ÍAV lögðu niður störf í Helguvík: "Eigum útistandandi hátt í þúsund milljónir“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2016 11:01 vísir/stöð 2 Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka lögðu niður störf við kísilver United Silicon á hádegi í gær. Ástæðuna segir verktakafyrirtækið vera að það hafi ekki fengið greitt fyrir verkið. Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV.„Allt í allt þá eigum við útistandandi hátt í þúsund milljónir hjá þeim. Aðgerðir okkar í gær snerust um að lágmarka okkar tjón,“ segir Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV, í samtali við Vísi. „Stærstur hluti þessarar upphæðar er gjaldfallinn.“ Að sögn Sigurðar hafa stjórnendur United Silicon lýst því yfir að þeir hafi ekki í hyggju að greiða þetta. Fyrirtæki hans geti augljóslega ekki haldið áfram að vinna ef það er ekki staðið við gerða samninga. „Mig grunar einfaldlega að þeir eigi ekki fyrir framkvæmdinni.“ Verki ÍAV er að mestu lokið. Svipuð staða kom upp í síðasta mánuði en þá náðist samkomulag milli aðila. Þegar ÍAV lögðu niður störf ætluðu starfsmennirnir með sitt hafurtask af svæðinu. „Við eigum heilmikið af dóti þarna. Þeir voru að reyna að hindra okkur í að taka það sem við eigum,“ segir Sigurður en lögregla kom á staðinn til að skakka leikinn. „Við ætlum ekki að lenda í handalögmálum og því fer þetta fyrir dóm.“Málið fer fyrir gerðardóm Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon hér á landi og einn eigenda verksmiðjunnar, hefur aðra sögu að segja. „Við riftum samningnum við ÍAV í gær þar sem þeir stóðu ekki við sinn hluta.“ Að sögn Magnúsar hefur hans fyrirtæki staðið við alla sinn hluta samkomulags aðila. United Silicon hafi greitt alla reikninga og að auki hafi ÍAV greiðsluábyrgð frá banka fyrirtækisins. „Ég hringdi á lögregluna í gær þegar þeir reyndu að taka græjur og útbúnað sem við höfum greitt fyrir. Það þurfti að stoppa,“ segir Magnús. Í samningi aðila er ákvæði um að deilur fari fyrir gerðardóm og mun hann koma saman sem fyrst. „Við fögnum því og trúm því að það fáist rétt lausn í þetta.“ Verksmiðja United Silicon er tilbúin að stærstum hluta. „Við ætlum að byrja í ágúst að vinna hérna. Það er allt svona 98 prósent tilbúið og aðeins eftir að tengja rafmagn og loftræstinguna.“Verksmiðjan eins og hún lítur út núna.mynd/united silicon Tengdar fréttir Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Tenova Pyromet byggir ofn fyrir kísilverksmiðju United Silicon United Silicon í Helguvík hefur samið við alþjóðlega fyrirtækið Tenova Pyromet um byggingu og uppsetningu á risastórum 32 megavatta ljósbogaofni fyrir kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. 10. september 2014 14:45 Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10 Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka lögðu niður störf við kísilver United Silicon á hádegi í gær. Ástæðuna segir verktakafyrirtækið vera að það hafi ekki fengið greitt fyrir verkið. Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV.„Allt í allt þá eigum við útistandandi hátt í þúsund milljónir hjá þeim. Aðgerðir okkar í gær snerust um að lágmarka okkar tjón,“ segir Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV, í samtali við Vísi. „Stærstur hluti þessarar upphæðar er gjaldfallinn.“ Að sögn Sigurðar hafa stjórnendur United Silicon lýst því yfir að þeir hafi ekki í hyggju að greiða þetta. Fyrirtæki hans geti augljóslega ekki haldið áfram að vinna ef það er ekki staðið við gerða samninga. „Mig grunar einfaldlega að þeir eigi ekki fyrir framkvæmdinni.“ Verki ÍAV er að mestu lokið. Svipuð staða kom upp í síðasta mánuði en þá náðist samkomulag milli aðila. Þegar ÍAV lögðu niður störf ætluðu starfsmennirnir með sitt hafurtask af svæðinu. „Við eigum heilmikið af dóti þarna. Þeir voru að reyna að hindra okkur í að taka það sem við eigum,“ segir Sigurður en lögregla kom á staðinn til að skakka leikinn. „Við ætlum ekki að lenda í handalögmálum og því fer þetta fyrir dóm.“Málið fer fyrir gerðardóm Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon hér á landi og einn eigenda verksmiðjunnar, hefur aðra sögu að segja. „Við riftum samningnum við ÍAV í gær þar sem þeir stóðu ekki við sinn hluta.“ Að sögn Magnúsar hefur hans fyrirtæki staðið við alla sinn hluta samkomulags aðila. United Silicon hafi greitt alla reikninga og að auki hafi ÍAV greiðsluábyrgð frá banka fyrirtækisins. „Ég hringdi á lögregluna í gær þegar þeir reyndu að taka græjur og útbúnað sem við höfum greitt fyrir. Það þurfti að stoppa,“ segir Magnús. Í samningi aðila er ákvæði um að deilur fari fyrir gerðardóm og mun hann koma saman sem fyrst. „Við fögnum því og trúm því að það fáist rétt lausn í þetta.“ Verksmiðja United Silicon er tilbúin að stærstum hluta. „Við ætlum að byrja í ágúst að vinna hérna. Það er allt svona 98 prósent tilbúið og aðeins eftir að tengja rafmagn og loftræstinguna.“Verksmiðjan eins og hún lítur út núna.mynd/united silicon
Tengdar fréttir Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Tenova Pyromet byggir ofn fyrir kísilverksmiðju United Silicon United Silicon í Helguvík hefur samið við alþjóðlega fyrirtækið Tenova Pyromet um byggingu og uppsetningu á risastórum 32 megavatta ljósbogaofni fyrir kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. 10. september 2014 14:45 Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10 Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30
Tenova Pyromet byggir ofn fyrir kísilverksmiðju United Silicon United Silicon í Helguvík hefur samið við alþjóðlega fyrirtækið Tenova Pyromet um byggingu og uppsetningu á risastórum 32 megavatta ljósbogaofni fyrir kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. 10. september 2014 14:45
Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent