Tveir á toppnum: Ronaldo heimsótti Conor í Vegas | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2016 10:00 Lífið leikur við þessa ágætu menn. mynd/instagram Portúgalska fótboltagoðið Cristiano Ronaldo heimsótti írska bardagakappann Conor McGregor í æfingabúðir hans í Las Vegas um helgina en Ronaldo er mikill aðdáandi Íslandsvinarins. Ronaldo er í fríi eftir að hafa leitt portúgalska landsliðið að sínum fyrsta Evrópumeistaratitli en fyrr á árinu vann hann einnig Meistaradeildina í þriðja sinn. Honum er spáð Gullboltanum sem besti fótboltamaður heims á næsta ári. Conor McGregor er á fullu að undirbúa sig fyrir endurkomuna í búrið en hann berst næst á UFC 200 bardagakvöldinu 20. ágúst. Þar mætir hann Nate Diaz öðru sinni en McGregor tapaði í fyrsta sinn í átta bardögum í UFC þegar Diaz valtaði yfir hann í mars á þessu ári. „Frábært að sjá þig, bróðir,“ skrifar Ronaldo við mynd af sér og Conor á Instagram-síðu sína og írski vélbyssukjafturinn birtir einnig mynd af þeim og segir: „Takk fyrir, Cristiano. Mikil virðing. Ég sé þig aftur á næsta ári þegar við berjumst um efsta sætið á Forbes-listanum.“ Ronaldo er tekjuhæsti íþróttamaður heims samkvæmt nýjum lista Forbes en Conor ætlar greinilega að hirða það sæti af honum á næsta ári. John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, tók auðvitað mynd af sér með Ronaldo og sagði gaman að fá þessa stórstjörnu í heimsókn. Myndir þeirra þriggja má sjá hér að neðan. Great to see you bro!! A photo posted by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on Jul 24, 2016 at 3:48pm PDT My brother Ronaldo dropped by the gym today! He is an animal. Thank you @cristiano, much respect! I will see you for that Forbes number 1 spot next year. #ThisIsTheMacLife A photo posted by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on Jul 24, 2016 at 5:01pm PDT Nice to have @cristiano drop in to the gym to support us A photo posted by Coach Kavanagh (@coach_kavanagh) on Jul 24, 2016 at 3:27pm PDT MMA Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Sjá meira
Portúgalska fótboltagoðið Cristiano Ronaldo heimsótti írska bardagakappann Conor McGregor í æfingabúðir hans í Las Vegas um helgina en Ronaldo er mikill aðdáandi Íslandsvinarins. Ronaldo er í fríi eftir að hafa leitt portúgalska landsliðið að sínum fyrsta Evrópumeistaratitli en fyrr á árinu vann hann einnig Meistaradeildina í þriðja sinn. Honum er spáð Gullboltanum sem besti fótboltamaður heims á næsta ári. Conor McGregor er á fullu að undirbúa sig fyrir endurkomuna í búrið en hann berst næst á UFC 200 bardagakvöldinu 20. ágúst. Þar mætir hann Nate Diaz öðru sinni en McGregor tapaði í fyrsta sinn í átta bardögum í UFC þegar Diaz valtaði yfir hann í mars á þessu ári. „Frábært að sjá þig, bróðir,“ skrifar Ronaldo við mynd af sér og Conor á Instagram-síðu sína og írski vélbyssukjafturinn birtir einnig mynd af þeim og segir: „Takk fyrir, Cristiano. Mikil virðing. Ég sé þig aftur á næsta ári þegar við berjumst um efsta sætið á Forbes-listanum.“ Ronaldo er tekjuhæsti íþróttamaður heims samkvæmt nýjum lista Forbes en Conor ætlar greinilega að hirða það sæti af honum á næsta ári. John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, tók auðvitað mynd af sér með Ronaldo og sagði gaman að fá þessa stórstjörnu í heimsókn. Myndir þeirra þriggja má sjá hér að neðan. Great to see you bro!! A photo posted by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on Jul 24, 2016 at 3:48pm PDT My brother Ronaldo dropped by the gym today! He is an animal. Thank you @cristiano, much respect! I will see you for that Forbes number 1 spot next year. #ThisIsTheMacLife A photo posted by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on Jul 24, 2016 at 5:01pm PDT Nice to have @cristiano drop in to the gym to support us A photo posted by Coach Kavanagh (@coach_kavanagh) on Jul 24, 2016 at 3:27pm PDT
MMA Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Sjá meira