Drusluvarningurinn þarf að vera skýr og vandaður Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2016 08:00 Þær Helga og Gréta sáu um hönnunina á drusluvarningnum í ár eins og þær hafa gert seinustu þrjú ár. Vísir/AntonBrink Það er mikilvægt að Druslugangan og áherslur hennar þróist á milli ára,“ segir Helga Dögg Ólafsdóttir, hönnuður varningsins fyrir Druslugönguna í ár ásamt Grétu Þorkelsdóttur. Þær hafa séð um hönnunina seinustu þrjú ár en það hefur alltaf verið mikil fjölbreytni í vörunum á milli ára. Druslugangan verður haldin næstkomandi laugardag en hún hefur verið gengin seinustu 5 ár í Reykjavík. Þar sameinast fólk sem styður baráttu fyrir réttindum þolenda kynferðisafbrota og berst fyrir því að ábyrgðin verði færð yfir á gerandann. Í fyrra var áherslan lögð á að sýna stuðning við alla þá sem sögðu frá ofbeldi sem þeir höfðu orðið fyrir en þetta árið er lagt meira upp úr því að þrýsta á yfirvöld og samfélagið að veita meira fræðslu um þessi málefni til þess að koma í veg fyrir að fólk beiti ofbeldi. Þetta árið verður töluvert meira úrval af drusluvarningi en áður. Nú munu fjórir mismunandi bolir, tvær derhúfur, þrjú tattú og nærbuxur standa til boða. „Ég fyllist af stolti þegar fólk sameinast um þennan málstað í kringum varninginn og stendur saman fyrir breytingum í samfélaginu en stendur ekki í stað.“Hér má sjá hluta af varningnum sem fáanlegur verður.Eins og áður hefur komið fram er áhersla göngunnar í ár lögð á að fræða samfélagið og spurningunni velt upp af hverju við búum á landi þar sem lítið sem ekkert er gert í málefnum þolenda kynferðisofbeldis. Þegar fólk verður fyrir slíku ofbeldi getur afleiðingin oft birst í breytingum á hegðunarmunstri þar sem mikið liggur á þolandanum. „Skilaboðin á bolunum snúast um hvernig fólki líður eftir að það segir frá. Það þarf að passa sig rosalega vel á að allt sé rétt orðað því orðin skipta svo miklu máli. Það er mikil hugmyndavinna á bak við varninginn og við fengum hjálp frá sálfræðingi til þess að gera þetta rétt. Á bolunum stendur meðal annars „Ég er ennþá ég“, „Þú ert sama manneskjan fyrir mér“ og „Ég er ekki ofbeldið sem ég varð fyrir“.“ Drusluvarningurinn hefur í gegnum tíðina verið afar vinsæll hjá stuðningsmönnum en það má enn sjá fólk klæðast varningnum frá því í fyrra, en þá urðu derhúfurnar sérstaklega vinsælar. „Ég held að fólk sé enn að nota vörurnar af því það er stoltar druslur allan ársins hring. Druslugangan á ekki að festa sig við einn viðburð og við viljum að átakið nái til allra, allan ársins hring. Svo finnst mér auðvitað líka gaman að sjá fólk nánast daglega í hönnun eftir mann.“ Varningurinn verður fáanlegur á pepp-kvöldi Druslugöngunnar á miðvikudaginn og í Druslugöngunni sjálfri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 18. júlí.Bolirnir sem verða til sölu á miðvikudaginn.Mynd/Sunna Ben Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira
Það er mikilvægt að Druslugangan og áherslur hennar þróist á milli ára,“ segir Helga Dögg Ólafsdóttir, hönnuður varningsins fyrir Druslugönguna í ár ásamt Grétu Þorkelsdóttur. Þær hafa séð um hönnunina seinustu þrjú ár en það hefur alltaf verið mikil fjölbreytni í vörunum á milli ára. Druslugangan verður haldin næstkomandi laugardag en hún hefur verið gengin seinustu 5 ár í Reykjavík. Þar sameinast fólk sem styður baráttu fyrir réttindum þolenda kynferðisafbrota og berst fyrir því að ábyrgðin verði færð yfir á gerandann. Í fyrra var áherslan lögð á að sýna stuðning við alla þá sem sögðu frá ofbeldi sem þeir höfðu orðið fyrir en þetta árið er lagt meira upp úr því að þrýsta á yfirvöld og samfélagið að veita meira fræðslu um þessi málefni til þess að koma í veg fyrir að fólk beiti ofbeldi. Þetta árið verður töluvert meira úrval af drusluvarningi en áður. Nú munu fjórir mismunandi bolir, tvær derhúfur, þrjú tattú og nærbuxur standa til boða. „Ég fyllist af stolti þegar fólk sameinast um þennan málstað í kringum varninginn og stendur saman fyrir breytingum í samfélaginu en stendur ekki í stað.“Hér má sjá hluta af varningnum sem fáanlegur verður.Eins og áður hefur komið fram er áhersla göngunnar í ár lögð á að fræða samfélagið og spurningunni velt upp af hverju við búum á landi þar sem lítið sem ekkert er gert í málefnum þolenda kynferðisofbeldis. Þegar fólk verður fyrir slíku ofbeldi getur afleiðingin oft birst í breytingum á hegðunarmunstri þar sem mikið liggur á þolandanum. „Skilaboðin á bolunum snúast um hvernig fólki líður eftir að það segir frá. Það þarf að passa sig rosalega vel á að allt sé rétt orðað því orðin skipta svo miklu máli. Það er mikil hugmyndavinna á bak við varninginn og við fengum hjálp frá sálfræðingi til þess að gera þetta rétt. Á bolunum stendur meðal annars „Ég er ennþá ég“, „Þú ert sama manneskjan fyrir mér“ og „Ég er ekki ofbeldið sem ég varð fyrir“.“ Drusluvarningurinn hefur í gegnum tíðina verið afar vinsæll hjá stuðningsmönnum en það má enn sjá fólk klæðast varningnum frá því í fyrra, en þá urðu derhúfurnar sérstaklega vinsælar. „Ég held að fólk sé enn að nota vörurnar af því það er stoltar druslur allan ársins hring. Druslugangan á ekki að festa sig við einn viðburð og við viljum að átakið nái til allra, allan ársins hring. Svo finnst mér auðvitað líka gaman að sjá fólk nánast daglega í hönnun eftir mann.“ Varningurinn verður fáanlegur á pepp-kvöldi Druslugöngunnar á miðvikudaginn og í Druslugöngunni sjálfri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 18. júlí.Bolirnir sem verða til sölu á miðvikudaginn.Mynd/Sunna Ben
Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira