Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. júlí 2016 19:43 Sigmundur Davíð við Bessastaði í apríl síðastliðnum. Vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa eignast marga óvini í tengslum við haftamálin sem vildu losna við hann og sáu tækifæri í Panama-lekanum til að gera það. Þetta sagði Sigmundur Davíð í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur og Pétur Gunnlaugsson í síðdegisútvarpi Útvarps Sögu. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Sigmundur Davíð sagði af sér í apríl síðastliðnum eftir að leki frá panömsku lögmannsstofunnar Mossack Fonseca leiddi í ljós tengsl Sigmundar Davíðs við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Sænska ríkissjónvarpið SVT bókaði Sigmund Davíð í viðtal í mars síðastliðnum þar sem hann var spurður út í Wintris af fréttamanni sænska ríkissjónvarpsins og Jóhannes Kr. Kristjánssyni hjá Reykjavík Media. Sigmundur Davíð gekk úr viðtalinu og var í kjölfarið til umfjöllunar á fréttamiðlum um nánast heim allan. Svo fór að Sigmundur Davíð steig úr stóli forsætisráðherra en hefur nú boðað endurkomu sína í stjórnmálin. „Sagt mér að ég myndi hafa verra af“ Sigmundur Davíð sagði við Arnþrúði og Pétur að ýmislegt áhugavert hefði komið í ljós í þessu máli á síðustu vikum og mánuðum. Hann sagði baráttu sína í verðtryggingarmálinu hafa verið stóran þátt á bak við það að koma höggi á sig með þessum Panama-skjölum. „En ég held að þetta hafi snúist meira um þetta haftastríðið þar sem verið var að fást við mjög öfluga andstæðinga sem höfðu beinlínis sagt mér að ég myndi hafa verra af ef ég myndi klára þetta svona. Svo bætast við þessi verðtryggingamál og það má kannski segja að maður hafi safnað óvinum með því að taka þessa stóru slagi,“ sagði Sigmundur Davíð.Sjá einnig: Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum„Höggva að manninum sem var að berjast gegn verðtryggingunni“ Hann sagði að þegar „reitt var til höggs“ með Panama-umfjölluninni hafi margir verið til í að taka þátt í því. „Þá er þetta lið til í að taka þátt í því sem sá þarna tækifæri til að höggva að manninum sem var að berjast gegn verðtryggingunni eða manninum sem vildi hrista upp í fjármálakerfinu eða manninum sem var búinn að ná öllum bönkunum nema Arion-banka til ríkisins og ætlaði að endurskipuleggja fjármálakerfið. Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagðist hafa nokkuð góða hugmynd um hvaða áhrifamenn vildu hann í burtu en það væri efni í heilan þátt til viðbótar hjá Arnþrúði og Pétri. „En mjög margt áhugavert sem hefur komið í ljós. Þessi aðför sem hafði verið í undirbúningi í sjö mánuði í nokkrum löndum og beitt þessum gögnum sem Soros-vogunarsjóðskóngur hafði keypt og gat notað að vild,“ sagði Sigmundur Davíð og á þar við alþjóðlega fjárfestinn George Soros.„Eftir einhverjum reglum valið úr“ Sigmundur sagði það vera áhugavert að ekki voru margir Bandaríkjamenn á þessum Panama-lista. „Og líklega enginn af þessum vogunarsjóðsmönnum sem fara nú mikinn og eru með með vikulaun kannski eitthvað svipað og konan mín hafði fengið í fjölskylduarf. Það var greinilega eftir einhverjum reglum valið úr hverjir yrðu teknir úr og svo var bara skrifuð sagan og skipti engu máli hvað kom fram í millitíðinni, hvað reyndist rangt og rétt.“ Þá sagði Sigmundur Davíð áhugavert að skoða hvernig var farið með málið pólitískt. Hann sagði það alltaf vera fréttnæmt að nafn forsætisráðherra væri á lista sem væri búið að leka. „En berið bara saman umfjöllunina um forsætisráðherra íslands og forsætisráðherra Bretlands hins vegar. Í hans tilviki hafði hann hagnast á þessu að greiða ekki skatta. Það er margt skrýtið í þessu og áhugavert en ég held að við þurfum lengri tíma,“ sagði Sigmundur Davíð að lokum. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Óhjákvæmilegt að fjölga þingfundardögum Óhjákvæmilegt er að bæta við þingfundardögum í haust til að klára öll mál ríkisstjórnarinnar. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Samkomulag um að flýta kosningum hafi verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna en vantrauststillaga hennar hefði haft áhrif á þau áform. 26. júlí 2016 19:28 Kosningar í haust nema allt fari í bál og brand "Auðvitað verða kosningar að lokum. En ég hef enga trú á því að stjórnarandstaðan fari að stöðva mál sem að eru landi og þjóð nauðsynleg, ég hef bara enga trú á því,” segir Sigurður Ingi. 27. júlí 2016 18:37 Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00 Hafna því að handritið hafi verið skrifað fyrirfram Forsvarsmenn RME, Kastljóss, ICIJ og Uppdrag Granskning SVT segja það af og frá að handrit að þættinum þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk út úr viðtali hafi verið skrifað fyrirfram. 4. júní 2016 16:39 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa eignast marga óvini í tengslum við haftamálin sem vildu losna við hann og sáu tækifæri í Panama-lekanum til að gera það. Þetta sagði Sigmundur Davíð í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur og Pétur Gunnlaugsson í síðdegisútvarpi Útvarps Sögu. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Sigmundur Davíð sagði af sér í apríl síðastliðnum eftir að leki frá panömsku lögmannsstofunnar Mossack Fonseca leiddi í ljós tengsl Sigmundar Davíðs við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Sænska ríkissjónvarpið SVT bókaði Sigmund Davíð í viðtal í mars síðastliðnum þar sem hann var spurður út í Wintris af fréttamanni sænska ríkissjónvarpsins og Jóhannes Kr. Kristjánssyni hjá Reykjavík Media. Sigmundur Davíð gekk úr viðtalinu og var í kjölfarið til umfjöllunar á fréttamiðlum um nánast heim allan. Svo fór að Sigmundur Davíð steig úr stóli forsætisráðherra en hefur nú boðað endurkomu sína í stjórnmálin. „Sagt mér að ég myndi hafa verra af“ Sigmundur Davíð sagði við Arnþrúði og Pétur að ýmislegt áhugavert hefði komið í ljós í þessu máli á síðustu vikum og mánuðum. Hann sagði baráttu sína í verðtryggingarmálinu hafa verið stóran þátt á bak við það að koma höggi á sig með þessum Panama-skjölum. „En ég held að þetta hafi snúist meira um þetta haftastríðið þar sem verið var að fást við mjög öfluga andstæðinga sem höfðu beinlínis sagt mér að ég myndi hafa verra af ef ég myndi klára þetta svona. Svo bætast við þessi verðtryggingamál og það má kannski segja að maður hafi safnað óvinum með því að taka þessa stóru slagi,“ sagði Sigmundur Davíð.Sjá einnig: Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum„Höggva að manninum sem var að berjast gegn verðtryggingunni“ Hann sagði að þegar „reitt var til höggs“ með Panama-umfjölluninni hafi margir verið til í að taka þátt í því. „Þá er þetta lið til í að taka þátt í því sem sá þarna tækifæri til að höggva að manninum sem var að berjast gegn verðtryggingunni eða manninum sem vildi hrista upp í fjármálakerfinu eða manninum sem var búinn að ná öllum bönkunum nema Arion-banka til ríkisins og ætlaði að endurskipuleggja fjármálakerfið. Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagðist hafa nokkuð góða hugmynd um hvaða áhrifamenn vildu hann í burtu en það væri efni í heilan þátt til viðbótar hjá Arnþrúði og Pétri. „En mjög margt áhugavert sem hefur komið í ljós. Þessi aðför sem hafði verið í undirbúningi í sjö mánuði í nokkrum löndum og beitt þessum gögnum sem Soros-vogunarsjóðskóngur hafði keypt og gat notað að vild,“ sagði Sigmundur Davíð og á þar við alþjóðlega fjárfestinn George Soros.„Eftir einhverjum reglum valið úr“ Sigmundur sagði það vera áhugavert að ekki voru margir Bandaríkjamenn á þessum Panama-lista. „Og líklega enginn af þessum vogunarsjóðsmönnum sem fara nú mikinn og eru með með vikulaun kannski eitthvað svipað og konan mín hafði fengið í fjölskylduarf. Það var greinilega eftir einhverjum reglum valið úr hverjir yrðu teknir úr og svo var bara skrifuð sagan og skipti engu máli hvað kom fram í millitíðinni, hvað reyndist rangt og rétt.“ Þá sagði Sigmundur Davíð áhugavert að skoða hvernig var farið með málið pólitískt. Hann sagði það alltaf vera fréttnæmt að nafn forsætisráðherra væri á lista sem væri búið að leka. „En berið bara saman umfjöllunina um forsætisráðherra íslands og forsætisráðherra Bretlands hins vegar. Í hans tilviki hafði hann hagnast á þessu að greiða ekki skatta. Það er margt skrýtið í þessu og áhugavert en ég held að við þurfum lengri tíma,“ sagði Sigmundur Davíð að lokum.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Óhjákvæmilegt að fjölga þingfundardögum Óhjákvæmilegt er að bæta við þingfundardögum í haust til að klára öll mál ríkisstjórnarinnar. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Samkomulag um að flýta kosningum hafi verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna en vantrauststillaga hennar hefði haft áhrif á þau áform. 26. júlí 2016 19:28 Kosningar í haust nema allt fari í bál og brand "Auðvitað verða kosningar að lokum. En ég hef enga trú á því að stjórnarandstaðan fari að stöðva mál sem að eru landi og þjóð nauðsynleg, ég hef bara enga trú á því,” segir Sigurður Ingi. 27. júlí 2016 18:37 Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00 Hafna því að handritið hafi verið skrifað fyrirfram Forsvarsmenn RME, Kastljóss, ICIJ og Uppdrag Granskning SVT segja það af og frá að handrit að þættinum þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk út úr viðtali hafi verið skrifað fyrirfram. 4. júní 2016 16:39 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47
Óhjákvæmilegt að fjölga þingfundardögum Óhjákvæmilegt er að bæta við þingfundardögum í haust til að klára öll mál ríkisstjórnarinnar. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Samkomulag um að flýta kosningum hafi verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna en vantrauststillaga hennar hefði haft áhrif á þau áform. 26. júlí 2016 19:28
Kosningar í haust nema allt fari í bál og brand "Auðvitað verða kosningar að lokum. En ég hef enga trú á því að stjórnarandstaðan fari að stöðva mál sem að eru landi og þjóð nauðsynleg, ég hef bara enga trú á því,” segir Sigurður Ingi. 27. júlí 2016 18:37
Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00
Hafna því að handritið hafi verið skrifað fyrirfram Forsvarsmenn RME, Kastljóss, ICIJ og Uppdrag Granskning SVT segja það af og frá að handrit að þættinum þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk út úr viðtali hafi verið skrifað fyrirfram. 4. júní 2016 16:39