Áhafnir kallaðar úr fríi til að sinna útköllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. júlí 2016 18:45 Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa farið í 25% fleiri útköll það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Aukningin hefur í för með sér aukið álag á starfsmenn sem í sumum tilfellum hafa verið kallaðir úr fríum til að sinna útköllum. Víða í þjóðfélaginu hafa fregnir borist af því að starfsemi fyrirtækja og stofnana sé að komast að þolmörkum vegna aukins fjölda ferðamanna sem hingað streymir til lands. Áhafnir á þyrlum Landshelgisgæslunnar hafa fundið fyrir þessari aukningu en útköllum hefur fjölgað um 25% frá því í fyrra „Okkur sýnist sem svo að þetta séu helst erlendir ferðamenn,“ segir Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni.Voruð þið viðbúnir þessari aukningu? „Ég get ekki sagt það. Vissulega hefur verið aukning í útköllum ár eftir ár. En núna sjáum við töluverða aukningu á erlendum ferðamönnum.“ Í júlí mánuði í ár eru dæmi um að þyrlan hafi farið í 2-3 útköll á dag. Spurningin er hvort komið sé að þolmörkum hjá áhöfnum gæslunnar. „Ég mundi ekki segja það. Við erum vissulega undirmannaðir á öllum vígstöðum og þyrftum að sjá aukningu, hér um bil um 40% ef vel ætti að vera. Ég man ekki eftir neinu tilfelli sem við höfum ekki geta sinnt en við höfum þurft vissulega að kalla men til úr fríum til þess að mæta öllum þörfum,“ segir Sigurður. Hjá Mýflugi sem annast sjúkraflug á Íslandi hefur einnig orðið aukning. „Við erum núna búnir að fara um 390 flug á móti 370 í fyrra. Mín tilfinning er sú að við erum að flytja fleiri útlendinga núna heldur en í fyrra,“ segir Leifur Hallgrímsson, flugrekstrarstjóri hjá Mýflugi. Leifur segir að borið hafi á vandræðum hjá ósjúkratryggðum ferðamönnum sem þurfa að nýta sér þjónustuna. „Ef þetta eru evrópubúar þá greiða sjúkratryggingar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Ef þetta eru ekki evrópubúar þá verða men að vera með tryggingu og það er allur gangur á því hvort men eru með það. Við erum að lenda í vaxandi vandræðum. Það skilptir milljónum sem við erum að tapa á ári útaf ósjúkratryggðum erlendum ferðamönnum,“ segir Leifur.Leifur Hallgrímsson, flugrekstrarstjóri hjá Mýflugi.Visir/Stöð 2 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa farið í 25% fleiri útköll það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Aukningin hefur í för með sér aukið álag á starfsmenn sem í sumum tilfellum hafa verið kallaðir úr fríum til að sinna útköllum. Víða í þjóðfélaginu hafa fregnir borist af því að starfsemi fyrirtækja og stofnana sé að komast að þolmörkum vegna aukins fjölda ferðamanna sem hingað streymir til lands. Áhafnir á þyrlum Landshelgisgæslunnar hafa fundið fyrir þessari aukningu en útköllum hefur fjölgað um 25% frá því í fyrra „Okkur sýnist sem svo að þetta séu helst erlendir ferðamenn,“ segir Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni.Voruð þið viðbúnir þessari aukningu? „Ég get ekki sagt það. Vissulega hefur verið aukning í útköllum ár eftir ár. En núna sjáum við töluverða aukningu á erlendum ferðamönnum.“ Í júlí mánuði í ár eru dæmi um að þyrlan hafi farið í 2-3 útköll á dag. Spurningin er hvort komið sé að þolmörkum hjá áhöfnum gæslunnar. „Ég mundi ekki segja það. Við erum vissulega undirmannaðir á öllum vígstöðum og þyrftum að sjá aukningu, hér um bil um 40% ef vel ætti að vera. Ég man ekki eftir neinu tilfelli sem við höfum ekki geta sinnt en við höfum þurft vissulega að kalla men til úr fríum til þess að mæta öllum þörfum,“ segir Sigurður. Hjá Mýflugi sem annast sjúkraflug á Íslandi hefur einnig orðið aukning. „Við erum núna búnir að fara um 390 flug á móti 370 í fyrra. Mín tilfinning er sú að við erum að flytja fleiri útlendinga núna heldur en í fyrra,“ segir Leifur Hallgrímsson, flugrekstrarstjóri hjá Mýflugi. Leifur segir að borið hafi á vandræðum hjá ósjúkratryggðum ferðamönnum sem þurfa að nýta sér þjónustuna. „Ef þetta eru evrópubúar þá greiða sjúkratryggingar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Ef þetta eru ekki evrópubúar þá verða men að vera með tryggingu og það er allur gangur á því hvort men eru með það. Við erum að lenda í vaxandi vandræðum. Það skilptir milljónum sem við erum að tapa á ári útaf ósjúkratryggðum erlendum ferðamönnum,“ segir Leifur.Leifur Hallgrímsson, flugrekstrarstjóri hjá Mýflugi.Visir/Stöð 2
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent