Hún byrjaði í leiknum til að losa sig við allar Pokémon-verurnar þar sem fólk var endalaust að mæta í vinnuna til hennar með símana á lofti og í leit.
Greinilega virkar leikurinn ekki þannig og fólkið hélt alltaf áfram að koma. Þetta hafði það í för með sér að Scott er orðin háð leiknum og getur ekki hætt. Hún segir skemmtilega frá þessu öllu saman í myndbandinu hér að neðan.