Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson hefur gert eins árs samning við gríska körfuboltaliðið Rethymno Cretan Kings.
Hörður skrifaði undir fjögurra ára samning við Keflavík í byrjun maí en í samningnum var klásúla þess efnis að Keflavík myndi ekki standa í vegi fyrir Herði ef ákjósanlegt tilboð bærist að utan fyrir 1. október.
Hörður, sem er 27 ára leikstjórnandi, lék með Aries Trikala í Grikklandi á síðasta tímabili, með stuttu stoppi hjá CEZ Nymburk í Tékklandi.
Hörður hefur einnig leikið á Spáni og í Þýskalandi á ferlinum, auk þess sem hann lék með Fjölni, Njarðvík og Keflavík hér heima.
Cretan Kings endaði í 8. sæti grísku deildarinnar á síðasta tímabili en tapaði 2-0 fyrir Olympiacos í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Hörður Axel orðinn kóngur
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
