Brendan Rodgers skammast sín ekki fyrir tapið á Gíbraltar í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 12:30 Stjóraferill Brendan Rodgers hjá skoska félaginu Celtic byrjaði ekki glæsilega því liðið tapaði óvænt 1-0 á Gíbraltar í gær í fyrri leik sínum á móti Lincoln Red Imps í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Brendan Rodgers er fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool en var látinn fara í október á síðasta ári og Jürgen Klopp tók síðan við á Anfield. Rodgers fékk hinsvegar annað tækifæri hjá stærsta félagi Skotlands. Brendan Rodgers skrifaði undir tólf mánaða samning í maí og tók við starfi Ronny Deila. Hann er nú strax kominn í erfiða stöðu þrátt fyrr að Celtic hafi aðeins spilað einn keppnisleik undir hans stjórn. Þetta var fyrsti leikur Rodgers sem knattspyrnustjóri Celtic en fyrrverandi Liverpool-stjórinn tók við Skoska stórveldinu eftir að síðasta tímabili lauk í skosku úrvalsdeildinni. Tapið er ansi vandræðalegt fyrir Rodgers sjálfan sem lofaði því á fyrsta blaðamannafundi að leggja ríka áherslu á gott gengi í Evrópu. Eftir fall Rangers niður í fjórðu efstu deild hefur Celtic leikið sér að því að vinna skosku úrvalsdeildina en árangurinn í Evrópu hefur ekki verið neitt sérstakur.Sjá einnig:Rodgers lofaði að gera vel í Evrópu en byrjaði á tapi gegn liði frá Gíbraltar Eins og á Íslandi er fótboltinn á Gíbraltar áhugamennska en í liði Red Imps í gær voru meðal annars lögreglumaður, tollvörður og leigubílstjóri sem allir þurftu að klára vakt í sínum vinnum áður en þeir gerðu sér svo lítið fyrir og unnu Celtic. Ensku miðlarnir gera mikið úr tapinu og flestir benda á það að í liði Lincoln Red Imps frá Gíbraltar hafi meðal annars verið tollvörður, slökkviliðsmaður og leigubílstjóri. Sigurmarkið skoraði lögreglumaðurinn Lee Casciaro. Þeim leiðist heldur ekki að benda á það að á Gíbraltar búi 30 þúsund manns en að Celtic Park, heimavöllur skoska liðsins, taki 60832 manns í sæti. Brendan Rodgers talaði um það í viðtölum eftir leikinn að það væri enginn skömm af því að tapa fyrir þessu liði frá Gíbraltar. „Þetta er ekki áfall fyrir mig því svona úrslit geta komið fyrir. Við erum rólegir og þurfum bara að standa okkur í næstu viku," sagði Brendan Rodgers við BBC. „Við vorum miklu betri og sköpuðum okkur nóg af færum en stundum kemur svona fyrir. Þeir náðu einni sókn og boltinn lá í markinu," sagði Brendan Rodgers. „Við leyfum heimaliðinu að njóta kvöldsins og stundarinnar. Við höldum áfram okkar skriði, náum annarri góðri æfingaviku og verðum betri," sagði Rodgers. „Við höfum búið til verkefni fyrir okkur en það er engin örvænting. Þetta eru tveir leikir og okkar markmið er að komast áfram. Það var alltaf ljóst að þetta myndi ráðast á okkar heimavelli og þar þurfum við góðan stuðning," sagði Brendan Rodgers. Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Stjóraferill Brendan Rodgers hjá skoska félaginu Celtic byrjaði ekki glæsilega því liðið tapaði óvænt 1-0 á Gíbraltar í gær í fyrri leik sínum á móti Lincoln Red Imps í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Brendan Rodgers er fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool en var látinn fara í október á síðasta ári og Jürgen Klopp tók síðan við á Anfield. Rodgers fékk hinsvegar annað tækifæri hjá stærsta félagi Skotlands. Brendan Rodgers skrifaði undir tólf mánaða samning í maí og tók við starfi Ronny Deila. Hann er nú strax kominn í erfiða stöðu þrátt fyrr að Celtic hafi aðeins spilað einn keppnisleik undir hans stjórn. Þetta var fyrsti leikur Rodgers sem knattspyrnustjóri Celtic en fyrrverandi Liverpool-stjórinn tók við Skoska stórveldinu eftir að síðasta tímabili lauk í skosku úrvalsdeildinni. Tapið er ansi vandræðalegt fyrir Rodgers sjálfan sem lofaði því á fyrsta blaðamannafundi að leggja ríka áherslu á gott gengi í Evrópu. Eftir fall Rangers niður í fjórðu efstu deild hefur Celtic leikið sér að því að vinna skosku úrvalsdeildina en árangurinn í Evrópu hefur ekki verið neitt sérstakur.Sjá einnig:Rodgers lofaði að gera vel í Evrópu en byrjaði á tapi gegn liði frá Gíbraltar Eins og á Íslandi er fótboltinn á Gíbraltar áhugamennska en í liði Red Imps í gær voru meðal annars lögreglumaður, tollvörður og leigubílstjóri sem allir þurftu að klára vakt í sínum vinnum áður en þeir gerðu sér svo lítið fyrir og unnu Celtic. Ensku miðlarnir gera mikið úr tapinu og flestir benda á það að í liði Lincoln Red Imps frá Gíbraltar hafi meðal annars verið tollvörður, slökkviliðsmaður og leigubílstjóri. Sigurmarkið skoraði lögreglumaðurinn Lee Casciaro. Þeim leiðist heldur ekki að benda á það að á Gíbraltar búi 30 þúsund manns en að Celtic Park, heimavöllur skoska liðsins, taki 60832 manns í sæti. Brendan Rodgers talaði um það í viðtölum eftir leikinn að það væri enginn skömm af því að tapa fyrir þessu liði frá Gíbraltar. „Þetta er ekki áfall fyrir mig því svona úrslit geta komið fyrir. Við erum rólegir og þurfum bara að standa okkur í næstu viku," sagði Brendan Rodgers við BBC. „Við vorum miklu betri og sköpuðum okkur nóg af færum en stundum kemur svona fyrir. Þeir náðu einni sókn og boltinn lá í markinu," sagði Brendan Rodgers. „Við leyfum heimaliðinu að njóta kvöldsins og stundarinnar. Við höldum áfram okkar skriði, náum annarri góðri æfingaviku og verðum betri," sagði Rodgers. „Við höfum búið til verkefni fyrir okkur en það er engin örvænting. Þetta eru tveir leikir og okkar markmið er að komast áfram. Það var alltaf ljóst að þetta myndi ráðast á okkar heimavelli og þar þurfum við góðan stuðning," sagði Brendan Rodgers.
Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira