Hefðbundinn skotgrafahernaður Oddný G. Harðardóttir skrifar 1. júlí 2016 07:00 Í grein í Fréttablaðinu 29. júní ítrekar iðnaðar- og viðskiptaráðherra áhugaleysi sitt á opinberri þjónustu við almenning. Ég og ráðherrann erum sammála um jákvæð áhrif ferðaþjónustunnar á þjóðarbúið, en það skilur á milli þegar kemur að því að afla tekna af ferðamönnum til að standa undir notkun þeirra á almannaþjónustu. Ráðherrann vill meina að ég standi fyrir hefðbundinni vinstrimennsku þegar ég legg til að við öflum meiri tekna til að standa undir nauðsynlegri uppbyggingu. Ég tel hins vegar að um heilbrigða skynsemi sé að ræða og að með tillögunni sé gætt að brýnum hagsmunum þjóðarinnar. Ráðherra segist hafa mótað stefnu og stofnsett Stjórnstöð ferðamála. Það er bara ekki nóg til að takast á við áður óþekkta fjölgun ferðamanna. Við þurfum aðgerðir til að mæta gjörbreyttum aðstæðum. Aðgerðarleysi iðnaðar- og viðskiptaráðherra býður upp á aukinn átroðning, skort á hreinlætisaðstöðu, aukið álag á bráðamóttöku, sjúkraflutninga, lögreglu og hjálparsveitir og hærri slysatíðni bæði á vegum og á ferðamannastöðum. Það er í raun undarlegt að ráðherrann telji að það þurfi ekki að afla frekari tekna því hún mælti sjálf fyrir náttúrupassanum sáluga einmitt til að afla frekari tekna af ferðamönnum. Gjaldtakan sem Ragnheiður Elín mælti fyrir var flókin og óaðgengileg enda komst frumvarpið ekki einu sinni til 2. umræðu í þinginu. Hugmynd mín um að færa virðisaukaskatt á gistingu úr neðra þrepi í almennt þrep er einföld aðgerð með skýru lagaumhverfi sem gæti skilað 10 milljörðum árlega í auknar tekjur. Stærsta atvinnugrein þjóðarinnar sem byggir afkomu á einstakri náttúru Íslands þarf að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Öðruvísi verður ekki sátt um starfsumhverfi hennar. Ný ríkistjórn verður að tryggja betri vegi, sterkari heilbrigðisþjónustu og ekki síst öryggi og ánægju ferðamanna. Staðan er alvarleg en núverandi ráðherra ferðamála býður okkur upp á hefðbundinn skotgrafahernað í stað raunhæfra lausna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 29. júní ítrekar iðnaðar- og viðskiptaráðherra áhugaleysi sitt á opinberri þjónustu við almenning. Ég og ráðherrann erum sammála um jákvæð áhrif ferðaþjónustunnar á þjóðarbúið, en það skilur á milli þegar kemur að því að afla tekna af ferðamönnum til að standa undir notkun þeirra á almannaþjónustu. Ráðherrann vill meina að ég standi fyrir hefðbundinni vinstrimennsku þegar ég legg til að við öflum meiri tekna til að standa undir nauðsynlegri uppbyggingu. Ég tel hins vegar að um heilbrigða skynsemi sé að ræða og að með tillögunni sé gætt að brýnum hagsmunum þjóðarinnar. Ráðherra segist hafa mótað stefnu og stofnsett Stjórnstöð ferðamála. Það er bara ekki nóg til að takast á við áður óþekkta fjölgun ferðamanna. Við þurfum aðgerðir til að mæta gjörbreyttum aðstæðum. Aðgerðarleysi iðnaðar- og viðskiptaráðherra býður upp á aukinn átroðning, skort á hreinlætisaðstöðu, aukið álag á bráðamóttöku, sjúkraflutninga, lögreglu og hjálparsveitir og hærri slysatíðni bæði á vegum og á ferðamannastöðum. Það er í raun undarlegt að ráðherrann telji að það þurfi ekki að afla frekari tekna því hún mælti sjálf fyrir náttúrupassanum sáluga einmitt til að afla frekari tekna af ferðamönnum. Gjaldtakan sem Ragnheiður Elín mælti fyrir var flókin og óaðgengileg enda komst frumvarpið ekki einu sinni til 2. umræðu í þinginu. Hugmynd mín um að færa virðisaukaskatt á gistingu úr neðra þrepi í almennt þrep er einföld aðgerð með skýru lagaumhverfi sem gæti skilað 10 milljörðum árlega í auknar tekjur. Stærsta atvinnugrein þjóðarinnar sem byggir afkomu á einstakri náttúru Íslands þarf að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Öðruvísi verður ekki sátt um starfsumhverfi hennar. Ný ríkistjórn verður að tryggja betri vegi, sterkari heilbrigðisþjónustu og ekki síst öryggi og ánægju ferðamanna. Staðan er alvarleg en núverandi ráðherra ferðamála býður okkur upp á hefðbundinn skotgrafahernað í stað raunhæfra lausna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar