Tólfunni tryggðir miðar á leik Íslands og Frakklands: „Við erum í skýjunum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2016 08:50 Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa heldur betur stutt við bakið á okkar mönnum. Vísir/EPA 22 meðlimum Tólfunnar, stuðningssveit íslenska landsliðsins í fótbolta, hafa verið tryggðir miðar á leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum EM í Frakklandi sem fram fer á sunnudag. Búið var að tryggja flugsæti fyrir þessa 22 en ekki voru allir komnir með miða á leikinn. Er það nú frágengið. „Við fengum þessar fréttir í gærkvöldi og við erum í skýjunum,“ segir Kristinn Hallur Jónsson meðlimur Tólfunnar. „Við vissum eiginlega ekki hvaðan á okkur stóð veðrið í gær. Síminn stoppaði hreinlega ekki.“ Í gærmorgun leit nefnilega út fyrir að enginn Tólfumanna yrði á leiknum en fyrirtæki voru fljót að bregðast við. 23 auglýsingastofa tók af skarið í gær og lagði til tíu flugsæti í sérstakri flugvél sem leigð var til þess að ferja landsmenn á leikinn og flugfélagið WOW air fylgdi í kjölfarið og bauð tólf sæti í vél sem var bætt við í gær.Sjá einnig: Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“Stuðningsmenn Íslands hafa verið frábærir á EM.vísir/vilhelmFyrirtækin Epli og Eimskip kaupa miðana fyrir stuðningsmannaklúbbinn en Bjarni Ákason hjá Epli segir mikilvægt að tólfti maður landsliðsins verði á leiknum. „Það hefur sýnt sig á undanförnum leikjum að stuðningurinn er liðinu afar mikilvægur. Því var ekki annað hægt en að aðstoða við að tryggja þessum frábæru stuðningsmönnum miða. Þeir mæta með gleðina að vopni og brýna okkur fyrir slaginn gegn Frökkum.“ Í gær voru tíu Tólfumenn komnir með miða á leikinn en nú er búið að tryggja þeim 22 sem fara miða á leikinn. Joe Fraga, sem starfað hefur að uppgangi knattspyrnu í Bandaríkjunum og er mikill áhugamaður um íslenska knattspyrnu, og Björn Steinbekk, eigandi Sónar Reykjavík, höfðu milligöngu um kaup miðanna en þeir hafa aðstoðað Íslendinga við að fá miða á leiki Íslands í Frakklandi.Sjá einnig: Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í GarðabæÓlafur Hand hjá Eimskip segir að nauðsynlegt sé að hafa Tólfuna á vellinum þegar spilað verði við heimamenn Frakka. „Árangur íslenska liðsins er undraverður og ber hróður landsins um allan heim. Þá hafa fjölmargir stuðningsmenn landlðsins vakið heimsathygli og Tólfan slegið tóninn. Á þessari stundu er mikilvægt að liðið fái allan þann stuðning sem það getur fengið úr stúkunni. Að spila á móti heimaliðinu er erfitt og því verður krafturinn sem fylgir Tólfunni að njóta sín á vellinum.“ Árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem leikur nú í 8 liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi er nú þegar orðinn einstakur og hefur stuðningur við liðið, undir forystu Tólfunnar, vakið hrifningu um allan heim. EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í Garðabæ Margir hafa velt fyrir sér uppruna söngs íslensku stuðningsmannanna á EM sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. 28. júní 2016 14:37 Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“ Í morgun leit út fyrir að enginn Tólfumanna kæmist á leik Íslands gegn Frakklandi á sunnudag en skjótt skipast veður í lofti. 29. júní 2016 19:03 Sonur fyrirliðans sprengir krúttskalann: Klappaði með pabba sínum sem leiddi víkingaópin Hinn eins og hálfs árs gamli sonur Arons Einars fylgdist með pabba sínum í sjónvarpinu leiða stríðssöng bláa hafsins. 29. júní 2016 22:03 Hækkun flugverðs innan marka 30. júní 2016 07:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
22 meðlimum Tólfunnar, stuðningssveit íslenska landsliðsins í fótbolta, hafa verið tryggðir miðar á leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum EM í Frakklandi sem fram fer á sunnudag. Búið var að tryggja flugsæti fyrir þessa 22 en ekki voru allir komnir með miða á leikinn. Er það nú frágengið. „Við fengum þessar fréttir í gærkvöldi og við erum í skýjunum,“ segir Kristinn Hallur Jónsson meðlimur Tólfunnar. „Við vissum eiginlega ekki hvaðan á okkur stóð veðrið í gær. Síminn stoppaði hreinlega ekki.“ Í gærmorgun leit nefnilega út fyrir að enginn Tólfumanna yrði á leiknum en fyrirtæki voru fljót að bregðast við. 23 auglýsingastofa tók af skarið í gær og lagði til tíu flugsæti í sérstakri flugvél sem leigð var til þess að ferja landsmenn á leikinn og flugfélagið WOW air fylgdi í kjölfarið og bauð tólf sæti í vél sem var bætt við í gær.Sjá einnig: Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“Stuðningsmenn Íslands hafa verið frábærir á EM.vísir/vilhelmFyrirtækin Epli og Eimskip kaupa miðana fyrir stuðningsmannaklúbbinn en Bjarni Ákason hjá Epli segir mikilvægt að tólfti maður landsliðsins verði á leiknum. „Það hefur sýnt sig á undanförnum leikjum að stuðningurinn er liðinu afar mikilvægur. Því var ekki annað hægt en að aðstoða við að tryggja þessum frábæru stuðningsmönnum miða. Þeir mæta með gleðina að vopni og brýna okkur fyrir slaginn gegn Frökkum.“ Í gær voru tíu Tólfumenn komnir með miða á leikinn en nú er búið að tryggja þeim 22 sem fara miða á leikinn. Joe Fraga, sem starfað hefur að uppgangi knattspyrnu í Bandaríkjunum og er mikill áhugamaður um íslenska knattspyrnu, og Björn Steinbekk, eigandi Sónar Reykjavík, höfðu milligöngu um kaup miðanna en þeir hafa aðstoðað Íslendinga við að fá miða á leiki Íslands í Frakklandi.Sjá einnig: Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í GarðabæÓlafur Hand hjá Eimskip segir að nauðsynlegt sé að hafa Tólfuna á vellinum þegar spilað verði við heimamenn Frakka. „Árangur íslenska liðsins er undraverður og ber hróður landsins um allan heim. Þá hafa fjölmargir stuðningsmenn landlðsins vakið heimsathygli og Tólfan slegið tóninn. Á þessari stundu er mikilvægt að liðið fái allan þann stuðning sem það getur fengið úr stúkunni. Að spila á móti heimaliðinu er erfitt og því verður krafturinn sem fylgir Tólfunni að njóta sín á vellinum.“ Árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem leikur nú í 8 liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi er nú þegar orðinn einstakur og hefur stuðningur við liðið, undir forystu Tólfunnar, vakið hrifningu um allan heim.
EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í Garðabæ Margir hafa velt fyrir sér uppruna söngs íslensku stuðningsmannanna á EM sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. 28. júní 2016 14:37 Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“ Í morgun leit út fyrir að enginn Tólfumanna kæmist á leik Íslands gegn Frakklandi á sunnudag en skjótt skipast veður í lofti. 29. júní 2016 19:03 Sonur fyrirliðans sprengir krúttskalann: Klappaði með pabba sínum sem leiddi víkingaópin Hinn eins og hálfs árs gamli sonur Arons Einars fylgdist með pabba sínum í sjónvarpinu leiða stríðssöng bláa hafsins. 29. júní 2016 22:03 Hækkun flugverðs innan marka 30. júní 2016 07:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í Garðabæ Margir hafa velt fyrir sér uppruna söngs íslensku stuðningsmannanna á EM sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. 28. júní 2016 14:37
Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“ Í morgun leit út fyrir að enginn Tólfumanna kæmist á leik Íslands gegn Frakklandi á sunnudag en skjótt skipast veður í lofti. 29. júní 2016 19:03
Sonur fyrirliðans sprengir krúttskalann: Klappaði með pabba sínum sem leiddi víkingaópin Hinn eins og hálfs árs gamli sonur Arons Einars fylgdist með pabba sínum í sjónvarpinu leiða stríðssöng bláa hafsins. 29. júní 2016 22:03