Hver er Guðni Th. Jóhannesson? Jónas Knútsson skrifar 20. júní 2016 14:08 Ég hef reynt Guðna Th. Jóhannesson að heilindum í stóru sem smáu lengur en í þrjátíu ár. Á fermingaraldri missti Guðni föður sinn og bar þennan harm sem genginn væri úr Íslendingasögunum. Gullið skírist í eldinum. Þegar afburðamenn á borð við Guðna snúa heim úr löngu og ströngu námi er oft þrautin þyngri að nýta gáfur þeirra og getu til fullnustu í litlu landi en um mannkostu Guðna geta hundruð sagnfræðinga sem setið hafa námskeið hans og fyrirlestra vottað. Hefur hann ritað um Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og sjálft hrunið af harðöguðu hlutleysi nánast í hita leiksins svo að ekki þarf um að efast að auðnist honum að verða forseti allra landsmanna og enginn verði þar undan skilinn. Þegar hrunið dundi á Guðna af fyllstu hörku, fimm barna fjölskylduföður, heyrði ég hann aldrei kvarta eða kveina heldur bar hann sig eftir björginni í hljóði. Nú hefur hann leyft sér að hafa skoðanir á hinu og þessu, enda prófessor í nútímasögu, en vilji menn bendla Guðna við einhverjar fylkingar eða flokka í hálfkæringi skulu þeir hafa í huga að vettvangur íslenskra stjórnmála er í vissum skilningi verndaður vinnustaður en slíkrar verndar hefur Guðni Th. Jóhannesson aldrei notið. Aldrei. Þegar Guðni byrjaði að lesa fyrir gamla fólkið á Aflagranda og gegna sjálfboðastörfum fyrir Rauða krossinn á Landspítalanum var það eftir eðli hans og upplagi. Um þær mundir var forsetastóllinn honum eins fjarlægur og páfadæmi í Vatikaninu eins og allir sem til þekkja geta borið um. Nú hafa menn fastmótaðar skoðanir á embætti forseta Íslands og ætla ég mér síður en svo að bregða mér í völvulíki eða véfréttar í þeim efnum. En þegar við Guðni „förum í sund", eins og hann kallar það, göngum við allan tímann á eftir Sæþóri litla syni hans sem þrammar um laugina þvera og endilanga eins og einhver herforingi hlaupinn í þvotti og við Guðni marsérum á eftir honum líkt og tveggja manna fótgöngulið fram og til baka og rétt náum að blotna í fætur. En er þetta sambland af árvekni og þolinmæði ekki einmitt það sem góðan forseta þarf að prýða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef reynt Guðna Th. Jóhannesson að heilindum í stóru sem smáu lengur en í þrjátíu ár. Á fermingaraldri missti Guðni föður sinn og bar þennan harm sem genginn væri úr Íslendingasögunum. Gullið skírist í eldinum. Þegar afburðamenn á borð við Guðna snúa heim úr löngu og ströngu námi er oft þrautin þyngri að nýta gáfur þeirra og getu til fullnustu í litlu landi en um mannkostu Guðna geta hundruð sagnfræðinga sem setið hafa námskeið hans og fyrirlestra vottað. Hefur hann ritað um Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og sjálft hrunið af harðöguðu hlutleysi nánast í hita leiksins svo að ekki þarf um að efast að auðnist honum að verða forseti allra landsmanna og enginn verði þar undan skilinn. Þegar hrunið dundi á Guðna af fyllstu hörku, fimm barna fjölskylduföður, heyrði ég hann aldrei kvarta eða kveina heldur bar hann sig eftir björginni í hljóði. Nú hefur hann leyft sér að hafa skoðanir á hinu og þessu, enda prófessor í nútímasögu, en vilji menn bendla Guðna við einhverjar fylkingar eða flokka í hálfkæringi skulu þeir hafa í huga að vettvangur íslenskra stjórnmála er í vissum skilningi verndaður vinnustaður en slíkrar verndar hefur Guðni Th. Jóhannesson aldrei notið. Aldrei. Þegar Guðni byrjaði að lesa fyrir gamla fólkið á Aflagranda og gegna sjálfboðastörfum fyrir Rauða krossinn á Landspítalanum var það eftir eðli hans og upplagi. Um þær mundir var forsetastóllinn honum eins fjarlægur og páfadæmi í Vatikaninu eins og allir sem til þekkja geta borið um. Nú hafa menn fastmótaðar skoðanir á embætti forseta Íslands og ætla ég mér síður en svo að bregða mér í völvulíki eða véfréttar í þeim efnum. En þegar við Guðni „förum í sund", eins og hann kallar það, göngum við allan tímann á eftir Sæþóri litla syni hans sem þrammar um laugina þvera og endilanga eins og einhver herforingi hlaupinn í þvotti og við Guðni marsérum á eftir honum líkt og tveggja manna fótgöngulið fram og til baka og rétt náum að blotna í fætur. En er þetta sambland af árvekni og þolinmæði ekki einmitt það sem góðan forseta þarf að prýða?
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun