Bara eitt prósent sjónvarpsáhorfenda sá ekki leik Íslands og Ungverjalands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2016 17:35 Ari Freyr Skúlason í baráttunni um boltann í leik Íslands og Ungverjalands. Vísir/EPA Íslenska þjóðin fylgdist mjög vel með þegar strákarnir í fótboltalandsliðinu spiluðu sinn annan leik á Evrópumótinu á laugardaginn. Samkvæmt tölum frá Símanum voru það ekki margir sem horfðu ekkert á leikinn. 98,9% sjónvarpsáhorfenda sáu íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu missa leik sinn gegn Ungverjum í jafntefli á síðustu mínútunum á EM2016. Það þýðir að aðeins rúmlega eitt prósent sá ekkert af þessum dramatíska leik. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. Helmingur allra landsmanna á aldrinum 12-80 ára horfði á leikinn frá upphafi til enda eða 123 þúsund manns. 24 þúsund til viðbótar voru með annað augað á leiknum og samtals sáu hann því 147 þúsund á aldrinum 12-80 ára. „Afar athyglisvert er að einungis eitt prósent landsmanna kaus annað sjónvarp en EM,“ segir Kári Jónsson sérfræðingur Símans í fjölmiðlamælingum um fyrstu tölur frá Gallup. Ekki aðeins voru átta til níu þúsund Íslendingar á leiknum ytra, heldur voru 123 þúsund límd við sjónvarpið og svo voru tugir þúsunda til viðbótar með annað augað á leiknum á laugardag. Það var einnig troðfullt á EM-torgum og svo horfðu líka margir á leikinn í gegnum snjallforrit að sjónvarpsþjónustu Símans. Sveinbjörn Bjarki Jónsson, deildarstjóri sjónvarpskerfa Símans, segir að rétt eins og í fyrsta Íslandsleiknum hafi áhorf verið um tvöfalt meira í appinu en vanalega. „Það kom okkur hins vegar á óvart að sjá að fleiri horfðu á leik Portúgals og Austurríkis í gegnum appið síðar um kvöldið en þann íslenska, sérstaklega þegar leið á leikinn“ segir hann. Síminn kynnti frítt snjallforrit að sjónvarpsþjónustu sinni fyrir mótið, þar sem hægt er að horfa á opnu dagskrá mótsins. Landsmenn gátu, eins og í fyrsta leik Íslands á mótinu, valið að horfa á útsendingu Símans á RÚV, SíminnSport eða Sjónvarp Símans. Þannig verður það einnig á miðvikudag þegar skýrist hvort Ísland kemst í sextán liða úrslit mótsins. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Handbolti „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Feyenoord sló AC Milan út Fótbolti Fleiri fréttir Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Íslenska þjóðin fylgdist mjög vel með þegar strákarnir í fótboltalandsliðinu spiluðu sinn annan leik á Evrópumótinu á laugardaginn. Samkvæmt tölum frá Símanum voru það ekki margir sem horfðu ekkert á leikinn. 98,9% sjónvarpsáhorfenda sáu íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu missa leik sinn gegn Ungverjum í jafntefli á síðustu mínútunum á EM2016. Það þýðir að aðeins rúmlega eitt prósent sá ekkert af þessum dramatíska leik. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. Helmingur allra landsmanna á aldrinum 12-80 ára horfði á leikinn frá upphafi til enda eða 123 þúsund manns. 24 þúsund til viðbótar voru með annað augað á leiknum og samtals sáu hann því 147 þúsund á aldrinum 12-80 ára. „Afar athyglisvert er að einungis eitt prósent landsmanna kaus annað sjónvarp en EM,“ segir Kári Jónsson sérfræðingur Símans í fjölmiðlamælingum um fyrstu tölur frá Gallup. Ekki aðeins voru átta til níu þúsund Íslendingar á leiknum ytra, heldur voru 123 þúsund límd við sjónvarpið og svo voru tugir þúsunda til viðbótar með annað augað á leiknum á laugardag. Það var einnig troðfullt á EM-torgum og svo horfðu líka margir á leikinn í gegnum snjallforrit að sjónvarpsþjónustu Símans. Sveinbjörn Bjarki Jónsson, deildarstjóri sjónvarpskerfa Símans, segir að rétt eins og í fyrsta Íslandsleiknum hafi áhorf verið um tvöfalt meira í appinu en vanalega. „Það kom okkur hins vegar á óvart að sjá að fleiri horfðu á leik Portúgals og Austurríkis í gegnum appið síðar um kvöldið en þann íslenska, sérstaklega þegar leið á leikinn“ segir hann. Síminn kynnti frítt snjallforrit að sjónvarpsþjónustu sinni fyrir mótið, þar sem hægt er að horfa á opnu dagskrá mótsins. Landsmenn gátu, eins og í fyrsta leik Íslands á mótinu, valið að horfa á útsendingu Símans á RÚV, SíminnSport eða Sjónvarp Símans. Þannig verður það einnig á miðvikudag þegar skýrist hvort Ísland kemst í sextán liða úrslit mótsins.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Handbolti „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Feyenoord sló AC Milan út Fótbolti Fleiri fréttir Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira