Árni: Sexí að koma heim og berjast um titilinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júlí 2016 21:53 Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, braut ísinn fyrir sína menn í kvöld og skoraði mikilvægt mark á 65. mínútu þegar Blikar unnu Ólsara, 2-0, á útivelli í Pepsi-deild karla í fótbolta. Blikar voru betri aðilinn í leiknum en gekk erfiðlega að skora framan af gegn mátulega sterkri vörn heimamanna. „Ég myndi segja að þetta hafi verið sanngjarnt. Við spiluðum fínan fótbolta. Við höfum spilað betur en við kláruðum okkar færi og náðum í stigin þrjú,“ sagði Árni við Vísi eftir leikinn í kvöld en hann lá mikið í grasinu eftir brot heimamanna. „Víkingsliðið er þannig að það spilar fast og ég fékk alveg að finna fyrir því sjálfur. Þannig er þeirra bolti. Þeir vilja ekkert endilega halda boltanum en vita að við erum góðir í því." „Þeir leyfðu okkur að halda boltanum en við þurftum að drusla þessu marki inn og það gerðum við á 65. mínútu eða hvað það nú var. Það var mjög þægilegt að skora fyrsta markið og tilfinningin var enn þá betri þegar Arnþór kláraði þetta með sínu marki,“ sagði Árni. Blikar eru í þriðja sæti deildarinnar eftir sigurinn í kvöld, aðeins þremur stigum á eftir FH. Kópavogsliðið er búið að vinna tvo leiki í röð eftir að Árni kom til þess en hann skilaði þremur stoðsendingum í fyrsta leik og marki í dag. „Við eigum mikinn séns á að vinna þessa dollu. Við erum ekkert langt frá toppnum. Ég er að koma heim í topp standi og önnur ástæða er hversu nálægt liðið er að vinna þetta. Það er sexí að koma heim og reyna að berjast um titilinn. Svo er auðvitað gaman að fá að spila aftur þannig ég er þakklátur Blikum fyrir að kalla á mig og bjóða mér upp á það,“ sagði Árni. Aðstæðurnar í Ólafsvík í dag eru töluvert öðruvísi en hann átti að venjast á stórum leikvöngum norsku úrvalsdeildarinnar. Hann fékk heldur betur að heyra það úr stúkunni frá stuðningsmönnum Ólsara og fagnaði því hressilega þegar hann skoraði. „Ég er að elska þetta. Þetta er ekkert persónulegt hjá þeim. Svona á þetta að vera. Þetta er það sem drífur mann áfram. Þeir hefðu reyndar átt að sleppa þessu því eina sem ég hugsaði um var að þegar ég skora fá þeir þetta í bakið,“ sagði Árni Vilhjálmsson brosandi að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Breiðablik 0-2 | Seiglusigur Blika Breiðablik hélt sér í toppbaráttunni með torsóttum seiglusigri gegn Ólsurum á útivelli. 24. júlí 2016 22:15 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, braut ísinn fyrir sína menn í kvöld og skoraði mikilvægt mark á 65. mínútu þegar Blikar unnu Ólsara, 2-0, á útivelli í Pepsi-deild karla í fótbolta. Blikar voru betri aðilinn í leiknum en gekk erfiðlega að skora framan af gegn mátulega sterkri vörn heimamanna. „Ég myndi segja að þetta hafi verið sanngjarnt. Við spiluðum fínan fótbolta. Við höfum spilað betur en við kláruðum okkar færi og náðum í stigin þrjú,“ sagði Árni við Vísi eftir leikinn í kvöld en hann lá mikið í grasinu eftir brot heimamanna. „Víkingsliðið er þannig að það spilar fast og ég fékk alveg að finna fyrir því sjálfur. Þannig er þeirra bolti. Þeir vilja ekkert endilega halda boltanum en vita að við erum góðir í því." „Þeir leyfðu okkur að halda boltanum en við þurftum að drusla þessu marki inn og það gerðum við á 65. mínútu eða hvað það nú var. Það var mjög þægilegt að skora fyrsta markið og tilfinningin var enn þá betri þegar Arnþór kláraði þetta með sínu marki,“ sagði Árni. Blikar eru í þriðja sæti deildarinnar eftir sigurinn í kvöld, aðeins þremur stigum á eftir FH. Kópavogsliðið er búið að vinna tvo leiki í röð eftir að Árni kom til þess en hann skilaði þremur stoðsendingum í fyrsta leik og marki í dag. „Við eigum mikinn séns á að vinna þessa dollu. Við erum ekkert langt frá toppnum. Ég er að koma heim í topp standi og önnur ástæða er hversu nálægt liðið er að vinna þetta. Það er sexí að koma heim og reyna að berjast um titilinn. Svo er auðvitað gaman að fá að spila aftur þannig ég er þakklátur Blikum fyrir að kalla á mig og bjóða mér upp á það,“ sagði Árni. Aðstæðurnar í Ólafsvík í dag eru töluvert öðruvísi en hann átti að venjast á stórum leikvöngum norsku úrvalsdeildarinnar. Hann fékk heldur betur að heyra það úr stúkunni frá stuðningsmönnum Ólsara og fagnaði því hressilega þegar hann skoraði. „Ég er að elska þetta. Þetta er ekkert persónulegt hjá þeim. Svona á þetta að vera. Þetta er það sem drífur mann áfram. Þeir hefðu reyndar átt að sleppa þessu því eina sem ég hugsaði um var að þegar ég skora fá þeir þetta í bakið,“ sagði Árni Vilhjálmsson brosandi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Breiðablik 0-2 | Seiglusigur Blika Breiðablik hélt sér í toppbaráttunni með torsóttum seiglusigri gegn Ólsurum á útivelli. 24. júlí 2016 22:15 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Breiðablik 0-2 | Seiglusigur Blika Breiðablik hélt sér í toppbaráttunni með torsóttum seiglusigri gegn Ólsurum á útivelli. 24. júlí 2016 22:15