Brendan Rodgers skammast sín ekki fyrir tapið á Gíbraltar í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 12:30 Stjóraferill Brendan Rodgers hjá skoska félaginu Celtic byrjaði ekki glæsilega því liðið tapaði óvænt 1-0 á Gíbraltar í gær í fyrri leik sínum á móti Lincoln Red Imps í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Brendan Rodgers er fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool en var látinn fara í október á síðasta ári og Jürgen Klopp tók síðan við á Anfield. Rodgers fékk hinsvegar annað tækifæri hjá stærsta félagi Skotlands. Brendan Rodgers skrifaði undir tólf mánaða samning í maí og tók við starfi Ronny Deila. Hann er nú strax kominn í erfiða stöðu þrátt fyrr að Celtic hafi aðeins spilað einn keppnisleik undir hans stjórn. Þetta var fyrsti leikur Rodgers sem knattspyrnustjóri Celtic en fyrrverandi Liverpool-stjórinn tók við Skoska stórveldinu eftir að síðasta tímabili lauk í skosku úrvalsdeildinni. Tapið er ansi vandræðalegt fyrir Rodgers sjálfan sem lofaði því á fyrsta blaðamannafundi að leggja ríka áherslu á gott gengi í Evrópu. Eftir fall Rangers niður í fjórðu efstu deild hefur Celtic leikið sér að því að vinna skosku úrvalsdeildina en árangurinn í Evrópu hefur ekki verið neitt sérstakur.Sjá einnig:Rodgers lofaði að gera vel í Evrópu en byrjaði á tapi gegn liði frá Gíbraltar Eins og á Íslandi er fótboltinn á Gíbraltar áhugamennska en í liði Red Imps í gær voru meðal annars lögreglumaður, tollvörður og leigubílstjóri sem allir þurftu að klára vakt í sínum vinnum áður en þeir gerðu sér svo lítið fyrir og unnu Celtic. Ensku miðlarnir gera mikið úr tapinu og flestir benda á það að í liði Lincoln Red Imps frá Gíbraltar hafi meðal annars verið tollvörður, slökkviliðsmaður og leigubílstjóri. Sigurmarkið skoraði lögreglumaðurinn Lee Casciaro. Þeim leiðist heldur ekki að benda á það að á Gíbraltar búi 30 þúsund manns en að Celtic Park, heimavöllur skoska liðsins, taki 60832 manns í sæti. Brendan Rodgers talaði um það í viðtölum eftir leikinn að það væri enginn skömm af því að tapa fyrir þessu liði frá Gíbraltar. „Þetta er ekki áfall fyrir mig því svona úrslit geta komið fyrir. Við erum rólegir og þurfum bara að standa okkur í næstu viku," sagði Brendan Rodgers við BBC. „Við vorum miklu betri og sköpuðum okkur nóg af færum en stundum kemur svona fyrir. Þeir náðu einni sókn og boltinn lá í markinu," sagði Brendan Rodgers. „Við leyfum heimaliðinu að njóta kvöldsins og stundarinnar. Við höldum áfram okkar skriði, náum annarri góðri æfingaviku og verðum betri," sagði Rodgers. „Við höfum búið til verkefni fyrir okkur en það er engin örvænting. Þetta eru tveir leikir og okkar markmið er að komast áfram. Það var alltaf ljóst að þetta myndi ráðast á okkar heimavelli og þar þurfum við góðan stuðning," sagði Brendan Rodgers. Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Sjá meira
Stjóraferill Brendan Rodgers hjá skoska félaginu Celtic byrjaði ekki glæsilega því liðið tapaði óvænt 1-0 á Gíbraltar í gær í fyrri leik sínum á móti Lincoln Red Imps í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Brendan Rodgers er fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool en var látinn fara í október á síðasta ári og Jürgen Klopp tók síðan við á Anfield. Rodgers fékk hinsvegar annað tækifæri hjá stærsta félagi Skotlands. Brendan Rodgers skrifaði undir tólf mánaða samning í maí og tók við starfi Ronny Deila. Hann er nú strax kominn í erfiða stöðu þrátt fyrr að Celtic hafi aðeins spilað einn keppnisleik undir hans stjórn. Þetta var fyrsti leikur Rodgers sem knattspyrnustjóri Celtic en fyrrverandi Liverpool-stjórinn tók við Skoska stórveldinu eftir að síðasta tímabili lauk í skosku úrvalsdeildinni. Tapið er ansi vandræðalegt fyrir Rodgers sjálfan sem lofaði því á fyrsta blaðamannafundi að leggja ríka áherslu á gott gengi í Evrópu. Eftir fall Rangers niður í fjórðu efstu deild hefur Celtic leikið sér að því að vinna skosku úrvalsdeildina en árangurinn í Evrópu hefur ekki verið neitt sérstakur.Sjá einnig:Rodgers lofaði að gera vel í Evrópu en byrjaði á tapi gegn liði frá Gíbraltar Eins og á Íslandi er fótboltinn á Gíbraltar áhugamennska en í liði Red Imps í gær voru meðal annars lögreglumaður, tollvörður og leigubílstjóri sem allir þurftu að klára vakt í sínum vinnum áður en þeir gerðu sér svo lítið fyrir og unnu Celtic. Ensku miðlarnir gera mikið úr tapinu og flestir benda á það að í liði Lincoln Red Imps frá Gíbraltar hafi meðal annars verið tollvörður, slökkviliðsmaður og leigubílstjóri. Sigurmarkið skoraði lögreglumaðurinn Lee Casciaro. Þeim leiðist heldur ekki að benda á það að á Gíbraltar búi 30 þúsund manns en að Celtic Park, heimavöllur skoska liðsins, taki 60832 manns í sæti. Brendan Rodgers talaði um það í viðtölum eftir leikinn að það væri enginn skömm af því að tapa fyrir þessu liði frá Gíbraltar. „Þetta er ekki áfall fyrir mig því svona úrslit geta komið fyrir. Við erum rólegir og þurfum bara að standa okkur í næstu viku," sagði Brendan Rodgers við BBC. „Við vorum miklu betri og sköpuðum okkur nóg af færum en stundum kemur svona fyrir. Þeir náðu einni sókn og boltinn lá í markinu," sagði Brendan Rodgers. „Við leyfum heimaliðinu að njóta kvöldsins og stundarinnar. Við höldum áfram okkar skriði, náum annarri góðri æfingaviku og verðum betri," sagði Rodgers. „Við höfum búið til verkefni fyrir okkur en það er engin örvænting. Þetta eru tveir leikir og okkar markmið er að komast áfram. Það var alltaf ljóst að þetta myndi ráðast á okkar heimavelli og þar þurfum við góðan stuðning," sagði Brendan Rodgers.
Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Sjá meira