Lögin flokkast undir djasstónlist Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2016 09:45 Unnur er bæði að fást við tónsmíðar og söng. Vísir/Anton Brink Unnur Sara Eldjárn djasssöngkona kemur fram í Norræna húsinu í kvöld, 30. júní, sem næsti listamaður í Arctic Concerts röðinni. „Ég ætla að syngja lög eftir mig aðallega, þau flokkast undir djasstónlist, rokk og fleiri stíla,“ upplýsir hún þegar hún er spurð út í tónleikana í Norræna húsinu í kvöld sem hefjast þar klukkan 20.30. Hún kveðst alltaf vera að semja. En hún á ekki sviðið ein, heldur verður Halldór Eldjárn, föðurbróðir hennar, með henni og spilar á slagverk og líka Gréta Rún Snorradóttir sem leikur á selló. Unnur útskrifaðist úr djasssöngsnámi frá Tónlistarskóla FÍH í fyrra og gaf út disk á síðasta ári sem fékk góða dóma. Gestir kvöldsins í Norræna húsinu fá að heyra eitthvað af efni hans, að sögn söngkonunnar. Sumarvinnan hennar Unnar Söru er bundin fleiru en söng. Hún er líka úti á örkinni að afla fjár fyrir Rauða krossinn. Þegar þetta viðtal fer fram er hún stödd við Bónus á Smáratorgi og stoppar þar, galvösk, fólk á röltinu. Hún lætur vel af starfinu og viðtökum almennings. Á kvöldin kemur hún svo fram og syngur djass. „Við Halldór og fleiri erum með prógramm í gangi þar sem við flytjum lög eftir Serge Gainsbourg, þar syng ég á frönsku, við höfum fengið góð viðbrögð.“ segir hún brosandi. Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Unnur Sara Eldjárn djasssöngkona kemur fram í Norræna húsinu í kvöld, 30. júní, sem næsti listamaður í Arctic Concerts röðinni. „Ég ætla að syngja lög eftir mig aðallega, þau flokkast undir djasstónlist, rokk og fleiri stíla,“ upplýsir hún þegar hún er spurð út í tónleikana í Norræna húsinu í kvöld sem hefjast þar klukkan 20.30. Hún kveðst alltaf vera að semja. En hún á ekki sviðið ein, heldur verður Halldór Eldjárn, föðurbróðir hennar, með henni og spilar á slagverk og líka Gréta Rún Snorradóttir sem leikur á selló. Unnur útskrifaðist úr djasssöngsnámi frá Tónlistarskóla FÍH í fyrra og gaf út disk á síðasta ári sem fékk góða dóma. Gestir kvöldsins í Norræna húsinu fá að heyra eitthvað af efni hans, að sögn söngkonunnar. Sumarvinnan hennar Unnar Söru er bundin fleiru en söng. Hún er líka úti á örkinni að afla fjár fyrir Rauða krossinn. Þegar þetta viðtal fer fram er hún stödd við Bónus á Smáratorgi og stoppar þar, galvösk, fólk á röltinu. Hún lætur vel af starfinu og viðtökum almennings. Á kvöldin kemur hún svo fram og syngur djass. „Við Halldór og fleiri erum með prógramm í gangi þar sem við flytjum lög eftir Serge Gainsbourg, þar syng ég á frönsku, við höfum fengið góð viðbrögð.“ segir hún brosandi.
Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira