Ættarmót allra Íslendinga Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 6. júlí 2016 09:30 Friðrik Ómar segir mikið stuð og stemningu hafa verið á tónleikunum í fyrra en hér má sjá hópinn sem kom fram þá ásamt tónleikagestum. Mynd/Rigg Líkt og farið er yfir á blaðsíðunni hér fyrir framan úir og grúir af alls kyns bæjarhátíðum vítt og breitt um landið í sumar. Ein af þeim hátíðum sem haldnar eru árlega er Fiskidagurinn mikli á Dalvík sem fer fram þann 6. ágúst næstkomandi en órjúfanlegur hluti af þeim hátíðarhöldum er ekki bara að skella í sig fiskisúpu heldur einnig tónleikaveisla á hafnarsvæðinu auk flugeldasýningar. Mikil fjöldi fólks hefur sótt hátíðina heim og segir Friðrik Ómar hjá Rigg viðburðum því töluverða pressu vera á því að tónleikarnir séu hinir glæsilegustu og eitthvað fyrir alla að sjá. „Þetta er bara stórt ættarmót sem öllum Íslendingum er boðið á. Það er enginn aðgangseyrir nema bara það að ganga vel um og þetta hefur alltaf tekist frábærlega,“ segir Friðrik hress og kátur. Í ár verður öllu til tjaldað og lofar Friðrik góðu stuði en í ár koma fram Eyþór Ingi, Friðrik Ómar, Matti Matt, Dagur Sigurðsson, Gissur Páll, Helena Eyjólfs, Hulda Björk, Jóhanna Guðrún, KK, Laddi, Magni, Regína, Salka Sól, Selma Björns, BMX, Karlakór Dalvíkur, Kvennakórinn Salka ásamt hljómsveit Rigg viðburða. Er þetta í fjórða skiptið sem viðburðafyrirtækið efnir til stórtónleika í samstarfi við Fiskidaginn og Samherja. Íslendingar eru auðvitað oft og tíðum talsvert uppteknir af veðrinu og segist Friðrik sjálfur búast við góðu veðri fyrir hátíðarhöldin, undanfarin ár hafi gefið tilefni til þess. „Það er alltaf gott veður á Fiskideginum mikla og ég er ekkert að djóka með það.“ Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Sjá meira
Líkt og farið er yfir á blaðsíðunni hér fyrir framan úir og grúir af alls kyns bæjarhátíðum vítt og breitt um landið í sumar. Ein af þeim hátíðum sem haldnar eru árlega er Fiskidagurinn mikli á Dalvík sem fer fram þann 6. ágúst næstkomandi en órjúfanlegur hluti af þeim hátíðarhöldum er ekki bara að skella í sig fiskisúpu heldur einnig tónleikaveisla á hafnarsvæðinu auk flugeldasýningar. Mikil fjöldi fólks hefur sótt hátíðina heim og segir Friðrik Ómar hjá Rigg viðburðum því töluverða pressu vera á því að tónleikarnir séu hinir glæsilegustu og eitthvað fyrir alla að sjá. „Þetta er bara stórt ættarmót sem öllum Íslendingum er boðið á. Það er enginn aðgangseyrir nema bara það að ganga vel um og þetta hefur alltaf tekist frábærlega,“ segir Friðrik hress og kátur. Í ár verður öllu til tjaldað og lofar Friðrik góðu stuði en í ár koma fram Eyþór Ingi, Friðrik Ómar, Matti Matt, Dagur Sigurðsson, Gissur Páll, Helena Eyjólfs, Hulda Björk, Jóhanna Guðrún, KK, Laddi, Magni, Regína, Salka Sól, Selma Björns, BMX, Karlakór Dalvíkur, Kvennakórinn Salka ásamt hljómsveit Rigg viðburða. Er þetta í fjórða skiptið sem viðburðafyrirtækið efnir til stórtónleika í samstarfi við Fiskidaginn og Samherja. Íslendingar eru auðvitað oft og tíðum talsvert uppteknir af veðrinu og segist Friðrik sjálfur búast við góðu veðri fyrir hátíðarhöldin, undanfarin ár hafi gefið tilefni til þess. „Það er alltaf gott veður á Fiskideginum mikla og ég er ekkert að djóka með það.“
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Sjá meira