Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2016 13:32 Kristinn Hallur og félagar í Tólfunni á Stade de France í gærmorgun þegar þeir voru búnir að koma trommunum fyrir. „Þetta var hræðilegt og ömurlegt,“ segir Kristinn Hallur Jónsson, gjaldkeri Tólfunnar. Hann á ekki við úrslit leiksins gegn Frökkum á Stade de France í gærkvöldi heldur aðdraganda leiksins þegar tólf fulltrúar Tólfunnar áttu líkt og hundruð Íslendinga erfitt með sig þar sem afar erfitt reyndist að nálgast miðana á leikinn. Fátt benti til þess að fulltrúar Tólfunnar yrðu á leik Íslands og Frakklands eftir sigurinn á Englendingum í Nice. Flestir voru komnir aftur til Íslands eftir að KSÍ bauð hluta hópsins út á leikinn í Nice til að tryggja stuðning við íslenska liðið, sem vann frækinn 2-1 sigur í sextán liða úrslitum EM.Eftir sigurinn á Englendingum, og frábæran stuðning íslenskra stuðningsmanna, vildu margir leggja hönd á plóg til að tryggja að Tólfumenn yrðu á Stade de France gegn Frakklandi. Fyrst var Tólfunni boðin tíu sæti í leiguflugi til Parísar og KSÍ útvegaði tíu miða. Í framhaldinu bauð WOW tólf sæti til viðbótar í flugi til Frakklands og Eimskip og Epli buðust til að styrkja hópinn um miða. Í heildina voru því 22 Tólfur á leiðinni til Frakklands, tíu með miða frá KSÍ en tólf áttu eftir að útvega sér miða.Leikmennirnir horfðu á bláa hafið og þökkuðu fyrir sig í gærkvöldi.vísir/vilhelmÞreyttir en svöruðu kallinu„Þrátt fyrir þreytu margra eftir vikurnar tvær þá gátum við ekki sagt nei. Við vorum svakalega ánægðir með þennan velvilja og ákváðum að svara kallinu,“ segir Kristinn Hallur. Hann hafi fengið símtal sem hann muni ekki hvort hafi verið frá Birni Steinbekk eða Kristjáni Atla Baldurssyni, athafnamanni á Akureyri, sem hafi sagst geta tryggt Tólfunni tólf miða.Í framhaldi var sent út fréttatilkynning um samstarfið en Kristinn Hallur telur að um tuttugu fyrirtæki hafi komið að því að styrkja Tólfuna til Parísar og samanlagður styrkur líklega verið í kringum tvær milljónir. Þannig hafi verið hægt að styrkja meðlimi einnig með hótelgistingu og annan kostnað. Eimskip og Epli styrktu Tólfuna hvort um sig um 200 þúsund krónur svo dæmi séu tekin en sú upphæð átti að tryggja hópnum miða.„Þetta var svakalegur stuðningur og símtölin hættu ekki. Við tókum þessu bara vel og datt ekki í hug að maðkur væri í mysunni,“ segir Kristinn og vísar til miðavesensins sem upp kom í gær. Sjálfur missti Kristinn Hallur af fyrri hálfleiknum en nánar að því síðar í fréttinni.Björn Steinbekk, tónleikahaldari og athafnamaður.Vísir/StefánUEFA alfarið gegn endursölu miðaKristinn Hallur segir að Tólfan hafi tekið daginn snemma í gær, farið fyrir hádegi upp á leikvang með trommurnar og gert allt klárt. Svo hafi hann byrjað að hafa samband við Björn til að athuga hvar og hvenær hann gæti nálgast miðana. Svör Björns voru á þann veg að allt væri í góðu lagi, búið væri að tryggja miðana.Björn segir hins vegar í samtali við RÚV í dag að hann hafi átta sig á því á laugardagskvöld að 450 miðar sem hann hafði pantað, frá miðasöluaðila UEFA, myndu kannski ekki berast. Hann hafi því varið að reyna að útvega miða eftir öðrum leiðum.Rétt er að taka fram að Björn hefur ekki svarað símtölum eða fyrirspurnum fréttastofu og ekki sýnt fram á nein samskipti við Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA. Forsvarsmenn UEFA hafa aftur á móti mjög strangar reglur varðandi sölu á miðum á leiki á vegum sambandsins og leggjast alfarið gegn endursölu á miðum.Kristinn segist svo hafa fengið þær upplýsingar að smá töf yrði á afhendingu en miðar yrðu afhentir við leikvanginn frá klukkan 18.Ráðavilltir og miðalausir Íslendingar við Stade de France í gær.Mynd/Íris Björk HafsteinsdóttirMætti grátandi pariKristinn mætti með tólf manna Tólfuhópinn á leikvanginn tveimur klukkustundum fyrir leik, um klukkan 19. Klukkustund síðar var kona tengd Birni mætt með miðana og Björn sömuleiðis. Múgæsingur hafi skapast enda hafi allir ætlað að vera löngu mættir á völlinn.„Fólk vildi ekki missa af stóru stundinni, þjóðsöngnum og svona,“ segir Kristinn. Trommararnir hafi orðið alltof seinir á völlinn, verið mættir innan við hálftíma fyrir leik. Það sem verra var er að Tólfuhópurinn tvístraðist, Kristinn sat uppi með tvo miða í vasanum sem hann náði ekki að koma til meðlima Tólfunnar sem týndust í öllum látunum. Annar þeirra komst aldrei á leikinn.Þegar Kristinn var að mæta á völlinn mætti hann grátandi fólki fyrir utan innri inngang á leikvanginn. Um var að ræða Íslendinga sem höfðu glatað miðunum sínum og átti ekki að hleypa inn. Þau voru komin á svæði sem enginn kemst miðalaus en miðarnir horfnir, glataðir. Áfallið var mikið.Öryggisgæsla á leiknum var gríðarleg, eins og á öllu mótinu enda Frakkar með varann á vegna hryðjuverkaógnar. Kristinn reyndi að ræða við öryggisverði en það gekk ekki betur en svo að henda átti honum út. Hann náði símleiðis í félaga sinn, starfsmann á Stade de France, sem kom og skarst í leikinn. Þau fengu öll að fara inn en þá voru 35 mínútur liðnar af leiknum. Staðan orðin 2-0 fyrir Frakka.Hér má sjá fólk hópast saman í bið eftir miðum í París í gær.Mikil vonbrigðiKristinn er vægast sagt svekktur með gærkvöldi enda ólíkt þeim verkefnum sem hann hefur tekið að sér fyrir Tólfuna til þessa. Til að bæta gráu ofan á svart þá voru miðarnir fyrir Tólfunar tólf hér og þar um völlinn. Stakir miðar og tveir og tveir saman. Fjarri íslensku stuðningsmönnunum, sem voru mikil vonbrigði.„Ég stend í þessu fyrir Tólfuna því mér finnst svo gaman að sjá aðra glaða. Þess vegna er ég að taka að mér svona mörg hlutverk er snúa að skipulaginu,“ segir Kristinn.„Þegar svona gerist þá tekur það á.“Björn Steinbekk hefur ekki svarað símtölum eða fyrirspurnum fréttastofu. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02 Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
„Þetta var hræðilegt og ömurlegt,“ segir Kristinn Hallur Jónsson, gjaldkeri Tólfunnar. Hann á ekki við úrslit leiksins gegn Frökkum á Stade de France í gærkvöldi heldur aðdraganda leiksins þegar tólf fulltrúar Tólfunnar áttu líkt og hundruð Íslendinga erfitt með sig þar sem afar erfitt reyndist að nálgast miðana á leikinn. Fátt benti til þess að fulltrúar Tólfunnar yrðu á leik Íslands og Frakklands eftir sigurinn á Englendingum í Nice. Flestir voru komnir aftur til Íslands eftir að KSÍ bauð hluta hópsins út á leikinn í Nice til að tryggja stuðning við íslenska liðið, sem vann frækinn 2-1 sigur í sextán liða úrslitum EM.Eftir sigurinn á Englendingum, og frábæran stuðning íslenskra stuðningsmanna, vildu margir leggja hönd á plóg til að tryggja að Tólfumenn yrðu á Stade de France gegn Frakklandi. Fyrst var Tólfunni boðin tíu sæti í leiguflugi til Parísar og KSÍ útvegaði tíu miða. Í framhaldinu bauð WOW tólf sæti til viðbótar í flugi til Frakklands og Eimskip og Epli buðust til að styrkja hópinn um miða. Í heildina voru því 22 Tólfur á leiðinni til Frakklands, tíu með miða frá KSÍ en tólf áttu eftir að útvega sér miða.Leikmennirnir horfðu á bláa hafið og þökkuðu fyrir sig í gærkvöldi.vísir/vilhelmÞreyttir en svöruðu kallinu„Þrátt fyrir þreytu margra eftir vikurnar tvær þá gátum við ekki sagt nei. Við vorum svakalega ánægðir með þennan velvilja og ákváðum að svara kallinu,“ segir Kristinn Hallur. Hann hafi fengið símtal sem hann muni ekki hvort hafi verið frá Birni Steinbekk eða Kristjáni Atla Baldurssyni, athafnamanni á Akureyri, sem hafi sagst geta tryggt Tólfunni tólf miða.Í framhaldi var sent út fréttatilkynning um samstarfið en Kristinn Hallur telur að um tuttugu fyrirtæki hafi komið að því að styrkja Tólfuna til Parísar og samanlagður styrkur líklega verið í kringum tvær milljónir. Þannig hafi verið hægt að styrkja meðlimi einnig með hótelgistingu og annan kostnað. Eimskip og Epli styrktu Tólfuna hvort um sig um 200 þúsund krónur svo dæmi séu tekin en sú upphæð átti að tryggja hópnum miða.„Þetta var svakalegur stuðningur og símtölin hættu ekki. Við tókum þessu bara vel og datt ekki í hug að maðkur væri í mysunni,“ segir Kristinn og vísar til miðavesensins sem upp kom í gær. Sjálfur missti Kristinn Hallur af fyrri hálfleiknum en nánar að því síðar í fréttinni.Björn Steinbekk, tónleikahaldari og athafnamaður.Vísir/StefánUEFA alfarið gegn endursölu miðaKristinn Hallur segir að Tólfan hafi tekið daginn snemma í gær, farið fyrir hádegi upp á leikvang með trommurnar og gert allt klárt. Svo hafi hann byrjað að hafa samband við Björn til að athuga hvar og hvenær hann gæti nálgast miðana. Svör Björns voru á þann veg að allt væri í góðu lagi, búið væri að tryggja miðana.Björn segir hins vegar í samtali við RÚV í dag að hann hafi átta sig á því á laugardagskvöld að 450 miðar sem hann hafði pantað, frá miðasöluaðila UEFA, myndu kannski ekki berast. Hann hafi því varið að reyna að útvega miða eftir öðrum leiðum.Rétt er að taka fram að Björn hefur ekki svarað símtölum eða fyrirspurnum fréttastofu og ekki sýnt fram á nein samskipti við Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA. Forsvarsmenn UEFA hafa aftur á móti mjög strangar reglur varðandi sölu á miðum á leiki á vegum sambandsins og leggjast alfarið gegn endursölu á miðum.Kristinn segist svo hafa fengið þær upplýsingar að smá töf yrði á afhendingu en miðar yrðu afhentir við leikvanginn frá klukkan 18.Ráðavilltir og miðalausir Íslendingar við Stade de France í gær.Mynd/Íris Björk HafsteinsdóttirMætti grátandi pariKristinn mætti með tólf manna Tólfuhópinn á leikvanginn tveimur klukkustundum fyrir leik, um klukkan 19. Klukkustund síðar var kona tengd Birni mætt með miðana og Björn sömuleiðis. Múgæsingur hafi skapast enda hafi allir ætlað að vera löngu mættir á völlinn.„Fólk vildi ekki missa af stóru stundinni, þjóðsöngnum og svona,“ segir Kristinn. Trommararnir hafi orðið alltof seinir á völlinn, verið mættir innan við hálftíma fyrir leik. Það sem verra var er að Tólfuhópurinn tvístraðist, Kristinn sat uppi með tvo miða í vasanum sem hann náði ekki að koma til meðlima Tólfunnar sem týndust í öllum látunum. Annar þeirra komst aldrei á leikinn.Þegar Kristinn var að mæta á völlinn mætti hann grátandi fólki fyrir utan innri inngang á leikvanginn. Um var að ræða Íslendinga sem höfðu glatað miðunum sínum og átti ekki að hleypa inn. Þau voru komin á svæði sem enginn kemst miðalaus en miðarnir horfnir, glataðir. Áfallið var mikið.Öryggisgæsla á leiknum var gríðarleg, eins og á öllu mótinu enda Frakkar með varann á vegna hryðjuverkaógnar. Kristinn reyndi að ræða við öryggisverði en það gekk ekki betur en svo að henda átti honum út. Hann náði símleiðis í félaga sinn, starfsmann á Stade de France, sem kom og skarst í leikinn. Þau fengu öll að fara inn en þá voru 35 mínútur liðnar af leiknum. Staðan orðin 2-0 fyrir Frakka.Hér má sjá fólk hópast saman í bið eftir miðum í París í gær.Mikil vonbrigðiKristinn er vægast sagt svekktur með gærkvöldi enda ólíkt þeim verkefnum sem hann hefur tekið að sér fyrir Tólfuna til þessa. Til að bæta gráu ofan á svart þá voru miðarnir fyrir Tólfunar tólf hér og þar um völlinn. Stakir miðar og tveir og tveir saman. Fjarri íslensku stuðningsmönnunum, sem voru mikil vonbrigði.„Ég stend í þessu fyrir Tólfuna því mér finnst svo gaman að sjá aðra glaða. Þess vegna er ég að taka að mér svona mörg hlutverk er snúa að skipulaginu,“ segir Kristinn.„Þegar svona gerist þá tekur það á.“Björn Steinbekk hefur ekki svarað símtölum eða fyrirspurnum fréttastofu.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02 Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17
Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02
Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31
Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38