Segir mikla fordóma hér á landi gagnvart óperutónlist Magnús Guðmundsson skrifar 16. júlí 2016 10:30 Bjarni Thor segir að saga óperunnar á Íslandi sé stutt en viðburðarík og margt skemmtilegt hafi á daga drifið. Hvað eiga fuglaveiðimaður, ungversk greifynja, dauðadæmdur listmálari og vergjörn verkakona sameiginlegt? Jú, allt eru þetta persónur sem koma við sögu í óperugalasýningu í Hörpu á sunnudaginn. Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari hefur veg og vanda af dagskránni og hann segir að áætlaðir séu nokkrir slíkir tónleikar í sumar undir yfirskriftinni óperugala. „Þetta eru fjórir söngvarar og einn píanisti sem skauta í gegnum sögu óperuflutnings á Íslandi. Þetta eru fjórir einsöngvarar af yngri kynslóðinni, þau Lilja Guðmundsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Egill Árni Pálsson og Kristján Jóhannesson en Matthildur Anna Gísladóttir er við píanóið. Söngvararnir syngja vel valda tónlist úr óperum, ekki síst svona nokkuð vel þekkta hittara ef svo má segja, en á sama tíma erum við að segja frá sögu óperunnar í Íslandi í máli og myndum. Þessi saga er reyndar ákaflega stutt á Íslandi, því þó svo að ópera hafi verið til í 500 ár þá nær þessi saga ekki hundrað árum hérlendis. Við vorum einfaldlega lengi vel bæði fátækt og fámennt samfélag sem hafði eðli málsins samkvæmt ekki kost á því að sinna slíkri listgrein. En ég ákvað samt að setja svona dagskrá saman vegna þess að það hefur engu að síður margt afar skemmtilegt gerst á þessum sjötíu til áttatíu árum eða svo.Hanna Dóra Sturludóttir og Oddur Arnþór Jónsson í hlutverkum sínum í óperunni Don Giovanni sem sett var upp á Íslandi.Til þess að draga þessa sögu fram í dagsljósið þá sýnum við líka myndir og myndskeið úr sjónvarpsþáttum og við gætum þess að þetta sé aðgengilegt og aldrei langt í skemmtilegheitin. Þetta er eiginlega svona ópera 101 í leiðinni og því miklu meira en tilvalið fyrir þá sem vilja kynna sér óperulistina. Á sama tíma og þau eru að segja þessa sögu þá eru þau líka að spá í margt er varðar óperur eins og hvort útlitið skipti máli, hvernig söngvarar líta út, á hvaða tungumáli sé rétt að syngja, hvort ópera geti ekki allt eins gerst á Kópaskeri eins og á Spáni og þannig mætti áfram telja.“ Spurður hvort saga óperunnar á Íslandi sé raunasaga þá lætur Bjarni Thor sé nú lítið bregða. „Nei, ég mundi nú ekki segja það en það hefur gengið á ýmsu. En það sem hefur í raun alltaf verið erfiðast að eiga við á Íslandi varðandi óperu eru einkum fordómar. Það eru miklir fordómar hér gagnvart óperutónlist. En ef maður spáir í það þá eru vinsælustu óperurnar, eins og sumar þeirra sem við erum að syngja úr, uppfullar af tónlist sem er búin að vera vinsæl í þrjú hundruð ár og er flutt á hverjum einasta degi einhvers staðar úti í heimi. En samt virðist erfitt að telja landanum trú um hvað þetta er skemmtilegt og það þrátt fyrir það hvað við erum söngelsk þjóð og það er ákveðin mótsögn í því. Ég held að þetta sé bara fyrst og fremst það að við höfum ekki haft mikið af þessu í okkar umhverfi því við erum í raun mjög móttækileg. Við þurfum bara að byrja fyrr og láta það eftir okkur að njóta þessarar fallegu tónlistar.“ Tónleikarnir eru í Kaldalóni Hörpu á sunnudaginn kl. 16 og svo í þrjú skipti síðar í sumar eftir það.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júlí 2016. Menning Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Hvað eiga fuglaveiðimaður, ungversk greifynja, dauðadæmdur listmálari og vergjörn verkakona sameiginlegt? Jú, allt eru þetta persónur sem koma við sögu í óperugalasýningu í Hörpu á sunnudaginn. Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari hefur veg og vanda af dagskránni og hann segir að áætlaðir séu nokkrir slíkir tónleikar í sumar undir yfirskriftinni óperugala. „Þetta eru fjórir söngvarar og einn píanisti sem skauta í gegnum sögu óperuflutnings á Íslandi. Þetta eru fjórir einsöngvarar af yngri kynslóðinni, þau Lilja Guðmundsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Egill Árni Pálsson og Kristján Jóhannesson en Matthildur Anna Gísladóttir er við píanóið. Söngvararnir syngja vel valda tónlist úr óperum, ekki síst svona nokkuð vel þekkta hittara ef svo má segja, en á sama tíma erum við að segja frá sögu óperunnar í Íslandi í máli og myndum. Þessi saga er reyndar ákaflega stutt á Íslandi, því þó svo að ópera hafi verið til í 500 ár þá nær þessi saga ekki hundrað árum hérlendis. Við vorum einfaldlega lengi vel bæði fátækt og fámennt samfélag sem hafði eðli málsins samkvæmt ekki kost á því að sinna slíkri listgrein. En ég ákvað samt að setja svona dagskrá saman vegna þess að það hefur engu að síður margt afar skemmtilegt gerst á þessum sjötíu til áttatíu árum eða svo.Hanna Dóra Sturludóttir og Oddur Arnþór Jónsson í hlutverkum sínum í óperunni Don Giovanni sem sett var upp á Íslandi.Til þess að draga þessa sögu fram í dagsljósið þá sýnum við líka myndir og myndskeið úr sjónvarpsþáttum og við gætum þess að þetta sé aðgengilegt og aldrei langt í skemmtilegheitin. Þetta er eiginlega svona ópera 101 í leiðinni og því miklu meira en tilvalið fyrir þá sem vilja kynna sér óperulistina. Á sama tíma og þau eru að segja þessa sögu þá eru þau líka að spá í margt er varðar óperur eins og hvort útlitið skipti máli, hvernig söngvarar líta út, á hvaða tungumáli sé rétt að syngja, hvort ópera geti ekki allt eins gerst á Kópaskeri eins og á Spáni og þannig mætti áfram telja.“ Spurður hvort saga óperunnar á Íslandi sé raunasaga þá lætur Bjarni Thor sé nú lítið bregða. „Nei, ég mundi nú ekki segja það en það hefur gengið á ýmsu. En það sem hefur í raun alltaf verið erfiðast að eiga við á Íslandi varðandi óperu eru einkum fordómar. Það eru miklir fordómar hér gagnvart óperutónlist. En ef maður spáir í það þá eru vinsælustu óperurnar, eins og sumar þeirra sem við erum að syngja úr, uppfullar af tónlist sem er búin að vera vinsæl í þrjú hundruð ár og er flutt á hverjum einasta degi einhvers staðar úti í heimi. En samt virðist erfitt að telja landanum trú um hvað þetta er skemmtilegt og það þrátt fyrir það hvað við erum söngelsk þjóð og það er ákveðin mótsögn í því. Ég held að þetta sé bara fyrst og fremst það að við höfum ekki haft mikið af þessu í okkar umhverfi því við erum í raun mjög móttækileg. Við þurfum bara að byrja fyrr og láta það eftir okkur að njóta þessarar fallegu tónlistar.“ Tónleikarnir eru í Kaldalóni Hörpu á sunnudaginn kl. 16 og svo í þrjú skipti síðar í sumar eftir það.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júlí 2016.
Menning Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira