John Kerry á leið til Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2016 13:53 John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/EPA John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun fljúga til Moskvu á fimmtudaginn. Þar mun hann leitast eftir því að koma á samstarfi við Rússa í baráttunni við Íslamska ríkið. Háttsettir meðlimir Bandaríkjanna eru hins vegar andvígir því og segja markmið Bandaríkjanna í Sýrlandi, ekki vera í samræmi við markmið Rússlands.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni er þetta þriðja ferðalag Kerry til Moskvu á tólf mánuðum. Samband Bandaríkjanna og Rússlands hefur farið versnandi undanfarin ár. Innlimun Rússlands á Krímskaga hefur valdið vandræðum sem og átökin í austurhluta Úkraínu. Bandaríkin ráku tvo rússneska erindreka úr landi í síðasta mánuði. Það var gert eftir að Bandaríkin höfðu sakað rússneskan lögregluþjón um að ráðast á bandarískan erindreka í Moskvu. Augljóst er að markmið Rússa og Bandaríkjanna eru ekki þau sömu í Sýrlandi. Rússar vilja að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands og bandamaður Rússlands til langs tíma, verði áfram við stjórnvölinn í Sýrlandi. Assad hefur verið sakaður um mikla grimmd gegn fólki sínu og beitti hann til dæmis efnavopnum gegn mótmælendum í upphafi borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Bandaríkin, bandamenn þeirra og þá sérstaklega Sádar, vilja velta honum úr sessi. Talsmaður utanríkisráðuneytisins segir að tilgangur ferðar Kerry til Moskvu sé að reyna enn einu sinni að selja Rússum áætlanir um að koma á friði í Sýrlandi.Kerry er sagður ætla að bjóða Rússum upplýsingar um staðsetningar vígamanna ISIS og Nusra Front, deildar al-Qaeda í Sýrlandi. Í staðinn vill hann að Rússar og stjórnarher Sýrlands hætti að gera loftárásir á uppreisnarhópa sem hafi þegar skrifað undir vopnahlé, sem tæknilega er í gildi í landinu. Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í um fimm og hálft ár og samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa um 400 þúsund manns látið lífið. Mið-Austurlönd Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun fljúga til Moskvu á fimmtudaginn. Þar mun hann leitast eftir því að koma á samstarfi við Rússa í baráttunni við Íslamska ríkið. Háttsettir meðlimir Bandaríkjanna eru hins vegar andvígir því og segja markmið Bandaríkjanna í Sýrlandi, ekki vera í samræmi við markmið Rússlands.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni er þetta þriðja ferðalag Kerry til Moskvu á tólf mánuðum. Samband Bandaríkjanna og Rússlands hefur farið versnandi undanfarin ár. Innlimun Rússlands á Krímskaga hefur valdið vandræðum sem og átökin í austurhluta Úkraínu. Bandaríkin ráku tvo rússneska erindreka úr landi í síðasta mánuði. Það var gert eftir að Bandaríkin höfðu sakað rússneskan lögregluþjón um að ráðast á bandarískan erindreka í Moskvu. Augljóst er að markmið Rússa og Bandaríkjanna eru ekki þau sömu í Sýrlandi. Rússar vilja að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands og bandamaður Rússlands til langs tíma, verði áfram við stjórnvölinn í Sýrlandi. Assad hefur verið sakaður um mikla grimmd gegn fólki sínu og beitti hann til dæmis efnavopnum gegn mótmælendum í upphafi borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Bandaríkin, bandamenn þeirra og þá sérstaklega Sádar, vilja velta honum úr sessi. Talsmaður utanríkisráðuneytisins segir að tilgangur ferðar Kerry til Moskvu sé að reyna enn einu sinni að selja Rússum áætlanir um að koma á friði í Sýrlandi.Kerry er sagður ætla að bjóða Rússum upplýsingar um staðsetningar vígamanna ISIS og Nusra Front, deildar al-Qaeda í Sýrlandi. Í staðinn vill hann að Rússar og stjórnarher Sýrlands hætti að gera loftárásir á uppreisnarhópa sem hafi þegar skrifað undir vopnahlé, sem tæknilega er í gildi í landinu. Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í um fimm og hálft ár og samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa um 400 þúsund manns látið lífið.
Mið-Austurlönd Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira