Ferðamenn með minna á milli handanna nú Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 15. júlí 2016 07:00 Stór hluti þeirra verslana sem hafa verið opnaðar í miðbænum á undanförnum misserum er minjagripaverslanir. vísir/eyþór Taxfree-velta ferðamanna hefur aukist um þrjú prósent á árinu miðað við sama tímabil í fyrra, að sögn Helga Jónssonar, framkvæmdastjóra Global Blue á Íslandi. Fyrirtækið endurgreiðir virðisaukaskatt af vörum sem erlendir ferðamenn kaupa hér á landi. Til þess að fá endurgreiðslu þurfa ferðamenn að hafa verslað fyrir að minnsta kosti sex þúsund krónur. „Aukning taxfree-veltunnar er töluvert undir þeirri aukningu sem hefur verið í komu ferðamanna til landsins. Helstu ástæðurnar eru þær að gengi krónunnar hefur verið að styrkjast gagnvart helstu gjaldmiðlum sem hefur bein áhrif á kauphegðun ferðamanna. Auk þess hefur fastur kostnaður ferðamanna verið að hækka, til dæmis ferðakostnaður til og frá landinu, ferðakostnaður innanlands, gisting, matur og afþreying. Allt kemur þetta niður á verslun ferðamanna sem þannig hafa minna á milli handanna,“ tekur framkvæmdastjórinn fram. Að sögn Helga hafa Bandaríkjamenn í gegnum árin alltaf skipað sér í eitt af þremur efstu sætum þeirra þjóða sem versla mest. „Verslun Kanadamanna hefur aukist gríðarlega það sem af er ári. Við sjáum hins vegar minnkun á meðal Norðmanna, Rússa og á meðal Breta eftir Brexit þrátt fyrir aukinn fjölda ferðamanna frá þessum stöðum. Nú þegar eru farin að sjást merki þess að breska pundið hefur lækkað um 12,5 prósent á síðustu tveimur vikum.“Ferðamenn eyða mismiklu hér á landi.Helgi getur þess að meðalfærslur Rússa séu 34.500 krónur þrátt fyrir fallandi gengi rúblunnar. „Það má þess vegna leiða líkur að því að þeir Rússar sem sækja landið heim séu efnaðir.“ Spurður um hvað ferðamenn kaupi helst segir hann skiptinguna misjafna. „Þótt íslenska ullin, útivistarfatnaður og íslenskt handverk skipi stóran sess þá er það nú svo að ferðamenn sækjast líka eftir merkjavöru, íslensku skarti og úrum ásamt bókum enda mikil gróska á öllum þessum sviðum. En það má búast við að einsleitni markaðarins sé farin að segja til sín með öllum þeim fjölda verslana sem hafa verið opnaðar að undanförnu. Stór hluti þeirra verslana sem hafa verið opnaðar í miðbænum á undanförnum misserum er minjagripaverslanir og það stuðlar að einsleitninni.“ Brexit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Taxfree-velta ferðamanna hefur aukist um þrjú prósent á árinu miðað við sama tímabil í fyrra, að sögn Helga Jónssonar, framkvæmdastjóra Global Blue á Íslandi. Fyrirtækið endurgreiðir virðisaukaskatt af vörum sem erlendir ferðamenn kaupa hér á landi. Til þess að fá endurgreiðslu þurfa ferðamenn að hafa verslað fyrir að minnsta kosti sex þúsund krónur. „Aukning taxfree-veltunnar er töluvert undir þeirri aukningu sem hefur verið í komu ferðamanna til landsins. Helstu ástæðurnar eru þær að gengi krónunnar hefur verið að styrkjast gagnvart helstu gjaldmiðlum sem hefur bein áhrif á kauphegðun ferðamanna. Auk þess hefur fastur kostnaður ferðamanna verið að hækka, til dæmis ferðakostnaður til og frá landinu, ferðakostnaður innanlands, gisting, matur og afþreying. Allt kemur þetta niður á verslun ferðamanna sem þannig hafa minna á milli handanna,“ tekur framkvæmdastjórinn fram. Að sögn Helga hafa Bandaríkjamenn í gegnum árin alltaf skipað sér í eitt af þremur efstu sætum þeirra þjóða sem versla mest. „Verslun Kanadamanna hefur aukist gríðarlega það sem af er ári. Við sjáum hins vegar minnkun á meðal Norðmanna, Rússa og á meðal Breta eftir Brexit þrátt fyrir aukinn fjölda ferðamanna frá þessum stöðum. Nú þegar eru farin að sjást merki þess að breska pundið hefur lækkað um 12,5 prósent á síðustu tveimur vikum.“Ferðamenn eyða mismiklu hér á landi.Helgi getur þess að meðalfærslur Rússa séu 34.500 krónur þrátt fyrir fallandi gengi rúblunnar. „Það má þess vegna leiða líkur að því að þeir Rússar sem sækja landið heim séu efnaðir.“ Spurður um hvað ferðamenn kaupi helst segir hann skiptinguna misjafna. „Þótt íslenska ullin, útivistarfatnaður og íslenskt handverk skipi stóran sess þá er það nú svo að ferðamenn sækjast líka eftir merkjavöru, íslensku skarti og úrum ásamt bókum enda mikil gróska á öllum þessum sviðum. En það má búast við að einsleitni markaðarins sé farin að segja til sín með öllum þeim fjölda verslana sem hafa verið opnaðar að undanförnu. Stór hluti þeirra verslana sem hafa verið opnaðar í miðbænum á undanförnum misserum er minjagripaverslanir og það stuðlar að einsleitninni.“
Brexit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira