Símkerfið brann yfir hjá Errea-umboðinu: Reikna með nýrri sendingu í kvöld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2016 12:33 Von er á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum til landsins í kvöld. Vísir Reiknað er með að ný sending af íslenskum landsliðstreyjum komi landsins í kvöld. Gríðarleg eftirspurn er eftir treyjunum og hafa þær verið uppseldar um hríð. Brjálað hefur verið að gera hjá Errea-umboðinu frá því að Evrópumótið í Frakklandi hófst. „Eins og staðan er núna þá lítur þetta vel út. Við getum ekki staðfest það fyrr en 18 í kvöld en þá fáum við sendinguna í hendur,“ segir Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóra Sport Company ehf, sem er með Errea-umboðið á Ísland. Þegar búið er að taka á móti sendingunni verða treyjurnar sendar til verslanna sem selja treyjuna en nokkrar verslanir hyggja á að hafa opið í kvöld til þess að geta selt treyjurnar í tæka tíð fyrir marga áður en haldið verður út til Frakklands en fjölmargir fara út á morgun til þess sjá leik Íslendinga og Frakka í 8-liða úrslitum mótsins.Sendingin átti að koma í gær en engar treyjur bárust og sendi Sports Company frá sér tilkynningu þar sem Íslendingar voru beðnir um að halda ró sinni.Geir Þorsteinsson og Þorvaldur Ólafsson þegar nýja treyjan var kynnt til leiks.„Það var ömurlegt að vera í Keflavík í gær þegar ég átti að sækja kassana og það voru engir kassar í gáminum,“ segir Þorvaldur. Síminn hefur bókstaflega ekki hætt að hringja hjá honum frá því að mótið hófst. „Skilaboðin á Facebook skipta hundruðum. Öll þessi símtöl á meðan EM var í gangi hafa gert það að verkum að símkerfið okkar brann yfir og nú er verið að setja upp nýja símstöð,“ segir Þorvaldur. Ljóst er að fáir gerðir sér í hugarlund hversu vinsæl treyjan myndi verða en hún er orðin eftirsótt um allan heim, og þá hvergi jafn vinsæl og í Skotlandi, líkt og Vísir greindi frá í gær. „Þessi treyja er ekki bara heit á Íslandi, hún er heit út um allan heim,“ segir Þorvaldur sem hefur mætt í fjölda viðtala við erlenda fjölmiðla vegna landsliðstreyjunnar. Þorvaldur fer sjálfur út á leikinn á morgun, hann ætlaði í dag, en frestaði för sinni svo hann gæti tekið á móti sendingunni sjálfur. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íþróttaverslanir um heim allan vilja selja íslenska búninginn Hátt í þrjátíu þúsund íslenskar landsliðstreyjur hafa selst frá því að EM í fótbolta hófst og eru þær nú nær ófáanlegar. Síðasta sólarhring hefur framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, sem framleiðir treyjuna, fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um heim allan sem vilja selja íslenska búninginn. 29. júní 2016 20:30 Treyjurnar ekki komnar til landsins: Fólk beðið um að halda ró sinni Errea átti von á sendingu af íslenskum landsliðstreyjum í dag en ljóst er að þær muni ekki berast í tæka tíð. 1. júlí 2016 11:53 Manna næturvaktir því Skotar eru svo æstir í íslensku treyjuna Það voru ekki bara Íslendingar sem fögnuðu sem óðir væru eftir sigurinn á Englandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. 1. júlí 2016 12:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Reiknað er með að ný sending af íslenskum landsliðstreyjum komi landsins í kvöld. Gríðarleg eftirspurn er eftir treyjunum og hafa þær verið uppseldar um hríð. Brjálað hefur verið að gera hjá Errea-umboðinu frá því að Evrópumótið í Frakklandi hófst. „Eins og staðan er núna þá lítur þetta vel út. Við getum ekki staðfest það fyrr en 18 í kvöld en þá fáum við sendinguna í hendur,“ segir Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóra Sport Company ehf, sem er með Errea-umboðið á Ísland. Þegar búið er að taka á móti sendingunni verða treyjurnar sendar til verslanna sem selja treyjuna en nokkrar verslanir hyggja á að hafa opið í kvöld til þess að geta selt treyjurnar í tæka tíð fyrir marga áður en haldið verður út til Frakklands en fjölmargir fara út á morgun til þess sjá leik Íslendinga og Frakka í 8-liða úrslitum mótsins.Sendingin átti að koma í gær en engar treyjur bárust og sendi Sports Company frá sér tilkynningu þar sem Íslendingar voru beðnir um að halda ró sinni.Geir Þorsteinsson og Þorvaldur Ólafsson þegar nýja treyjan var kynnt til leiks.„Það var ömurlegt að vera í Keflavík í gær þegar ég átti að sækja kassana og það voru engir kassar í gáminum,“ segir Þorvaldur. Síminn hefur bókstaflega ekki hætt að hringja hjá honum frá því að mótið hófst. „Skilaboðin á Facebook skipta hundruðum. Öll þessi símtöl á meðan EM var í gangi hafa gert það að verkum að símkerfið okkar brann yfir og nú er verið að setja upp nýja símstöð,“ segir Þorvaldur. Ljóst er að fáir gerðir sér í hugarlund hversu vinsæl treyjan myndi verða en hún er orðin eftirsótt um allan heim, og þá hvergi jafn vinsæl og í Skotlandi, líkt og Vísir greindi frá í gær. „Þessi treyja er ekki bara heit á Íslandi, hún er heit út um allan heim,“ segir Þorvaldur sem hefur mætt í fjölda viðtala við erlenda fjölmiðla vegna landsliðstreyjunnar. Þorvaldur fer sjálfur út á leikinn á morgun, hann ætlaði í dag, en frestaði för sinni svo hann gæti tekið á móti sendingunni sjálfur.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íþróttaverslanir um heim allan vilja selja íslenska búninginn Hátt í þrjátíu þúsund íslenskar landsliðstreyjur hafa selst frá því að EM í fótbolta hófst og eru þær nú nær ófáanlegar. Síðasta sólarhring hefur framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, sem framleiðir treyjuna, fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um heim allan sem vilja selja íslenska búninginn. 29. júní 2016 20:30 Treyjurnar ekki komnar til landsins: Fólk beðið um að halda ró sinni Errea átti von á sendingu af íslenskum landsliðstreyjum í dag en ljóst er að þær muni ekki berast í tæka tíð. 1. júlí 2016 11:53 Manna næturvaktir því Skotar eru svo æstir í íslensku treyjuna Það voru ekki bara Íslendingar sem fögnuðu sem óðir væru eftir sigurinn á Englandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. 1. júlí 2016 12:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Íþróttaverslanir um heim allan vilja selja íslenska búninginn Hátt í þrjátíu þúsund íslenskar landsliðstreyjur hafa selst frá því að EM í fótbolta hófst og eru þær nú nær ófáanlegar. Síðasta sólarhring hefur framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, sem framleiðir treyjuna, fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um heim allan sem vilja selja íslenska búninginn. 29. júní 2016 20:30
Treyjurnar ekki komnar til landsins: Fólk beðið um að halda ró sinni Errea átti von á sendingu af íslenskum landsliðstreyjum í dag en ljóst er að þær muni ekki berast í tæka tíð. 1. júlí 2016 11:53
Manna næturvaktir því Skotar eru svo æstir í íslensku treyjuna Það voru ekki bara Íslendingar sem fögnuðu sem óðir væru eftir sigurinn á Englandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. 1. júlí 2016 12:30