Fleiri þurfa leiðréttingu Elín Björg Jónsdóttir skrifar 5. júlí 2016 07:00 Kjararáð ákvað í júní að hækka laun ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta um tugi prósenta. Rökin fyrir þeirri hækkun voru þau að álag í starfi þessa fámenna hóps hálaunafólks hafi aukist verulega. Engin ástæða er til að rengja að svo sé, en rétt að benda á að það sama á við um fjölmarga aðra hópa sem hljóta nú að krefjast sambærilegrar leiðréttingar. Kröfur um leiðréttingu á launum vegna aukins álags hafa hingað til átt lítinn hljómgrunn meðal hins opinbera eða vinnuveitenda á almenna markaðinum. Félag íslenskra flugumferðarstjóra benti til að mynda ítrekað á aukið álag á þeirra félagsmenn í kjaraviðræðum við Isavia. Enginn áhugi var á að bregðast við auknu álagi þar með því að hækka laun. Þess í stað settu stjórnvöld lög á hóflegar aðgerðir sem félagið hafði staðið fyrir til að leggja áherslu á kröfur sínar. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum yfir stéttir sem upplifað hafa verulega aukið álag í starfi á undanförnum árum. Nú þegar kjararáð hefur sett fordæmi um tuga prósenta launahækkanir vegna aukins álags í starfi er ljóst hverjar kröfur þeirra hópa verða. Það verður auðvitað ekki látið líðast að venjulegt launafólk eigi enn og aftur að bera ábyrgð á því að viðhalda stöðugleika á meðan aðrir fá ríflegar launahækkanir.Fagna breytingum fjármálaráðherra Það er fagnaðarefni að fjármálaráðherra boði verulegar breytingar á kjararáði og að hundruð starfsmanna sem nú heyri undir ráðið eigi á ný að fá samningsrétt. BSRB telur löngu tímabært að fækka þeim verulega sem heyra undir kjararáð, sem ákveður einhliða kjör allt of margra starfsmanna. Það er grundvallarréttur launafólks að semja um kaup og kjör og óþolandi að búa við að kjararáð skammti þeim kaup og kjör eftir hentugleika. En það sama á auðvitað við um gerðardóm sem nú mun ákvarða laun flugumferðarstjóra í kjölfar lagasetningar stjórnvalda. Það er jafn óþolandi að rétturinn til að semja um kaup og kjör sé tekinn af heilu stéttunum með slíkri lagasetningu í boði stjórnvalda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Kjararáð ákvað í júní að hækka laun ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta um tugi prósenta. Rökin fyrir þeirri hækkun voru þau að álag í starfi þessa fámenna hóps hálaunafólks hafi aukist verulega. Engin ástæða er til að rengja að svo sé, en rétt að benda á að það sama á við um fjölmarga aðra hópa sem hljóta nú að krefjast sambærilegrar leiðréttingar. Kröfur um leiðréttingu á launum vegna aukins álags hafa hingað til átt lítinn hljómgrunn meðal hins opinbera eða vinnuveitenda á almenna markaðinum. Félag íslenskra flugumferðarstjóra benti til að mynda ítrekað á aukið álag á þeirra félagsmenn í kjaraviðræðum við Isavia. Enginn áhugi var á að bregðast við auknu álagi þar með því að hækka laun. Þess í stað settu stjórnvöld lög á hóflegar aðgerðir sem félagið hafði staðið fyrir til að leggja áherslu á kröfur sínar. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum yfir stéttir sem upplifað hafa verulega aukið álag í starfi á undanförnum árum. Nú þegar kjararáð hefur sett fordæmi um tuga prósenta launahækkanir vegna aukins álags í starfi er ljóst hverjar kröfur þeirra hópa verða. Það verður auðvitað ekki látið líðast að venjulegt launafólk eigi enn og aftur að bera ábyrgð á því að viðhalda stöðugleika á meðan aðrir fá ríflegar launahækkanir.Fagna breytingum fjármálaráðherra Það er fagnaðarefni að fjármálaráðherra boði verulegar breytingar á kjararáði og að hundruð starfsmanna sem nú heyri undir ráðið eigi á ný að fá samningsrétt. BSRB telur löngu tímabært að fækka þeim verulega sem heyra undir kjararáð, sem ákveður einhliða kjör allt of margra starfsmanna. Það er grundvallarréttur launafólks að semja um kaup og kjör og óþolandi að búa við að kjararáð skammti þeim kaup og kjör eftir hentugleika. En það sama á auðvitað við um gerðardóm sem nú mun ákvarða laun flugumferðarstjóra í kjölfar lagasetningar stjórnvalda. Það er jafn óþolandi að rétturinn til að semja um kaup og kjör sé tekinn af heilu stéttunum með slíkri lagasetningu í boði stjórnvalda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun