Brendan Rodgers skammast sín ekki fyrir tapið á Gíbraltar í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 12:30 Stjóraferill Brendan Rodgers hjá skoska félaginu Celtic byrjaði ekki glæsilega því liðið tapaði óvænt 1-0 á Gíbraltar í gær í fyrri leik sínum á móti Lincoln Red Imps í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Brendan Rodgers er fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool en var látinn fara í október á síðasta ári og Jürgen Klopp tók síðan við á Anfield. Rodgers fékk hinsvegar annað tækifæri hjá stærsta félagi Skotlands. Brendan Rodgers skrifaði undir tólf mánaða samning í maí og tók við starfi Ronny Deila. Hann er nú strax kominn í erfiða stöðu þrátt fyrr að Celtic hafi aðeins spilað einn keppnisleik undir hans stjórn. Þetta var fyrsti leikur Rodgers sem knattspyrnustjóri Celtic en fyrrverandi Liverpool-stjórinn tók við Skoska stórveldinu eftir að síðasta tímabili lauk í skosku úrvalsdeildinni. Tapið er ansi vandræðalegt fyrir Rodgers sjálfan sem lofaði því á fyrsta blaðamannafundi að leggja ríka áherslu á gott gengi í Evrópu. Eftir fall Rangers niður í fjórðu efstu deild hefur Celtic leikið sér að því að vinna skosku úrvalsdeildina en árangurinn í Evrópu hefur ekki verið neitt sérstakur.Sjá einnig:Rodgers lofaði að gera vel í Evrópu en byrjaði á tapi gegn liði frá Gíbraltar Eins og á Íslandi er fótboltinn á Gíbraltar áhugamennska en í liði Red Imps í gær voru meðal annars lögreglumaður, tollvörður og leigubílstjóri sem allir þurftu að klára vakt í sínum vinnum áður en þeir gerðu sér svo lítið fyrir og unnu Celtic. Ensku miðlarnir gera mikið úr tapinu og flestir benda á það að í liði Lincoln Red Imps frá Gíbraltar hafi meðal annars verið tollvörður, slökkviliðsmaður og leigubílstjóri. Sigurmarkið skoraði lögreglumaðurinn Lee Casciaro. Þeim leiðist heldur ekki að benda á það að á Gíbraltar búi 30 þúsund manns en að Celtic Park, heimavöllur skoska liðsins, taki 60832 manns í sæti. Brendan Rodgers talaði um það í viðtölum eftir leikinn að það væri enginn skömm af því að tapa fyrir þessu liði frá Gíbraltar. „Þetta er ekki áfall fyrir mig því svona úrslit geta komið fyrir. Við erum rólegir og þurfum bara að standa okkur í næstu viku," sagði Brendan Rodgers við BBC. „Við vorum miklu betri og sköpuðum okkur nóg af færum en stundum kemur svona fyrir. Þeir náðu einni sókn og boltinn lá í markinu," sagði Brendan Rodgers. „Við leyfum heimaliðinu að njóta kvöldsins og stundarinnar. Við höldum áfram okkar skriði, náum annarri góðri æfingaviku og verðum betri," sagði Rodgers. „Við höfum búið til verkefni fyrir okkur en það er engin örvænting. Þetta eru tveir leikir og okkar markmið er að komast áfram. Það var alltaf ljóst að þetta myndi ráðast á okkar heimavelli og þar þurfum við góðan stuðning," sagði Brendan Rodgers. Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Íslenski boltinn „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Sjá meira
Stjóraferill Brendan Rodgers hjá skoska félaginu Celtic byrjaði ekki glæsilega því liðið tapaði óvænt 1-0 á Gíbraltar í gær í fyrri leik sínum á móti Lincoln Red Imps í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Brendan Rodgers er fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool en var látinn fara í október á síðasta ári og Jürgen Klopp tók síðan við á Anfield. Rodgers fékk hinsvegar annað tækifæri hjá stærsta félagi Skotlands. Brendan Rodgers skrifaði undir tólf mánaða samning í maí og tók við starfi Ronny Deila. Hann er nú strax kominn í erfiða stöðu þrátt fyrr að Celtic hafi aðeins spilað einn keppnisleik undir hans stjórn. Þetta var fyrsti leikur Rodgers sem knattspyrnustjóri Celtic en fyrrverandi Liverpool-stjórinn tók við Skoska stórveldinu eftir að síðasta tímabili lauk í skosku úrvalsdeildinni. Tapið er ansi vandræðalegt fyrir Rodgers sjálfan sem lofaði því á fyrsta blaðamannafundi að leggja ríka áherslu á gott gengi í Evrópu. Eftir fall Rangers niður í fjórðu efstu deild hefur Celtic leikið sér að því að vinna skosku úrvalsdeildina en árangurinn í Evrópu hefur ekki verið neitt sérstakur.Sjá einnig:Rodgers lofaði að gera vel í Evrópu en byrjaði á tapi gegn liði frá Gíbraltar Eins og á Íslandi er fótboltinn á Gíbraltar áhugamennska en í liði Red Imps í gær voru meðal annars lögreglumaður, tollvörður og leigubílstjóri sem allir þurftu að klára vakt í sínum vinnum áður en þeir gerðu sér svo lítið fyrir og unnu Celtic. Ensku miðlarnir gera mikið úr tapinu og flestir benda á það að í liði Lincoln Red Imps frá Gíbraltar hafi meðal annars verið tollvörður, slökkviliðsmaður og leigubílstjóri. Sigurmarkið skoraði lögreglumaðurinn Lee Casciaro. Þeim leiðist heldur ekki að benda á það að á Gíbraltar búi 30 þúsund manns en að Celtic Park, heimavöllur skoska liðsins, taki 60832 manns í sæti. Brendan Rodgers talaði um það í viðtölum eftir leikinn að það væri enginn skömm af því að tapa fyrir þessu liði frá Gíbraltar. „Þetta er ekki áfall fyrir mig því svona úrslit geta komið fyrir. Við erum rólegir og þurfum bara að standa okkur í næstu viku," sagði Brendan Rodgers við BBC. „Við vorum miklu betri og sköpuðum okkur nóg af færum en stundum kemur svona fyrir. Þeir náðu einni sókn og boltinn lá í markinu," sagði Brendan Rodgers. „Við leyfum heimaliðinu að njóta kvöldsins og stundarinnar. Við höldum áfram okkar skriði, náum annarri góðri æfingaviku og verðum betri," sagði Rodgers. „Við höfum búið til verkefni fyrir okkur en það er engin örvænting. Þetta eru tveir leikir og okkar markmið er að komast áfram. Það var alltaf ljóst að þetta myndi ráðast á okkar heimavelli og þar þurfum við góðan stuðning," sagði Brendan Rodgers.
Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Íslenski boltinn „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Sjá meira