Brendan Rodgers skammast sín ekki fyrir tapið á Gíbraltar í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 12:30 Stjóraferill Brendan Rodgers hjá skoska félaginu Celtic byrjaði ekki glæsilega því liðið tapaði óvænt 1-0 á Gíbraltar í gær í fyrri leik sínum á móti Lincoln Red Imps í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Brendan Rodgers er fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool en var látinn fara í október á síðasta ári og Jürgen Klopp tók síðan við á Anfield. Rodgers fékk hinsvegar annað tækifæri hjá stærsta félagi Skotlands. Brendan Rodgers skrifaði undir tólf mánaða samning í maí og tók við starfi Ronny Deila. Hann er nú strax kominn í erfiða stöðu þrátt fyrr að Celtic hafi aðeins spilað einn keppnisleik undir hans stjórn. Þetta var fyrsti leikur Rodgers sem knattspyrnustjóri Celtic en fyrrverandi Liverpool-stjórinn tók við Skoska stórveldinu eftir að síðasta tímabili lauk í skosku úrvalsdeildinni. Tapið er ansi vandræðalegt fyrir Rodgers sjálfan sem lofaði því á fyrsta blaðamannafundi að leggja ríka áherslu á gott gengi í Evrópu. Eftir fall Rangers niður í fjórðu efstu deild hefur Celtic leikið sér að því að vinna skosku úrvalsdeildina en árangurinn í Evrópu hefur ekki verið neitt sérstakur.Sjá einnig:Rodgers lofaði að gera vel í Evrópu en byrjaði á tapi gegn liði frá Gíbraltar Eins og á Íslandi er fótboltinn á Gíbraltar áhugamennska en í liði Red Imps í gær voru meðal annars lögreglumaður, tollvörður og leigubílstjóri sem allir þurftu að klára vakt í sínum vinnum áður en þeir gerðu sér svo lítið fyrir og unnu Celtic. Ensku miðlarnir gera mikið úr tapinu og flestir benda á það að í liði Lincoln Red Imps frá Gíbraltar hafi meðal annars verið tollvörður, slökkviliðsmaður og leigubílstjóri. Sigurmarkið skoraði lögreglumaðurinn Lee Casciaro. Þeim leiðist heldur ekki að benda á það að á Gíbraltar búi 30 þúsund manns en að Celtic Park, heimavöllur skoska liðsins, taki 60832 manns í sæti. Brendan Rodgers talaði um það í viðtölum eftir leikinn að það væri enginn skömm af því að tapa fyrir þessu liði frá Gíbraltar. „Þetta er ekki áfall fyrir mig því svona úrslit geta komið fyrir. Við erum rólegir og þurfum bara að standa okkur í næstu viku," sagði Brendan Rodgers við BBC. „Við vorum miklu betri og sköpuðum okkur nóg af færum en stundum kemur svona fyrir. Þeir náðu einni sókn og boltinn lá í markinu," sagði Brendan Rodgers. „Við leyfum heimaliðinu að njóta kvöldsins og stundarinnar. Við höldum áfram okkar skriði, náum annarri góðri æfingaviku og verðum betri," sagði Rodgers. „Við höfum búið til verkefni fyrir okkur en það er engin örvænting. Þetta eru tveir leikir og okkar markmið er að komast áfram. Það var alltaf ljóst að þetta myndi ráðast á okkar heimavelli og þar þurfum við góðan stuðning," sagði Brendan Rodgers. Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Sjá meira
Stjóraferill Brendan Rodgers hjá skoska félaginu Celtic byrjaði ekki glæsilega því liðið tapaði óvænt 1-0 á Gíbraltar í gær í fyrri leik sínum á móti Lincoln Red Imps í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Brendan Rodgers er fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool en var látinn fara í október á síðasta ári og Jürgen Klopp tók síðan við á Anfield. Rodgers fékk hinsvegar annað tækifæri hjá stærsta félagi Skotlands. Brendan Rodgers skrifaði undir tólf mánaða samning í maí og tók við starfi Ronny Deila. Hann er nú strax kominn í erfiða stöðu þrátt fyrr að Celtic hafi aðeins spilað einn keppnisleik undir hans stjórn. Þetta var fyrsti leikur Rodgers sem knattspyrnustjóri Celtic en fyrrverandi Liverpool-stjórinn tók við Skoska stórveldinu eftir að síðasta tímabili lauk í skosku úrvalsdeildinni. Tapið er ansi vandræðalegt fyrir Rodgers sjálfan sem lofaði því á fyrsta blaðamannafundi að leggja ríka áherslu á gott gengi í Evrópu. Eftir fall Rangers niður í fjórðu efstu deild hefur Celtic leikið sér að því að vinna skosku úrvalsdeildina en árangurinn í Evrópu hefur ekki verið neitt sérstakur.Sjá einnig:Rodgers lofaði að gera vel í Evrópu en byrjaði á tapi gegn liði frá Gíbraltar Eins og á Íslandi er fótboltinn á Gíbraltar áhugamennska en í liði Red Imps í gær voru meðal annars lögreglumaður, tollvörður og leigubílstjóri sem allir þurftu að klára vakt í sínum vinnum áður en þeir gerðu sér svo lítið fyrir og unnu Celtic. Ensku miðlarnir gera mikið úr tapinu og flestir benda á það að í liði Lincoln Red Imps frá Gíbraltar hafi meðal annars verið tollvörður, slökkviliðsmaður og leigubílstjóri. Sigurmarkið skoraði lögreglumaðurinn Lee Casciaro. Þeim leiðist heldur ekki að benda á það að á Gíbraltar búi 30 þúsund manns en að Celtic Park, heimavöllur skoska liðsins, taki 60832 manns í sæti. Brendan Rodgers talaði um það í viðtölum eftir leikinn að það væri enginn skömm af því að tapa fyrir þessu liði frá Gíbraltar. „Þetta er ekki áfall fyrir mig því svona úrslit geta komið fyrir. Við erum rólegir og þurfum bara að standa okkur í næstu viku," sagði Brendan Rodgers við BBC. „Við vorum miklu betri og sköpuðum okkur nóg af færum en stundum kemur svona fyrir. Þeir náðu einni sókn og boltinn lá í markinu," sagði Brendan Rodgers. „Við leyfum heimaliðinu að njóta kvöldsins og stundarinnar. Við höldum áfram okkar skriði, náum annarri góðri æfingaviku og verðum betri," sagði Rodgers. „Við höfum búið til verkefni fyrir okkur en það er engin örvænting. Þetta eru tveir leikir og okkar markmið er að komast áfram. Það var alltaf ljóst að þetta myndi ráðast á okkar heimavelli og þar þurfum við góðan stuðning," sagði Brendan Rodgers.
Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Sjá meira