Eiður Smári svekktur með að fá ekki að spila meira á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2016 10:00 Eiður Smári Guðjohnsen var nærri því búinn að skora á móti Ungverjalandi. Vísir/EPA Eiður Smári Guðjohnsen eyddi hluta af fríinu sínu eftir Evrópumótið í Frakklandi með því að hjálpa til í fótboltaskóla Barcelona sem fór fram hér á landi. Hann hitti fjölmiðla í gær í tengslum við skólann. Ísland sló í gegn í Frakklandi með því að komast í átta liða úrslitin en stærsta nafnið í íslenska liðinu fékk þó lítið að vera með. Eiður Smári kom bara við sögu í tveimur af fimm leikjum Íslands á EM, spilaði sex síðustu mínúturnar á móti Ungverjum og svo síðustu sjö mínúturnar í lokaleiknum á móti Frökkum í átta liða úrslitunum. Sjá einnig:Skórnir ekki á leið upp í hillu hjá Eiði Smára Eiður Smári kom heim 4. júlí og hefur verið hér á landi síðan. Nú er hann hinsvegar á leiðinni til Molde þar sem hann ætlar sér að klára tímabilið með norska úrvalsdeildarfélaginu. Hann segist vera búinn að ná sér niður á jörðina eftir EM. „Þetta munu alltaf verða skemmtilegar minningar og ég held að maður muni alltaf fara á pínu flug þegar maður hugsar til baka, Heilt yfir er ég alveg búinn að ná mér niður," sagði Eiður Smári í samtali við Jóhann Ólafsson í Morgunblaðinu. „Ég fór út sem leikmaður og er ennþá leikmaður. Síðan reynir maður bara að gefa af sér eins mikið og maður getur, hvort sem það er innan eða utan vallar," sagði Eiður Smári en hann fékk mikið hrós fyrir það sem hann sagði og gerði innan hópsins á mótinu. Mínúturnar inn á vellinum voru aftur á móti aðeins þrettán talsins auk uppbótartíma. „Ég lýg því ekkert þegar ég segi að ég sé pínu svekktur yfir því hversu lítið ég spilaði. Það er oft erfitt að sitja á bekknum en svona er þetta bara," sagði Eiður Smári.Sjá einnig:Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu „Það er strax skárra að fagna með liðinu heldur en að takast á við tap og leiðindi. Heilt yfir er alltaf erfitt að sitja á bekknum," sagði Eiður Smári í fyrrnefndu viðtali við Jóhann. Eiður Smári er aftur á móti ekki tilbúinn að gefa það út að hann sé búinn að spila sinn síðasta landsleik. Hann verður 38 ára í haust en segist ekkert vera búinn að hugsa um það. „Ég á eftir að ákveða það," sagði Eiður Smári.Eiður Smári Guðjohnsen.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Veit ekki af hverju ég fékk þennan stimpil Jón Daði Böðvarsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Annecy í morgun. 1. júlí 2016 09:01 Eiður: Ég er bara mannlegur Eiður Smári Guðjohnsen lofar stuðningsmenn íslenska liðsins í hástert en hann fékk aftur höfðinglegar móttökur þegar hann kom inn á. 3. júlí 2016 23:17 Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga. 13. júlí 2016 09:30 Litla rannsóknarstofan Ísland Spænski fótboltarisinn Barcelona er að stækka kvennaboltann innan félagsins og valdi Ísland til að hýsa fyrsta fótboltaskólann fyrir stelpur. Félagið berst við að halda gildum sínum á lofti. Þetta er Barcelona. 14. júlí 2016 06:00 Varaforseti Barcelona: Eiður Smári er íslenska goðið hjá Barca Eiður Smári Guðjohnsen er í miklum metum hjá Barcelona þar sem hann spilaði í þrjú ár. 13. júlí 2016 13:45 Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen eyddi hluta af fríinu sínu eftir Evrópumótið í Frakklandi með því að hjálpa til í fótboltaskóla Barcelona sem fór fram hér á landi. Hann hitti fjölmiðla í gær í tengslum við skólann. Ísland sló í gegn í Frakklandi með því að komast í átta liða úrslitin en stærsta nafnið í íslenska liðinu fékk þó lítið að vera með. Eiður Smári kom bara við sögu í tveimur af fimm leikjum Íslands á EM, spilaði sex síðustu mínúturnar á móti Ungverjum og svo síðustu sjö mínúturnar í lokaleiknum á móti Frökkum í átta liða úrslitunum. Sjá einnig:Skórnir ekki á leið upp í hillu hjá Eiði Smára Eiður Smári kom heim 4. júlí og hefur verið hér á landi síðan. Nú er hann hinsvegar á leiðinni til Molde þar sem hann ætlar sér að klára tímabilið með norska úrvalsdeildarfélaginu. Hann segist vera búinn að ná sér niður á jörðina eftir EM. „Þetta munu alltaf verða skemmtilegar minningar og ég held að maður muni alltaf fara á pínu flug þegar maður hugsar til baka, Heilt yfir er ég alveg búinn að ná mér niður," sagði Eiður Smári í samtali við Jóhann Ólafsson í Morgunblaðinu. „Ég fór út sem leikmaður og er ennþá leikmaður. Síðan reynir maður bara að gefa af sér eins mikið og maður getur, hvort sem það er innan eða utan vallar," sagði Eiður Smári en hann fékk mikið hrós fyrir það sem hann sagði og gerði innan hópsins á mótinu. Mínúturnar inn á vellinum voru aftur á móti aðeins þrettán talsins auk uppbótartíma. „Ég lýg því ekkert þegar ég segi að ég sé pínu svekktur yfir því hversu lítið ég spilaði. Það er oft erfitt að sitja á bekknum en svona er þetta bara," sagði Eiður Smári.Sjá einnig:Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu „Það er strax skárra að fagna með liðinu heldur en að takast á við tap og leiðindi. Heilt yfir er alltaf erfitt að sitja á bekknum," sagði Eiður Smári í fyrrnefndu viðtali við Jóhann. Eiður Smári er aftur á móti ekki tilbúinn að gefa það út að hann sé búinn að spila sinn síðasta landsleik. Hann verður 38 ára í haust en segist ekkert vera búinn að hugsa um það. „Ég á eftir að ákveða það," sagði Eiður Smári.Eiður Smári Guðjohnsen.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Veit ekki af hverju ég fékk þennan stimpil Jón Daði Böðvarsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Annecy í morgun. 1. júlí 2016 09:01 Eiður: Ég er bara mannlegur Eiður Smári Guðjohnsen lofar stuðningsmenn íslenska liðsins í hástert en hann fékk aftur höfðinglegar móttökur þegar hann kom inn á. 3. júlí 2016 23:17 Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga. 13. júlí 2016 09:30 Litla rannsóknarstofan Ísland Spænski fótboltarisinn Barcelona er að stækka kvennaboltann innan félagsins og valdi Ísland til að hýsa fyrsta fótboltaskólann fyrir stelpur. Félagið berst við að halda gildum sínum á lofti. Þetta er Barcelona. 14. júlí 2016 06:00 Varaforseti Barcelona: Eiður Smári er íslenska goðið hjá Barca Eiður Smári Guðjohnsen er í miklum metum hjá Barcelona þar sem hann spilaði í þrjú ár. 13. júlí 2016 13:45 Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira
Veit ekki af hverju ég fékk þennan stimpil Jón Daði Böðvarsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Annecy í morgun. 1. júlí 2016 09:01
Eiður: Ég er bara mannlegur Eiður Smári Guðjohnsen lofar stuðningsmenn íslenska liðsins í hástert en hann fékk aftur höfðinglegar móttökur þegar hann kom inn á. 3. júlí 2016 23:17
Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga. 13. júlí 2016 09:30
Litla rannsóknarstofan Ísland Spænski fótboltarisinn Barcelona er að stækka kvennaboltann innan félagsins og valdi Ísland til að hýsa fyrsta fótboltaskólann fyrir stelpur. Félagið berst við að halda gildum sínum á lofti. Þetta er Barcelona. 14. júlí 2016 06:00
Varaforseti Barcelona: Eiður Smári er íslenska goðið hjá Barca Eiður Smári Guðjohnsen er í miklum metum hjá Barcelona þar sem hann spilaði í þrjú ár. 13. júlí 2016 13:45
Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31