Kynnir eldfjallaeyjuna í bókum og blöðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2016 11:00 "Þegar ég var ung orti ég ljóð sem voru gefin út í Póllandi. En svo tók alvara lífsins við,“ segir Janina. Fréttablaðið/Stefán Þegar ég var ung orti ég ljóð sem voru gefin út í Póllandi. En svo tók alvara lífsins við, ég fór í nám og siglingar, eignaðist börn og skrifaði ekkert í áratugi,“ segir Janina Ryszarda spurð út í rithöfundarferil sinn. Hún hefur nýlega gefið út bækur um Reykjavík bæði á pólsku og ensku, Reykjavík dla ciebie og Reykjavík4you. Þar eru viðtöl við 18 Íslendinga sem lýsa borginni út frá sínum augum og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifar formála. Janina hefur búið hér Fróni í nokkur ár, lærir íslensku í Háskóla Íslands og miðar vel. Viðtölin í nýju bókina tók hún á íslensku og þýddi þau yfir á pólsku en fékk Melanie J. Adams, kanadískan bókmenntafræðing sem hér hefur búið lengi, til að þýða þau á ensku. Áður hefur Janina gefið út Islandia jak z bajki eða Ísland – ævintýrasaga sem fjallar um ferð hennar um Ísland og hrifningu á landinu. Að auki skrifar hún greinar um Ísland í tvö ferðatímarit í Póllandi, Zew Pólnocy og Skandynawia, svo hún leggur sig fram við að kynna eldfjallaeyjuna fyrir löndum sínum. Janina er elst í sex systkina hópi sem ólst upp í suðausturhluta Póllands. Faðir hennar var verkfræðingur, vann í Líbíu í yfir áratug og var þá aðeins heima í jóla- og sumarfríum. Móðir hennar vann sem ljósmóðir á sjúkrahúsi í 35 ár. „Foreldrar mínir voru stórbrotnir persónuleikar, hvort með sínum hætti, en þau voru miklir vinir og virtu hvort annað,“ lýsir hún. Hugur Janinu stefndi til sjós og eftir tólf ára grunnskólanám tók við þriggja ára sjófreyjuskóli. Hún var þó ekki lengi á pólskum farþegaskipum heldur dreif sig í frekara nám í virtum sjómannaskóla, Maritime University. „Lífið væri ekki fullkomið nema hægt væri að fara í skóla,“ segir hún brosandi og kveðst hafa útskrifast með meistaragráðu í siglingum eftir sex ára nám. „Svo vann ég í áratugi á fragtskipum og olíuskipum. Prófaði líka að vera á olíuborpalli.“ Fyrst kom Janina til Íslands sem ferðamaður og fór víða um landið, heilluð af fegurðinni. Úr varð að hún settist hér að og eiginmaður hennar sem er pólsk/sænskur. Synir tveir búa og vinna í Svíþjóð vegna þess að sjálf bjó hún þar í átta ár. Hún kveðst hlusta á íslenska tónlist og hafa dálæti á mikilfenglegum lögum eins og Kórónu landsins, Ljósvíkingi, Manni og hval og Vori í Vaglaskógi. Nokkrar íslenskar kvikmyndir eru líka í uppáhaldi: Djöflaeyjan, Djúpið, Bakka-Baldur, Brim, Englar alheimsins, Börn náttúrunnar og Hross í oss. „Svo finnst mér gaman að horfa á diskinn Heima sem fjallar um hljómsveitarferðalag Sigur Rósar um Ísland 2006,“ segir hún. „En þakklátust er ég fyrir að til skuli vera staðir á Íslandi ólíkir því sem hægt er að finna annars staðar í heiminum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júlí. Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þegar ég var ung orti ég ljóð sem voru gefin út í Póllandi. En svo tók alvara lífsins við, ég fór í nám og siglingar, eignaðist börn og skrifaði ekkert í áratugi,“ segir Janina Ryszarda spurð út í rithöfundarferil sinn. Hún hefur nýlega gefið út bækur um Reykjavík bæði á pólsku og ensku, Reykjavík dla ciebie og Reykjavík4you. Þar eru viðtöl við 18 Íslendinga sem lýsa borginni út frá sínum augum og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifar formála. Janina hefur búið hér Fróni í nokkur ár, lærir íslensku í Háskóla Íslands og miðar vel. Viðtölin í nýju bókina tók hún á íslensku og þýddi þau yfir á pólsku en fékk Melanie J. Adams, kanadískan bókmenntafræðing sem hér hefur búið lengi, til að þýða þau á ensku. Áður hefur Janina gefið út Islandia jak z bajki eða Ísland – ævintýrasaga sem fjallar um ferð hennar um Ísland og hrifningu á landinu. Að auki skrifar hún greinar um Ísland í tvö ferðatímarit í Póllandi, Zew Pólnocy og Skandynawia, svo hún leggur sig fram við að kynna eldfjallaeyjuna fyrir löndum sínum. Janina er elst í sex systkina hópi sem ólst upp í suðausturhluta Póllands. Faðir hennar var verkfræðingur, vann í Líbíu í yfir áratug og var þá aðeins heima í jóla- og sumarfríum. Móðir hennar vann sem ljósmóðir á sjúkrahúsi í 35 ár. „Foreldrar mínir voru stórbrotnir persónuleikar, hvort með sínum hætti, en þau voru miklir vinir og virtu hvort annað,“ lýsir hún. Hugur Janinu stefndi til sjós og eftir tólf ára grunnskólanám tók við þriggja ára sjófreyjuskóli. Hún var þó ekki lengi á pólskum farþegaskipum heldur dreif sig í frekara nám í virtum sjómannaskóla, Maritime University. „Lífið væri ekki fullkomið nema hægt væri að fara í skóla,“ segir hún brosandi og kveðst hafa útskrifast með meistaragráðu í siglingum eftir sex ára nám. „Svo vann ég í áratugi á fragtskipum og olíuskipum. Prófaði líka að vera á olíuborpalli.“ Fyrst kom Janina til Íslands sem ferðamaður og fór víða um landið, heilluð af fegurðinni. Úr varð að hún settist hér að og eiginmaður hennar sem er pólsk/sænskur. Synir tveir búa og vinna í Svíþjóð vegna þess að sjálf bjó hún þar í átta ár. Hún kveðst hlusta á íslenska tónlist og hafa dálæti á mikilfenglegum lögum eins og Kórónu landsins, Ljósvíkingi, Manni og hval og Vori í Vaglaskógi. Nokkrar íslenskar kvikmyndir eru líka í uppáhaldi: Djöflaeyjan, Djúpið, Bakka-Baldur, Brim, Englar alheimsins, Börn náttúrunnar og Hross í oss. „Svo finnst mér gaman að horfa á diskinn Heima sem fjallar um hljómsveitarferðalag Sigur Rósar um Ísland 2006,“ segir hún. „En þakklátust er ég fyrir að til skuli vera staðir á Íslandi ólíkir því sem hægt er að finna annars staðar í heiminum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júlí.
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira