„Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2016 11:15 Feðginin Gísli Gíslason og Hallbera Guðný Gísladóttir í París í morgun. Vísir/Vilhelm Hallbera Guðný Gísladóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir voru á meðal fjölmargra Íslendinga sem horfðu á viðureign Ítalíu og Þýskalands á stuðningsmannasvæðinu við Eiffel-turninn í París í gærkvöldi. Hallbera lýsir því hvernig þær voru fjórar saman að horfa á leikinn þegar þær sáu mikinn fjölda fólks koma á harðahlaupum í áttina til sín og eitthvað mikið að. Eins og Vísir greindi frá í gær greip um sig mikil hræðsla meðal áhorfenda þegar sprenging varð á stuðningsmannasvæðinu. Sprengingin var ekki það hávær að allir yrðu hennar varir en þeir sem voru nærri hlupu í burtu, hræðslan magnaðist og hundruð ef ekki þúsundir flýðu svæðið. Þeirra á meðal voru fyrrnefndar landsliðskonur Íslands. Í ljós kom að líklegast var um flugelda að ræða en þeir eru stranglega bannaðir á svæðinu. Hallbera var að að fá sér morgunhressingu með föður sínum Gísla Gíslasyni í hverfinu nærri Moulin Rouge þegar blaðamaður hitti á hana. Hún var hin hressasta en greinilegt á frásögn hennar að upplifunin í gærkvöldi var mikil lífsreynsla.Hefðu annars orðið undir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum,“ segir Hallbera en eftir töluverð hlaup stoppuðu þær aðeins. Fjöldinn hins vegar hélt áfram að hlaupa og segir Hallbera litlu hafa munað að þær yrðu hreinlega undir. Það hafi ekkert annað verið í stöðunni að halda áfram að hlaupa. Og stelpurnar hlupu allt þar til þær voru komnar upp á hótel. „Þá vissum við enn ekki hvað hefði gerst,“ segir Hallbera. Gísli faðir hennar og Skagamaður með meiru sat á veitingahúsi í borginni og horfði á leikinn þar. Hann þurfti því ekki að hlaupa en grínaðist með það að landsliðsstelpurnar héldu sér í formi. „Ég fór með þær í æfingar í tröppunum í Sigurboganum í gær og svo fengu þær þessa hlaupaæfingu í gær,“ sagði Gísli. Feðginin ætluðu að skoða Sacré Coeur basilikuna í dag og verða svo eflaust meðal þúsunda Íslendinga í upphitunarveislunni fyrir framan O’Sullivans bar við Moulin Rouge síðdegis. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekki bara Frakkar sem eiga yndislegar minningar frá Stade de France heldur við líka Í kvöld mæta strákarnir okkar heimamönnum í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. 3. júlí 2016 11:30 Löw: Sé til hvernig við spilum gegn Frakklandi ... eða Íslandi Áhugaverð uppákoma á blaðamannafundi þýska liðsins eftir sigurinn á Ítalíu í 8-liða úrslitum í gær. 3. júlí 2016 10:45 EM í dag: Heilagur leikdagur í París - amen Tómas Þór Þórðarson og Kolbeinn Tumi Daðason sóttu innblástur til æðri máttarvalda fyrir stórleik strákanna okkar gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 11:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir voru á meðal fjölmargra Íslendinga sem horfðu á viðureign Ítalíu og Þýskalands á stuðningsmannasvæðinu við Eiffel-turninn í París í gærkvöldi. Hallbera lýsir því hvernig þær voru fjórar saman að horfa á leikinn þegar þær sáu mikinn fjölda fólks koma á harðahlaupum í áttina til sín og eitthvað mikið að. Eins og Vísir greindi frá í gær greip um sig mikil hræðsla meðal áhorfenda þegar sprenging varð á stuðningsmannasvæðinu. Sprengingin var ekki það hávær að allir yrðu hennar varir en þeir sem voru nærri hlupu í burtu, hræðslan magnaðist og hundruð ef ekki þúsundir flýðu svæðið. Þeirra á meðal voru fyrrnefndar landsliðskonur Íslands. Í ljós kom að líklegast var um flugelda að ræða en þeir eru stranglega bannaðir á svæðinu. Hallbera var að að fá sér morgunhressingu með föður sínum Gísla Gíslasyni í hverfinu nærri Moulin Rouge þegar blaðamaður hitti á hana. Hún var hin hressasta en greinilegt á frásögn hennar að upplifunin í gærkvöldi var mikil lífsreynsla.Hefðu annars orðið undir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum,“ segir Hallbera en eftir töluverð hlaup stoppuðu þær aðeins. Fjöldinn hins vegar hélt áfram að hlaupa og segir Hallbera litlu hafa munað að þær yrðu hreinlega undir. Það hafi ekkert annað verið í stöðunni að halda áfram að hlaupa. Og stelpurnar hlupu allt þar til þær voru komnar upp á hótel. „Þá vissum við enn ekki hvað hefði gerst,“ segir Hallbera. Gísli faðir hennar og Skagamaður með meiru sat á veitingahúsi í borginni og horfði á leikinn þar. Hann þurfti því ekki að hlaupa en grínaðist með það að landsliðsstelpurnar héldu sér í formi. „Ég fór með þær í æfingar í tröppunum í Sigurboganum í gær og svo fengu þær þessa hlaupaæfingu í gær,“ sagði Gísli. Feðginin ætluðu að skoða Sacré Coeur basilikuna í dag og verða svo eflaust meðal þúsunda Íslendinga í upphitunarveislunni fyrir framan O’Sullivans bar við Moulin Rouge síðdegis. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekki bara Frakkar sem eiga yndislegar minningar frá Stade de France heldur við líka Í kvöld mæta strákarnir okkar heimamönnum í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. 3. júlí 2016 11:30 Löw: Sé til hvernig við spilum gegn Frakklandi ... eða Íslandi Áhugaverð uppákoma á blaðamannafundi þýska liðsins eftir sigurinn á Ítalíu í 8-liða úrslitum í gær. 3. júlí 2016 10:45 EM í dag: Heilagur leikdagur í París - amen Tómas Þór Þórðarson og Kolbeinn Tumi Daðason sóttu innblástur til æðri máttarvalda fyrir stórleik strákanna okkar gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 11:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Ekki bara Frakkar sem eiga yndislegar minningar frá Stade de France heldur við líka Í kvöld mæta strákarnir okkar heimamönnum í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. 3. júlí 2016 11:30
Löw: Sé til hvernig við spilum gegn Frakklandi ... eða Íslandi Áhugaverð uppákoma á blaðamannafundi þýska liðsins eftir sigurinn á Ítalíu í 8-liða úrslitum í gær. 3. júlí 2016 10:45
EM í dag: Heilagur leikdagur í París - amen Tómas Þór Þórðarson og Kolbeinn Tumi Daðason sóttu innblástur til æðri máttarvalda fyrir stórleik strákanna okkar gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 11:00