af gegn mátulega sterkri vörn heimamanna. „Ég myndi segja að þetta hafi verið sanngjarnt. Við spiluðum fínan fótbolta. Við höfum spilað betur en við kláruðum okkar færi og náðum í stigin þrjú,“ sagði Árni við Vísi eftir leikinn í kvöld en hann lá mikið í grasinu eftir brot heimamanna. „Víkingsliðið er þannig að það spilar fast og ég fékk alveg að finna fyrir því sjálfur. Þannig er þeirra bolti. Þeir vilja ekkert endilega halda boltanum en vita að við erum góðir í því." „Þeir leyfðu okkur að halda boltanum en við þurftum að drusla þessu marki inn og það gerðum við á 65. mínútu eða hvað það nú var. Það var mjög þægilegt að skora fyrsta markið og tilfinningin var enn þá betri þegar Arnþór kláraði þetta með sínu marki,“ sagði Árni. Blikar eru í þriðja sæti deildarinnar eftir sigurinn í kvöld, aðeins þremur stigum á eftir FH. Kópavogsliðið er búið að vinna tvo leiki í röð eftir að Árni kom til þess en hann skilaði þremur stoðsendingum í fyrsta leik og marki í dag. „Við eigum mikinn séns á að vinna þessa dollu. Við erum ekkert langt frá toppnum. Ég er að koma heim í topp standi og önnur ástæða er hversu nálægt liðið er að vinna þetta. Það er sexí að koma heim og reyna að berjast um titilinn. Svo er auðvitað gaman að fá að spila aftur þannig ég er þakklátur Blikum fyrir að kalla á mig og bjóða mér upp á það,“ sagði Árni. Aðstæðurnar í Ólafsvík í dag eru töluvert öðruvísi en hann átti að venjast á stórum leikvöngum norsku úrvalsdeildarinnar. Hann fékk heldur betur að heyra það úr stúkunni frá stuðningsmönnum Ólsara og fagnaði því hressilega þegar hann skoraði. „Ég er að elska þetta. Þetta er ekkert persónulegt hjá þeim. Svona á þetta að vera. Þetta er það sem drífur mann áfram. Þeir hefðu reyndar átt að sleppa þessu því eina sem ég hugsaði um var að þegar ég skora fá þeir þetta í bakið,“ sagði Árni Vilhjálmsson brosandi að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Breiðablik 0-2 | Seiglusigur Blika Breiðablik hélt sér í toppbaráttunni með torsóttum seiglusigri gegn Ólsurum á útivelli. 24. júlí 2016 22:15 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, braut ísinn fyrir sína menn í kvöld og skoraði mikilvægt mark á 65. mínútu þegar Blikar unnu Ólsara, 2-0, á útivelli í Pepsi-deild karla í fótbolta. Blikar voru betri aðilinn í leiknum en gekk erfiðlega að skora framan af gegn mátulega sterkri vörn heimamanna. „Ég myndi segja að þetta hafi verið sanngjarnt. Við spiluðum fínan fótbolta. Við höfum spilað betur en við kláruðum okkar færi og náðum í stigin þrjú,“ sagði Árni við Vísi eftir leikinn í kvöld en hann lá mikið í grasinu eftir brot heimamanna. „Víkingsliðið er þannig að það spilar fast og ég fékk alveg að finna fyrir því sjálfur. Þannig er þeirra bolti. Þeir vilja ekkert endilega halda boltanum en vita að við erum góðir í því." „Þeir leyfðu okkur að halda boltanum en við þurftum að drusla þessu marki inn og það gerðum við á 65. mínútu eða hvað það nú var. Það var mjög þægilegt að skora fyrsta markið og tilfinningin var enn þá betri þegar Arnþór kláraði þetta með sínu marki,“ sagði Árni. Blikar eru í þriðja sæti deildarinnar eftir sigurinn í kvöld, aðeins þremur stigum á eftir FH. Kópavogsliðið er búið að vinna tvo leiki í röð eftir að Árni kom til þess en hann skilaði þremur stoðsendingum í fyrsta leik og marki í dag. „Við eigum mikinn séns á að vinna þessa dollu. Við erum ekkert langt frá toppnum. Ég er að koma heim í topp standi og önnur ástæða er hversu nálægt liðið er að vinna þetta. Það er sexí að koma heim og reyna að berjast um titilinn. Svo er auðvitað gaman að fá að spila aftur þannig ég er þakklátur Blikum fyrir að kalla á mig og bjóða mér upp á það,“ sagði Árni. Aðstæðurnar í Ólafsvík í dag eru töluvert öðruvísi en hann átti að venjast á stórum leikvöngum norsku úrvalsdeildarinnar. Hann fékk heldur betur að heyra það úr stúkunni frá stuðningsmönnum Ólsara og fagnaði því hressilega þegar hann skoraði. „Ég er að elska þetta. Þetta er ekkert persónulegt hjá þeim. Svona á þetta að vera. Þetta er það sem drífur mann áfram. Þeir hefðu reyndar átt að sleppa þessu því eina sem ég hugsaði um var að þegar ég skora fá þeir þetta í bakið,“ sagði Árni Vilhjálmsson brosandi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Breiðablik 0-2 | Seiglusigur Blika Breiðablik hélt sér í toppbaráttunni með torsóttum seiglusigri gegn Ólsurum á útivelli. 24. júlí 2016 22:15 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Breiðablik 0-2 | Seiglusigur Blika Breiðablik hélt sér í toppbaráttunni með torsóttum seiglusigri gegn Ólsurum á útivelli. 24. júlí 2016 22:15