Myndlistasýning og tónleikar í Garðaholti Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júlí 2016 15:30 Álfheiður Ólafsdóttir sýnir sín verk. Álfheiður Ólafsdóttir frá Kirkjulæk í Fljótshlíð opnar listsýningu á olíumálverkum í Króki Garðaholti kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 6. ágúst næstkomandi. Á opnuninni munu þær Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari flytja nokkur lög. Álfheiður er menntaður myndlistamaður frá Myndlista og handíðaskólanum. Hún hefur sýnt víða, myndirnar hafa selst víða um heim og eru einnig í opinberri eigu. Sveitarómantíkin, húmorinn, kærleikurinn og litagleðin er skammt undan í málverkunum. Á sýningunni eru húsdýrin sem heilla og ævintýraveröldin. Álfheiður flutti nýverið ásamt fjölskyldu sinni Suður í Flóa, umhverfið í Flóanum og dvölin á vinnustofunni í Króki eru innblástur verkanna á sýningunni.Tónleikar í Króki GarðaholtiJóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari verða með tónleika á Króki á Garðaholti alla laugardaga í ágúst kl.14 og 16. Jóhanna og Helga eru báðar klassískt menntaðar í tónlist og hafa sérhæft sig í túlkun eldri tónlistar. Þær flytja íslensk þjóðlög ásamt tveggja radda lögum eftir franska miðaldatónskáldið Guillaume de Machaut (1300-1377). Þjóðlögin hafa þær útsett sjálfar fyrir rödd og blokkflautur í ýmsum stærðum og gerðum, allt frá þeirri minnstu „Garklein“ 15cm til bassablokkflautu sem er um meter að lengd. Prógrammið er sett upp sem ferðalag eða árhringur. Það hefst og því lýkur að hausti og er sveipað hljóðverkum og stemningum eftir Hilmar Örn Hilmarsson. Tónlistarkonurnar koma til með að vera staðsettar í fjósinu á Króki en áheyrendur hins vegar í hlöðunni og því berast tónarnir þeim í gegnum tvær heygjafalúgur. Spennandi hljóðupplifun í sögulegu og fallegu umhverfi. Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Álfheiður Ólafsdóttir frá Kirkjulæk í Fljótshlíð opnar listsýningu á olíumálverkum í Króki Garðaholti kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 6. ágúst næstkomandi. Á opnuninni munu þær Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari flytja nokkur lög. Álfheiður er menntaður myndlistamaður frá Myndlista og handíðaskólanum. Hún hefur sýnt víða, myndirnar hafa selst víða um heim og eru einnig í opinberri eigu. Sveitarómantíkin, húmorinn, kærleikurinn og litagleðin er skammt undan í málverkunum. Á sýningunni eru húsdýrin sem heilla og ævintýraveröldin. Álfheiður flutti nýverið ásamt fjölskyldu sinni Suður í Flóa, umhverfið í Flóanum og dvölin á vinnustofunni í Króki eru innblástur verkanna á sýningunni.Tónleikar í Króki GarðaholtiJóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari verða með tónleika á Króki á Garðaholti alla laugardaga í ágúst kl.14 og 16. Jóhanna og Helga eru báðar klassískt menntaðar í tónlist og hafa sérhæft sig í túlkun eldri tónlistar. Þær flytja íslensk þjóðlög ásamt tveggja radda lögum eftir franska miðaldatónskáldið Guillaume de Machaut (1300-1377). Þjóðlögin hafa þær útsett sjálfar fyrir rödd og blokkflautur í ýmsum stærðum og gerðum, allt frá þeirri minnstu „Garklein“ 15cm til bassablokkflautu sem er um meter að lengd. Prógrammið er sett upp sem ferðalag eða árhringur. Það hefst og því lýkur að hausti og er sveipað hljóðverkum og stemningum eftir Hilmar Örn Hilmarsson. Tónlistarkonurnar koma til með að vera staðsettar í fjósinu á Króki en áheyrendur hins vegar í hlöðunni og því berast tónarnir þeim í gegnum tvær heygjafalúgur. Spennandi hljóðupplifun í sögulegu og fallegu umhverfi.
Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira