Tölvupóstslekar frá Demókrataflokknum og Hillary Clinton hafa sett ýmiss konar strik í reikninginn á landsþingi flokksins, þar sem Clinton verður formlega útnefnd forsetaefni hans.
Stuðningsfólk Bernies Sanders tók því til dæmis alls ekki vel þegar hann hvatti þá til að styðja Clinton. Púað var á Sanders og slagorð repúblikana heyrðist hrópað: „Í fangelsi með hana.“
Sanders hefur engu að síður lýst yfir stuðningi við Clinton og ávarpaði landsþingið í gærkvöld.
Donald Trump hefur tekið fram úr Clinton í skoðanakönnunum síðustu daga, eftir að landsþingi Repúblikanaþingsins lauk.
Búast má við að Clinton fái betri útkomu þegar athygli fjölmiðla beinist að henni og landsþingi Demókrataflokksins.
Demókrataþingið stendur fram á fimmtudag en forsetakosningarnar verða svo í nóvember.
Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
