Tveir á toppnum: Ronaldo heimsótti Conor í Vegas | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2016 10:00 Lífið leikur við þessa ágætu menn. mynd/instagram Portúgalska fótboltagoðið Cristiano Ronaldo heimsótti írska bardagakappann Conor McGregor í æfingabúðir hans í Las Vegas um helgina en Ronaldo er mikill aðdáandi Íslandsvinarins. Ronaldo er í fríi eftir að hafa leitt portúgalska landsliðið að sínum fyrsta Evrópumeistaratitli en fyrr á árinu vann hann einnig Meistaradeildina í þriðja sinn. Honum er spáð Gullboltanum sem besti fótboltamaður heims á næsta ári. Conor McGregor er á fullu að undirbúa sig fyrir endurkomuna í búrið en hann berst næst á UFC 200 bardagakvöldinu 20. ágúst. Þar mætir hann Nate Diaz öðru sinni en McGregor tapaði í fyrsta sinn í átta bardögum í UFC þegar Diaz valtaði yfir hann í mars á þessu ári. „Frábært að sjá þig, bróðir,“ skrifar Ronaldo við mynd af sér og Conor á Instagram-síðu sína og írski vélbyssukjafturinn birtir einnig mynd af þeim og segir: „Takk fyrir, Cristiano. Mikil virðing. Ég sé þig aftur á næsta ári þegar við berjumst um efsta sætið á Forbes-listanum.“ Ronaldo er tekjuhæsti íþróttamaður heims samkvæmt nýjum lista Forbes en Conor ætlar greinilega að hirða það sæti af honum á næsta ári. John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, tók auðvitað mynd af sér með Ronaldo og sagði gaman að fá þessa stórstjörnu í heimsókn. Myndir þeirra þriggja má sjá hér að neðan. Great to see you bro!! A photo posted by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on Jul 24, 2016 at 3:48pm PDT My brother Ronaldo dropped by the gym today! He is an animal. Thank you @cristiano, much respect! I will see you for that Forbes number 1 spot next year. #ThisIsTheMacLife A photo posted by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on Jul 24, 2016 at 5:01pm PDT Nice to have @cristiano drop in to the gym to support us A photo posted by Coach Kavanagh (@coach_kavanagh) on Jul 24, 2016 at 3:27pm PDT MMA Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira
Portúgalska fótboltagoðið Cristiano Ronaldo heimsótti írska bardagakappann Conor McGregor í æfingabúðir hans í Las Vegas um helgina en Ronaldo er mikill aðdáandi Íslandsvinarins. Ronaldo er í fríi eftir að hafa leitt portúgalska landsliðið að sínum fyrsta Evrópumeistaratitli en fyrr á árinu vann hann einnig Meistaradeildina í þriðja sinn. Honum er spáð Gullboltanum sem besti fótboltamaður heims á næsta ári. Conor McGregor er á fullu að undirbúa sig fyrir endurkomuna í búrið en hann berst næst á UFC 200 bardagakvöldinu 20. ágúst. Þar mætir hann Nate Diaz öðru sinni en McGregor tapaði í fyrsta sinn í átta bardögum í UFC þegar Diaz valtaði yfir hann í mars á þessu ári. „Frábært að sjá þig, bróðir,“ skrifar Ronaldo við mynd af sér og Conor á Instagram-síðu sína og írski vélbyssukjafturinn birtir einnig mynd af þeim og segir: „Takk fyrir, Cristiano. Mikil virðing. Ég sé þig aftur á næsta ári þegar við berjumst um efsta sætið á Forbes-listanum.“ Ronaldo er tekjuhæsti íþróttamaður heims samkvæmt nýjum lista Forbes en Conor ætlar greinilega að hirða það sæti af honum á næsta ári. John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, tók auðvitað mynd af sér með Ronaldo og sagði gaman að fá þessa stórstjörnu í heimsókn. Myndir þeirra þriggja má sjá hér að neðan. Great to see you bro!! A photo posted by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on Jul 24, 2016 at 3:48pm PDT My brother Ronaldo dropped by the gym today! He is an animal. Thank you @cristiano, much respect! I will see you for that Forbes number 1 spot next year. #ThisIsTheMacLife A photo posted by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on Jul 24, 2016 at 5:01pm PDT Nice to have @cristiano drop in to the gym to support us A photo posted by Coach Kavanagh (@coach_kavanagh) on Jul 24, 2016 at 3:27pm PDT
MMA Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira