Sækir hugmyndir í teiknimyndir, gömul handrit og trúartákn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júlí 2016 09:00 Baldur hefur sýnt í San Francisco, Chigaco og á samsýningum hérlendis en þetta er fyrsta sólósýning hans á Íslandi.? Mynd/Hanna „Ég ákvað að koma hingað í frí með fjölskylduna og vinkona mín fékk þá hugmynd að ég setti hér upp sýningu svo ég ferjaði 40 verk heim,“ segir myndlistarmaðurinn Baldur Helgason, sem opnar fyrstu einkasýningu sína hér á Íslandi í kvöld klukkan 20 í Porti Verkefnarými að Laugavegi 23b. Hann býr nú í Chicago, en var áður í San Francisco við nám og störf. Hefur sýnt í báðum borgunum og var valinn einn af mest spennandi listamönnum San Francisco árið 2011 af SF Weekly. Baldur sækir myndefni sitt í heim vinsældamenningar, teiknimynda og einnig í gömul handrit og trúartákn. „Þetta eru blekteikningar og hugmyndirnar koma úr öllum áttum. Þar er mikið af furðuverum, það eru oft sköllóttar týpur sem eru fastar í hausnum á mér og ég þarf að koma á blað. Svo lauma ég inn alls konar symbolum,“ lýsir hann og kveðst teikna meðan tveggja ára barnið hans sefur dagdúra. Baldur er upprunninn í Eyjum. Eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands fór hann í meistaranám til Los Angeles, og bjó þar í fimm ár en flutti þá til Chicago. „Er svona að færa mig nær Íslandi,“ segir hann léttur og getur þess að með beinu flugi sé alltaf að verða auðveldara að koma heim. „Svo er líka bara 20 mínútna sigling til Eyja, það er mikill kostur,“ segir hann, nýkominn frá æskustöðvunum. Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar í kvöld þar sem ljúfir tónar og léttar veitingar verða í boði. Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég ákvað að koma hingað í frí með fjölskylduna og vinkona mín fékk þá hugmynd að ég setti hér upp sýningu svo ég ferjaði 40 verk heim,“ segir myndlistarmaðurinn Baldur Helgason, sem opnar fyrstu einkasýningu sína hér á Íslandi í kvöld klukkan 20 í Porti Verkefnarými að Laugavegi 23b. Hann býr nú í Chicago, en var áður í San Francisco við nám og störf. Hefur sýnt í báðum borgunum og var valinn einn af mest spennandi listamönnum San Francisco árið 2011 af SF Weekly. Baldur sækir myndefni sitt í heim vinsældamenningar, teiknimynda og einnig í gömul handrit og trúartákn. „Þetta eru blekteikningar og hugmyndirnar koma úr öllum áttum. Þar er mikið af furðuverum, það eru oft sköllóttar týpur sem eru fastar í hausnum á mér og ég þarf að koma á blað. Svo lauma ég inn alls konar symbolum,“ lýsir hann og kveðst teikna meðan tveggja ára barnið hans sefur dagdúra. Baldur er upprunninn í Eyjum. Eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands fór hann í meistaranám til Los Angeles, og bjó þar í fimm ár en flutti þá til Chicago. „Er svona að færa mig nær Íslandi,“ segir hann léttur og getur þess að með beinu flugi sé alltaf að verða auðveldara að koma heim. „Svo er líka bara 20 mínútna sigling til Eyja, það er mikill kostur,“ segir hann, nýkominn frá æskustöðvunum. Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar í kvöld þar sem ljúfir tónar og léttar veitingar verða í boði.
Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira