Íslenska víkingaklappið komið alla leið til Papúa Nýju-Gíneu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 16:00 Vísir/Samsett mynd EPA og Google Maps Frábær framganga íslenska landsliðsins með stuðningsmönnum sínum í leikslok hefur ýtt undir mikinn áhuga heimsins á íslenska fótboltalandsliðinu og aukið hróður íslensks fótbolta út um allan heim. Íslenskur fótbolti er kominn á kortið og frammistaða Íslands og stuðningsmanna strákanna okkar verður eflaust eitt það eftirminnilegasta frá þessu Evrópumóti í Frakklandi. Víkingaklappið og húh-ið fóru líka sannkallaða sigurför um heiminn og í flest öllum fjölmiðlum heimsins mátti sjá myndbrot eða myndir af Aroni Einari Gunnarssyni og félögum klappa sig inn í hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. Við Íslendingar eigum þó ekki einkaréttinni á húh-inu sem átti rætur sínar að rekja til skoska félagsins Motherwell en það var þó íslenska útfærslan sem gerði víkingaklappið heimfrægt. Það má búast við því að fleiri en franska landsliðið fái víkingaklappið að láni á næstu vikum og mánuðum. Hvort við sjáum þetta á Ólympíuleikunum í Ríó á eftir að koma í ljós en innan fótboltaheimsins er líklegt að víkingaklappið finni sér samastað annarsstaðar en hjá íslenskum landsliðsmönnum í fótbolta. Eitt lið er til dæmis farið að æfa húh-in sín fyrir komandi átök í heimsmeistarakeppni 20 ára liða kvenna. FIFA birti nefnilega myndir á Twitter-síðu sinni af leikmönnum 20 ára liðs Papúa Nýju-Gíneu æfa víkingaklappið. Tuttugu ára landslið stelpnanna frá Papúa Nýju-Gíneu verður á heimavelli í þessari heimsmeistarakeppni sem fer þó ekki fram fyrr en 13. nóvember til 3. desember næstkomandi. Stelpurnar frá Papúa Nýju-Gíneu eiga það sameiginlegt með strákunum okkar að vera á leiðinni á sitt fyrsta mót það er sitt fyrsta heimsmeistaramót í þessum aldursflokki. Það þarf því ekkert að koma á óvart að þær hafi valið það að fara "íslensku leiðina" sem gekk svona frábærlega á EM í Frakklandi. Hluti af því að fara þá leið er síðan að vera með víkingaklappið gangi allt vel inn á vellinum. Það er hinsvegar fróðlegt að sjá íslenska víkingaklappið verið komið alla leið til Nýju-Gíneu sem er eyja í Kyrrahafinu, rétt norður af Ástralíu.The globality of football. ??Papua New Guinea #U20WWC side practising the #ISL 'Viking' thunder clap. ???????? pic.twitter.com/hbWHImkLmA— FIFA Women'sWorldCup (@FIFAWWC) July 9, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Shilton var hræddur við víkingaklappið Peter Shilton, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, var eins og flestir Englendingar svekktur með frammistöðu enska landsliðsins í leiknum gegn Englandi. 30. júní 2016 23:30 Alfreð segir að það sé ekki fallegt að stela Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur tjáð sig um fagnaðarlæti franska landsliðsins eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gær. 8. júlí 2016 10:26 „Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sjá meira
Frábær framganga íslenska landsliðsins með stuðningsmönnum sínum í leikslok hefur ýtt undir mikinn áhuga heimsins á íslenska fótboltalandsliðinu og aukið hróður íslensks fótbolta út um allan heim. Íslenskur fótbolti er kominn á kortið og frammistaða Íslands og stuðningsmanna strákanna okkar verður eflaust eitt það eftirminnilegasta frá þessu Evrópumóti í Frakklandi. Víkingaklappið og húh-ið fóru líka sannkallaða sigurför um heiminn og í flest öllum fjölmiðlum heimsins mátti sjá myndbrot eða myndir af Aroni Einari Gunnarssyni og félögum klappa sig inn í hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. Við Íslendingar eigum þó ekki einkaréttinni á húh-inu sem átti rætur sínar að rekja til skoska félagsins Motherwell en það var þó íslenska útfærslan sem gerði víkingaklappið heimfrægt. Það má búast við því að fleiri en franska landsliðið fái víkingaklappið að láni á næstu vikum og mánuðum. Hvort við sjáum þetta á Ólympíuleikunum í Ríó á eftir að koma í ljós en innan fótboltaheimsins er líklegt að víkingaklappið finni sér samastað annarsstaðar en hjá íslenskum landsliðsmönnum í fótbolta. Eitt lið er til dæmis farið að æfa húh-in sín fyrir komandi átök í heimsmeistarakeppni 20 ára liða kvenna. FIFA birti nefnilega myndir á Twitter-síðu sinni af leikmönnum 20 ára liðs Papúa Nýju-Gíneu æfa víkingaklappið. Tuttugu ára landslið stelpnanna frá Papúa Nýju-Gíneu verður á heimavelli í þessari heimsmeistarakeppni sem fer þó ekki fram fyrr en 13. nóvember til 3. desember næstkomandi. Stelpurnar frá Papúa Nýju-Gíneu eiga það sameiginlegt með strákunum okkar að vera á leiðinni á sitt fyrsta mót það er sitt fyrsta heimsmeistaramót í þessum aldursflokki. Það þarf því ekkert að koma á óvart að þær hafi valið það að fara "íslensku leiðina" sem gekk svona frábærlega á EM í Frakklandi. Hluti af því að fara þá leið er síðan að vera með víkingaklappið gangi allt vel inn á vellinum. Það er hinsvegar fróðlegt að sjá íslenska víkingaklappið verið komið alla leið til Nýju-Gíneu sem er eyja í Kyrrahafinu, rétt norður af Ástralíu.The globality of football. ??Papua New Guinea #U20WWC side practising the #ISL 'Viking' thunder clap. ???????? pic.twitter.com/hbWHImkLmA— FIFA Women'sWorldCup (@FIFAWWC) July 9, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Shilton var hræddur við víkingaklappið Peter Shilton, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, var eins og flestir Englendingar svekktur með frammistöðu enska landsliðsins í leiknum gegn Englandi. 30. júní 2016 23:30 Alfreð segir að það sé ekki fallegt að stela Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur tjáð sig um fagnaðarlæti franska landsliðsins eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gær. 8. júlí 2016 10:26 „Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sjá meira
Shilton var hræddur við víkingaklappið Peter Shilton, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, var eins og flestir Englendingar svekktur með frammistöðu enska landsliðsins í leiknum gegn Englandi. 30. júní 2016 23:30
Alfreð segir að það sé ekki fallegt að stela Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur tjáð sig um fagnaðarlæti franska landsliðsins eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gær. 8. júlí 2016 10:26
„Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27