Kínverska gengissigið lars christensen skrifar 13. júlí 2016 11:00 Í fyrrasumar olli það verulegum taugatitringi á mörkuðum um allan heim þegar vangaveltur um gengisfall hins kínverska renminbis fóru vaxandi. En það sem hefur vakið miklu minni athygli er að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína (PBoC) – virðist á síðustu tíu mánuðum eða svo hafa tekið upp þá stefnu að láta kínverskt renminbi síga hægt. Þannig er það mjög greinilegt að PBoC bindur nú ekki gengi renminbis við bandaríska dollarann og hann heldur ekki einu sinni gjaldmiðlinum stöðugum gagnvart myntkörfu eins og sumir höfðu getið sér til að yrði nýja stefnan fyrir ekki svo löngu. Ef við lítum á nafnvirði vegins meðalgengis renminbis gagnvart myntkörfunni sjáum við að kínverski gjaldmiðillinn hefur veikst um 5-6% síðan í október á síðasta ári. Það virðist kannski ekki mikið en ef gengissigið heldur áfram með sama hraða jafngildir það árlegu gengissigi kínverska gjaldmiðilsins um meira en 10% og þessa stundina eru engin merki um að PBoC ætli að hægja á gengissiginu. Reyndar lítur út fyrir að hraði gengissigsins hafi aukist nokkuð á síðustu vikum.Það ætti að vegsama renminbiSumir kynnu að halda því fram að Kínverjar séu nú í hættulegu „gjaldmiðlastríði“ og að það séu engir sigurvegarar í keppni um að veikja gjaldmiðla. En þeir líta fram hjá mikilvægu atriði – að Kína þarf lausbeislaðri peningamálastefnu til að tryggja að niðursveiflan í kínverska hagkerfinu breytist ekki í algera efnahagslægð. Þannig er gengislækkun renminbis aðeins afleiðing þess að kínverski seðlabankinn er að losa um peningamálastefnuna og er sem slík jákvæð fyrir öll hagkerfi heimsins, sem myndu skaðast verulega ef kínverska hagkerfið – það næststærsta í heimi – félli niður í efnahagslægð. Í verðhjöðnunarheimi ættum við að taka „gjaldmiðlastríðum“ fagnandi – í þeim skilningi að heimskeppni í að prenta peninga er einmitt það sem þarf til að halda aftur af verðhjöðnunarþrýstingi. Heimurinn í dag líkist fjórða áratugnum meira en þeim áttunda. Vandamálið á heimsvísu er ekki of mikil verðbólga heldur of mikil verðhjöðnun. Auk þess ættu menn að athuga að PBoC er að reyna að vega upp á móti áhrifum hertari peningamarkaðsskilyrða í Bandaríkjunum á kínverska hagkerfið. Þannig er það sennilega ekki tilviljun að eftir á að hyggja virðist PBoC hafa hafið gengissigsstefnu sína um sama leyti og seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti í október í fyrra að hann ætlaði að hækka stýrivexti nokkrum sinnum á árinu 2016. Hnattræna hagkerfið hefur hægt verulega á sér síðasta árið og á meðan áhyggjur af hagkerfi Bretlands og evrusvæðisins fara vaxandi er það rétt af PBoC að halda áfram að leyfa renminbi að veikjast. Reyndar gæti hraðara gengisfall renminbis átt rétt á sér og það gæti komið til þess fyrr en seinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Sjá meira
Í fyrrasumar olli það verulegum taugatitringi á mörkuðum um allan heim þegar vangaveltur um gengisfall hins kínverska renminbis fóru vaxandi. En það sem hefur vakið miklu minni athygli er að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína (PBoC) – virðist á síðustu tíu mánuðum eða svo hafa tekið upp þá stefnu að láta kínverskt renminbi síga hægt. Þannig er það mjög greinilegt að PBoC bindur nú ekki gengi renminbis við bandaríska dollarann og hann heldur ekki einu sinni gjaldmiðlinum stöðugum gagnvart myntkörfu eins og sumir höfðu getið sér til að yrði nýja stefnan fyrir ekki svo löngu. Ef við lítum á nafnvirði vegins meðalgengis renminbis gagnvart myntkörfunni sjáum við að kínverski gjaldmiðillinn hefur veikst um 5-6% síðan í október á síðasta ári. Það virðist kannski ekki mikið en ef gengissigið heldur áfram með sama hraða jafngildir það árlegu gengissigi kínverska gjaldmiðilsins um meira en 10% og þessa stundina eru engin merki um að PBoC ætli að hægja á gengissiginu. Reyndar lítur út fyrir að hraði gengissigsins hafi aukist nokkuð á síðustu vikum.Það ætti að vegsama renminbiSumir kynnu að halda því fram að Kínverjar séu nú í hættulegu „gjaldmiðlastríði“ og að það séu engir sigurvegarar í keppni um að veikja gjaldmiðla. En þeir líta fram hjá mikilvægu atriði – að Kína þarf lausbeislaðri peningamálastefnu til að tryggja að niðursveiflan í kínverska hagkerfinu breytist ekki í algera efnahagslægð. Þannig er gengislækkun renminbis aðeins afleiðing þess að kínverski seðlabankinn er að losa um peningamálastefnuna og er sem slík jákvæð fyrir öll hagkerfi heimsins, sem myndu skaðast verulega ef kínverska hagkerfið – það næststærsta í heimi – félli niður í efnahagslægð. Í verðhjöðnunarheimi ættum við að taka „gjaldmiðlastríðum“ fagnandi – í þeim skilningi að heimskeppni í að prenta peninga er einmitt það sem þarf til að halda aftur af verðhjöðnunarþrýstingi. Heimurinn í dag líkist fjórða áratugnum meira en þeim áttunda. Vandamálið á heimsvísu er ekki of mikil verðbólga heldur of mikil verðhjöðnun. Auk þess ættu menn að athuga að PBoC er að reyna að vega upp á móti áhrifum hertari peningamarkaðsskilyrða í Bandaríkjunum á kínverska hagkerfið. Þannig er það sennilega ekki tilviljun að eftir á að hyggja virðist PBoC hafa hafið gengissigsstefnu sína um sama leyti og seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti í október í fyrra að hann ætlaði að hækka stýrivexti nokkrum sinnum á árinu 2016. Hnattræna hagkerfið hefur hægt verulega á sér síðasta árið og á meðan áhyggjur af hagkerfi Bretlands og evrusvæðisins fara vaxandi er það rétt af PBoC að halda áfram að leyfa renminbi að veikjast. Reyndar gæti hraðara gengisfall renminbis átt rétt á sér og það gæti komið til þess fyrr en seinna.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun