Tólfunni tryggðir miðar á leik Íslands og Frakklands: „Við erum í skýjunum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2016 08:50 Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa heldur betur stutt við bakið á okkar mönnum. Vísir/EPA 22 meðlimum Tólfunnar, stuðningssveit íslenska landsliðsins í fótbolta, hafa verið tryggðir miðar á leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum EM í Frakklandi sem fram fer á sunnudag. Búið var að tryggja flugsæti fyrir þessa 22 en ekki voru allir komnir með miða á leikinn. Er það nú frágengið. „Við fengum þessar fréttir í gærkvöldi og við erum í skýjunum,“ segir Kristinn Hallur Jónsson meðlimur Tólfunnar. „Við vissum eiginlega ekki hvaðan á okkur stóð veðrið í gær. Síminn stoppaði hreinlega ekki.“ Í gærmorgun leit nefnilega út fyrir að enginn Tólfumanna yrði á leiknum en fyrirtæki voru fljót að bregðast við. 23 auglýsingastofa tók af skarið í gær og lagði til tíu flugsæti í sérstakri flugvél sem leigð var til þess að ferja landsmenn á leikinn og flugfélagið WOW air fylgdi í kjölfarið og bauð tólf sæti í vél sem var bætt við í gær.Sjá einnig: Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“Stuðningsmenn Íslands hafa verið frábærir á EM.vísir/vilhelmFyrirtækin Epli og Eimskip kaupa miðana fyrir stuðningsmannaklúbbinn en Bjarni Ákason hjá Epli segir mikilvægt að tólfti maður landsliðsins verði á leiknum. „Það hefur sýnt sig á undanförnum leikjum að stuðningurinn er liðinu afar mikilvægur. Því var ekki annað hægt en að aðstoða við að tryggja þessum frábæru stuðningsmönnum miða. Þeir mæta með gleðina að vopni og brýna okkur fyrir slaginn gegn Frökkum.“ Í gær voru tíu Tólfumenn komnir með miða á leikinn en nú er búið að tryggja þeim 22 sem fara miða á leikinn. Joe Fraga, sem starfað hefur að uppgangi knattspyrnu í Bandaríkjunum og er mikill áhugamaður um íslenska knattspyrnu, og Björn Steinbekk, eigandi Sónar Reykjavík, höfðu milligöngu um kaup miðanna en þeir hafa aðstoðað Íslendinga við að fá miða á leiki Íslands í Frakklandi.Sjá einnig: Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í GarðabæÓlafur Hand hjá Eimskip segir að nauðsynlegt sé að hafa Tólfuna á vellinum þegar spilað verði við heimamenn Frakka. „Árangur íslenska liðsins er undraverður og ber hróður landsins um allan heim. Þá hafa fjölmargir stuðningsmenn landlðsins vakið heimsathygli og Tólfan slegið tóninn. Á þessari stundu er mikilvægt að liðið fái allan þann stuðning sem það getur fengið úr stúkunni. Að spila á móti heimaliðinu er erfitt og því verður krafturinn sem fylgir Tólfunni að njóta sín á vellinum.“ Árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem leikur nú í 8 liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi er nú þegar orðinn einstakur og hefur stuðningur við liðið, undir forystu Tólfunnar, vakið hrifningu um allan heim. EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í Garðabæ Margir hafa velt fyrir sér uppruna söngs íslensku stuðningsmannanna á EM sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. 28. júní 2016 14:37 Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“ Í morgun leit út fyrir að enginn Tólfumanna kæmist á leik Íslands gegn Frakklandi á sunnudag en skjótt skipast veður í lofti. 29. júní 2016 19:03 Sonur fyrirliðans sprengir krúttskalann: Klappaði með pabba sínum sem leiddi víkingaópin Hinn eins og hálfs árs gamli sonur Arons Einars fylgdist með pabba sínum í sjónvarpinu leiða stríðssöng bláa hafsins. 29. júní 2016 22:03 Hækkun flugverðs innan marka 30. júní 2016 07:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
22 meðlimum Tólfunnar, stuðningssveit íslenska landsliðsins í fótbolta, hafa verið tryggðir miðar á leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum EM í Frakklandi sem fram fer á sunnudag. Búið var að tryggja flugsæti fyrir þessa 22 en ekki voru allir komnir með miða á leikinn. Er það nú frágengið. „Við fengum þessar fréttir í gærkvöldi og við erum í skýjunum,“ segir Kristinn Hallur Jónsson meðlimur Tólfunnar. „Við vissum eiginlega ekki hvaðan á okkur stóð veðrið í gær. Síminn stoppaði hreinlega ekki.“ Í gærmorgun leit nefnilega út fyrir að enginn Tólfumanna yrði á leiknum en fyrirtæki voru fljót að bregðast við. 23 auglýsingastofa tók af skarið í gær og lagði til tíu flugsæti í sérstakri flugvél sem leigð var til þess að ferja landsmenn á leikinn og flugfélagið WOW air fylgdi í kjölfarið og bauð tólf sæti í vél sem var bætt við í gær.Sjá einnig: Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“Stuðningsmenn Íslands hafa verið frábærir á EM.vísir/vilhelmFyrirtækin Epli og Eimskip kaupa miðana fyrir stuðningsmannaklúbbinn en Bjarni Ákason hjá Epli segir mikilvægt að tólfti maður landsliðsins verði á leiknum. „Það hefur sýnt sig á undanförnum leikjum að stuðningurinn er liðinu afar mikilvægur. Því var ekki annað hægt en að aðstoða við að tryggja þessum frábæru stuðningsmönnum miða. Þeir mæta með gleðina að vopni og brýna okkur fyrir slaginn gegn Frökkum.“ Í gær voru tíu Tólfumenn komnir með miða á leikinn en nú er búið að tryggja þeim 22 sem fara miða á leikinn. Joe Fraga, sem starfað hefur að uppgangi knattspyrnu í Bandaríkjunum og er mikill áhugamaður um íslenska knattspyrnu, og Björn Steinbekk, eigandi Sónar Reykjavík, höfðu milligöngu um kaup miðanna en þeir hafa aðstoðað Íslendinga við að fá miða á leiki Íslands í Frakklandi.Sjá einnig: Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í GarðabæÓlafur Hand hjá Eimskip segir að nauðsynlegt sé að hafa Tólfuna á vellinum þegar spilað verði við heimamenn Frakka. „Árangur íslenska liðsins er undraverður og ber hróður landsins um allan heim. Þá hafa fjölmargir stuðningsmenn landlðsins vakið heimsathygli og Tólfan slegið tóninn. Á þessari stundu er mikilvægt að liðið fái allan þann stuðning sem það getur fengið úr stúkunni. Að spila á móti heimaliðinu er erfitt og því verður krafturinn sem fylgir Tólfunni að njóta sín á vellinum.“ Árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem leikur nú í 8 liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi er nú þegar orðinn einstakur og hefur stuðningur við liðið, undir forystu Tólfunnar, vakið hrifningu um allan heim.
EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í Garðabæ Margir hafa velt fyrir sér uppruna söngs íslensku stuðningsmannanna á EM sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. 28. júní 2016 14:37 Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“ Í morgun leit út fyrir að enginn Tólfumanna kæmist á leik Íslands gegn Frakklandi á sunnudag en skjótt skipast veður í lofti. 29. júní 2016 19:03 Sonur fyrirliðans sprengir krúttskalann: Klappaði með pabba sínum sem leiddi víkingaópin Hinn eins og hálfs árs gamli sonur Arons Einars fylgdist með pabba sínum í sjónvarpinu leiða stríðssöng bláa hafsins. 29. júní 2016 22:03 Hækkun flugverðs innan marka 30. júní 2016 07:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í Garðabæ Margir hafa velt fyrir sér uppruna söngs íslensku stuðningsmannanna á EM sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. 28. júní 2016 14:37
Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“ Í morgun leit út fyrir að enginn Tólfumanna kæmist á leik Íslands gegn Frakklandi á sunnudag en skjótt skipast veður í lofti. 29. júní 2016 19:03
Sonur fyrirliðans sprengir krúttskalann: Klappaði með pabba sínum sem leiddi víkingaópin Hinn eins og hálfs árs gamli sonur Arons Einars fylgdist með pabba sínum í sjónvarpinu leiða stríðssöng bláa hafsins. 29. júní 2016 22:03