ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Nice Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 16. júlí 2016 12:17 Húsleit var framkvæmd á heimili árásarmannsins. Vísir/Getty Samtök um Íslamskt ríki hafa lýst ábyrgð á árásinni í Nice í fyrradag á hendur sér. Lögreglan í Nice handtók í gær og í morgun fimm einstaklinga í tengslum við árásina þar sem 84 létust og yfir 200 særðust. Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi. Hann ók vöruflutningabíl seint á fimmtudagskvöld inn í mannhaf á breiðgötu í miðborg Nice þar sem fjöldi fólks, og barna, hafði komið saman til að fylgjast með flugeldasýningu í tilefni af Bastilludeginum, þjóðhátíðardegi Frakka. 84 létust í árásinni, þar af tíu börn, og yfir 200 slösuðust en þar af eru um fimmtíu enn á gjörgæslu. Bouhel starfaði sem bílstjóri og sendill og átti þrjú börn. Hann hafði áður komist í kast við lögin fyrir smávægileg afbrot, en var ekki á lista franskra yfirvalda yfir menn grunaða um að tengjast hryðjuverkasamtökum. Samtök sem kenna sig við Íslamskt ríki hafa lýst ábyrgð á ódæðinu á hendur sér. Segja þau að Bouhel hafi orðið við beiðni þeirra um að gera árásir á alla þá sem staðið hafi barist gegn samtökunum með loftárásum. Húsleit var gerð á heimili mannsins í gærmorgun og sagði saksóknari á svæðinu að þar hefðu fundist ýmis gögn sem kunna að koma sér vel við rannsókn málsins. Fyrrverandi eiginkona mannsins var handtekin í gærmorgun og annar maður með tengsl við hann síðar um daginn. Þrír aðrir sem sagðir eru tengjast manninum og skipulagningu árásarinnar í gær voru svo handteknir í morgunn af frönsku lögreglunni. Þriggja daga þjóðarsorg er í Frakklandi, og neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar sem afnema átti síðar í júlí hefur verið framlengt um þrjá mánuði. Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16 Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Samtök um Íslamskt ríki hafa lýst ábyrgð á árásinni í Nice í fyrradag á hendur sér. Lögreglan í Nice handtók í gær og í morgun fimm einstaklinga í tengslum við árásina þar sem 84 létust og yfir 200 særðust. Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi. Hann ók vöruflutningabíl seint á fimmtudagskvöld inn í mannhaf á breiðgötu í miðborg Nice þar sem fjöldi fólks, og barna, hafði komið saman til að fylgjast með flugeldasýningu í tilefni af Bastilludeginum, þjóðhátíðardegi Frakka. 84 létust í árásinni, þar af tíu börn, og yfir 200 slösuðust en þar af eru um fimmtíu enn á gjörgæslu. Bouhel starfaði sem bílstjóri og sendill og átti þrjú börn. Hann hafði áður komist í kast við lögin fyrir smávægileg afbrot, en var ekki á lista franskra yfirvalda yfir menn grunaða um að tengjast hryðjuverkasamtökum. Samtök sem kenna sig við Íslamskt ríki hafa lýst ábyrgð á ódæðinu á hendur sér. Segja þau að Bouhel hafi orðið við beiðni þeirra um að gera árásir á alla þá sem staðið hafi barist gegn samtökunum með loftárásum. Húsleit var gerð á heimili mannsins í gærmorgun og sagði saksóknari á svæðinu að þar hefðu fundist ýmis gögn sem kunna að koma sér vel við rannsókn málsins. Fyrrverandi eiginkona mannsins var handtekin í gærmorgun og annar maður með tengsl við hann síðar um daginn. Þrír aðrir sem sagðir eru tengjast manninum og skipulagningu árásarinnar í gær voru svo handteknir í morgunn af frönsku lögreglunni. Þriggja daga þjóðarsorg er í Frakklandi, og neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar sem afnema átti síðar í júlí hefur verið framlengt um þrjá mánuði.
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16 Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16
Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38