121 slasaðist í troðningnum eftir að sprenging heyrðist á aðdáendasvæðinu í París Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júlí 2016 12:05 Fjöldi Íslendinga var á svæðinu og mikil hræðsa greip um sig. Vísir/EPA 121 einn slasaðist eftir að mikil hræðsla greip um sig á stuðningsmannasvæðinu við Eiffel-turninn í París í gær þegar slagsmál brutust út í kjölfar þess að flugeldar voru sprengdir inni á svæðinu. Fjöldi Íslendinga var þar samankominn. Samkvæmt upplýsingum frá frönsku lögreglunni er talið að flestir hafi orðið fyrir minniháttar meiðslum en átján voru fluttir á sjúkrahús. Tjörvi Einarsson, íslenskur lögreglufulltrúi í París sem staðið hefur vaktina frá því að Evrópumótið hófst, hafði ekki heyrt um neinn Íslending sem hafi orðið fyrir meiðslum í troðningnum þegar Vísir náði tali af honum. Fjöldi Íslendinga var þó á svæðinu til þess að horfa á leik Þýskalands og Ítalíu þegar hræðslan greip um sig. Segir Tjörvi að tveir hafi verið handteknir eftir slagsmálin en ljóst sé að ótti hafi gripið um sig eftir að sprengingin heyrðist og því hafi fólk byrjað að troðast til þess að reyna að komast út af svæðinu.Í gær ræddi Vísir við Íslending sem var á svæðinu sem sagði að mikil hræðsla hafi gripið um sig þegar sprengingin hafi heyrst. Fólk þusti út af svæðinu en hann segir reyk hafa lagst yfir og að fólki hafi verið mjög brugðið.Í sama streng tekur Hallbera Gísladóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem var stödd á svæðinu í gærkvöldi. Segir hún að litlu hafi mátt muna að hún og félagar sínir yrðu undir í öllum æsingnum þegar mannfjöldinn reyndi að flýja svæðið. Það hafi lítið annað verið í stöðunni annað en að hlaupa af stað með mannfjöldanum. Mörgum er eflaust í fersku minni hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember síðastliðnum en gríðarlega öryggisgæsla í Frakklandi meðan á Evrópumótinu stendur. Þannig er leitað á öllum sem fara inn á aðdáendasvæðin en stranglega bannað er að fara með flugelda inn á svæðið. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15 Mikil hræðsla greip um sig á aðdáendasvæðinu í París vegna sprenginga Flugeldar voru sprengdir á aðdáendasvæði Evrópumótsins í París í kvöld, svokölluðu Fan Zone, en fjöldi Íslendinga var samankominn á svæðinu enda eru margir Íslendingar í París vegna landsleiksins við Frakka sem fram fer á morgun. 2. júlí 2016 21:47 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
121 einn slasaðist eftir að mikil hræðsla greip um sig á stuðningsmannasvæðinu við Eiffel-turninn í París í gær þegar slagsmál brutust út í kjölfar þess að flugeldar voru sprengdir inni á svæðinu. Fjöldi Íslendinga var þar samankominn. Samkvæmt upplýsingum frá frönsku lögreglunni er talið að flestir hafi orðið fyrir minniháttar meiðslum en átján voru fluttir á sjúkrahús. Tjörvi Einarsson, íslenskur lögreglufulltrúi í París sem staðið hefur vaktina frá því að Evrópumótið hófst, hafði ekki heyrt um neinn Íslending sem hafi orðið fyrir meiðslum í troðningnum þegar Vísir náði tali af honum. Fjöldi Íslendinga var þó á svæðinu til þess að horfa á leik Þýskalands og Ítalíu þegar hræðslan greip um sig. Segir Tjörvi að tveir hafi verið handteknir eftir slagsmálin en ljóst sé að ótti hafi gripið um sig eftir að sprengingin heyrðist og því hafi fólk byrjað að troðast til þess að reyna að komast út af svæðinu.Í gær ræddi Vísir við Íslending sem var á svæðinu sem sagði að mikil hræðsla hafi gripið um sig þegar sprengingin hafi heyrst. Fólk þusti út af svæðinu en hann segir reyk hafa lagst yfir og að fólki hafi verið mjög brugðið.Í sama streng tekur Hallbera Gísladóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem var stödd á svæðinu í gærkvöldi. Segir hún að litlu hafi mátt muna að hún og félagar sínir yrðu undir í öllum æsingnum þegar mannfjöldinn reyndi að flýja svæðið. Það hafi lítið annað verið í stöðunni annað en að hlaupa af stað með mannfjöldanum. Mörgum er eflaust í fersku minni hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember síðastliðnum en gríðarlega öryggisgæsla í Frakklandi meðan á Evrópumótinu stendur. Þannig er leitað á öllum sem fara inn á aðdáendasvæðin en stranglega bannað er að fara með flugelda inn á svæðið.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15 Mikil hræðsla greip um sig á aðdáendasvæðinu í París vegna sprenginga Flugeldar voru sprengdir á aðdáendasvæði Evrópumótsins í París í kvöld, svokölluðu Fan Zone, en fjöldi Íslendinga var samankominn á svæðinu enda eru margir Íslendingar í París vegna landsleiksins við Frakka sem fram fer á morgun. 2. júlí 2016 21:47 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
„Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15
Mikil hræðsla greip um sig á aðdáendasvæðinu í París vegna sprenginga Flugeldar voru sprengdir á aðdáendasvæði Evrópumótsins í París í kvöld, svokölluðu Fan Zone, en fjöldi Íslendinga var samankominn á svæðinu enda eru margir Íslendingar í París vegna landsleiksins við Frakka sem fram fer á morgun. 2. júlí 2016 21:47
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent