Á fimmta degi hungurverkfalls Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. júlí 2016 19:15 Raisan Al-Shimani segist ekki ætla að fara lifandi aftur til Írak. VÍSIR/SKJÁSKOT Hælisleitandi frá Írak er nú á fimmta degi hungurverkfalls og biðlar til íslenskra stjórnvalda að taka mál hans til efnislegrar skoðunar. Hann varð vitni að því þegar lögreglumenn drógu samlanda hans með valdi út úr Lauganeskirkju í síðustu viku og óttast að hljóta sömu örlög. Raisan Al-Shimani er 39 ára og hefur dvalið hér á landi í sjö mánuði. Hann var hermaður í heimalandinu en segist hafa þurft að flýja eftir að hafa lent í átökum við sjálfstæðar hersveitir sem ógnuðu honum og fjölskyldu hans. Raisan var viðstaddur þegar lögregla flutti tvo samlanda hans úr Laugarneskirkju sendi þá með flugvél til Noregs fyrir viku síðan. Hann segist vera í áfalli vegna meðferðarinnar sem þeir hlutu og óttast að hljóta sömu örlög. Hann hefur verið í hungurverkfalli í fimm daga vegna þessa. „Hinir eru í fangelsi núna og þetta er erfitt. Mér leið mjög illa. Við erum manneskjur, ekki bara tölur. Fólk verður að skilja það að við erum ekki tölur heldur manneskjur.“ Raisan segir að hann verði sendur aftur til Írak verði honum vísað frá Íslandi til Noregs líkt og vinum hans í síðustu viku. Segist hann frekar vilja deyja á Íslandi en fara aftur til Írak þar sem hann sé í lífshættu. „Ég vil ekki fara lifandi til Írak. Þegar ég er dauður geta þeir gert það við mig sem þeir vilja,“ segir hann. Ljóst er að Raisan verður vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en hann segist ætla að halda hungurverkfallinu áfram þar til yfirvöld taka mál hans til efnislegrar umfjöllunar. „Þetta er eina leiðin. Þetta er eina valið sem ég hef þessa stundina. Íslenskir prestar segja yfirvöldum að þau verði að taka betur á móti flóttamönnum. Við höfum ekki framið neina glæpi hérna. Það eina sem við höfum gert er að sækjast eftir friði, við sækjumst eftir réttlæti og öryggi, þess vegna erum við hér.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00 Þingmaður kallar eftir aðskilnaði ríkis og kirkju styðji hún presta Laugarneskirkju Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ósáttur við presta í Laugarneskirkju sem gerðu tilraun til þess að hýsa hælisleitendur sem vísa átti úr landi. 4. júlí 2016 13:15 Er Bagdad örugg borg, eða hvað um Írak? Raisan Al-shimani er flóttamaður frá Írak og vinur minn. Eftirfarandi er saga hans, en hann bað mig um að skrifa um hana, þar sem hann kann ekki hvorki ensku né íslensku. 5. júlí 2016 17:07 „Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09 Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Aðgerðir lögreglu harkalegar, segir Kristín Þóra Tómasdóttir. 28. júní 2016 20:22 Biskup Íslands: Kirkjan mun ekki taka stöðu gegn lögum „Þarna er kirkjan hins vegar að standa með þeim sem standa höllum fæti. Kirkjan vill styðja við mannúð í nafni kærleikans,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir. 5. júlí 2016 18:01 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutan Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Hælisleitandi frá Írak er nú á fimmta degi hungurverkfalls og biðlar til íslenskra stjórnvalda að taka mál hans til efnislegrar skoðunar. Hann varð vitni að því þegar lögreglumenn drógu samlanda hans með valdi út úr Lauganeskirkju í síðustu viku og óttast að hljóta sömu örlög. Raisan Al-Shimani er 39 ára og hefur dvalið hér á landi í sjö mánuði. Hann var hermaður í heimalandinu en segist hafa þurft að flýja eftir að hafa lent í átökum við sjálfstæðar hersveitir sem ógnuðu honum og fjölskyldu hans. Raisan var viðstaddur þegar lögregla flutti tvo samlanda hans úr Laugarneskirkju sendi þá með flugvél til Noregs fyrir viku síðan. Hann segist vera í áfalli vegna meðferðarinnar sem þeir hlutu og óttast að hljóta sömu örlög. Hann hefur verið í hungurverkfalli í fimm daga vegna þessa. „Hinir eru í fangelsi núna og þetta er erfitt. Mér leið mjög illa. Við erum manneskjur, ekki bara tölur. Fólk verður að skilja það að við erum ekki tölur heldur manneskjur.“ Raisan segir að hann verði sendur aftur til Írak verði honum vísað frá Íslandi til Noregs líkt og vinum hans í síðustu viku. Segist hann frekar vilja deyja á Íslandi en fara aftur til Írak þar sem hann sé í lífshættu. „Ég vil ekki fara lifandi til Írak. Þegar ég er dauður geta þeir gert það við mig sem þeir vilja,“ segir hann. Ljóst er að Raisan verður vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en hann segist ætla að halda hungurverkfallinu áfram þar til yfirvöld taka mál hans til efnislegrar umfjöllunar. „Þetta er eina leiðin. Þetta er eina valið sem ég hef þessa stundina. Íslenskir prestar segja yfirvöldum að þau verði að taka betur á móti flóttamönnum. Við höfum ekki framið neina glæpi hérna. Það eina sem við höfum gert er að sækjast eftir friði, við sækjumst eftir réttlæti og öryggi, þess vegna erum við hér.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00 Þingmaður kallar eftir aðskilnaði ríkis og kirkju styðji hún presta Laugarneskirkju Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ósáttur við presta í Laugarneskirkju sem gerðu tilraun til þess að hýsa hælisleitendur sem vísa átti úr landi. 4. júlí 2016 13:15 Er Bagdad örugg borg, eða hvað um Írak? Raisan Al-shimani er flóttamaður frá Írak og vinur minn. Eftirfarandi er saga hans, en hann bað mig um að skrifa um hana, þar sem hann kann ekki hvorki ensku né íslensku. 5. júlí 2016 17:07 „Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09 Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Aðgerðir lögreglu harkalegar, segir Kristín Þóra Tómasdóttir. 28. júní 2016 20:22 Biskup Íslands: Kirkjan mun ekki taka stöðu gegn lögum „Þarna er kirkjan hins vegar að standa með þeim sem standa höllum fæti. Kirkjan vill styðja við mannúð í nafni kærleikans,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir. 5. júlí 2016 18:01 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutan Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00
Þingmaður kallar eftir aðskilnaði ríkis og kirkju styðji hún presta Laugarneskirkju Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ósáttur við presta í Laugarneskirkju sem gerðu tilraun til þess að hýsa hælisleitendur sem vísa átti úr landi. 4. júlí 2016 13:15
Er Bagdad örugg borg, eða hvað um Írak? Raisan Al-shimani er flóttamaður frá Írak og vinur minn. Eftirfarandi er saga hans, en hann bað mig um að skrifa um hana, þar sem hann kann ekki hvorki ensku né íslensku. 5. júlí 2016 17:07
„Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09
Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Aðgerðir lögreglu harkalegar, segir Kristín Þóra Tómasdóttir. 28. júní 2016 20:22
Biskup Íslands: Kirkjan mun ekki taka stöðu gegn lögum „Þarna er kirkjan hins vegar að standa með þeim sem standa höllum fæti. Kirkjan vill styðja við mannúð í nafni kærleikans,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir. 5. júlí 2016 18:01