Pólitíkus í farsa á stóra sviðinu Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 21. júní 2016 12:00 Ilmur mun fara rétt með að vera í leikhúsinu ásamt því að vera formaðurVelferðarráðs. Ilmur Kristjánsdóttir hefur lengi vel verið þekktust fyrir störf sín sem leikkona en hún hefur seinustu tvö ár sinnt starfi varaborgarfulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Hún var kjörin formaður velferðarráðs fyrir einu ári en nú hefur hún tekið að sér hlutverk í sýningu hjá Borgarleikhúsinu samhliða borgarstjórnarstörfunum. Eftir áramót mun hún leika í gamanleik hjá leikhúsinu en mikil leynd hvílir yfir verkinu og leikstjóra þess. „Ég er ekki í fullu starfi svo að þegar mér var boðið þetta hlutverk ákvað ég að taka því eftir samræðu við samstarfsfólk mitt. Ég verð að sinna formannsstarfinu samhliða æfingaferlinu svo að það verður mikið að gera þessa tvo mánuði.“ Ilmur virtist ekki stressuð yfir auknu vinnuálagi sem mun fylgja því að starfa bæði í pólitík og leikhúsi. „Æfingarnar hefjast í lok janúar á næsta ári og munu standa yfir í tvo mánuði. Svo verða sýningarnar auðvitað bara á kvöldin í kjölfarið svo að mesta álagið verður yfir æfingatímann og ég er með gott stuðningsnet á bak við mig svo þetta ætti ekki að verða neitt stórmál.“ Leiklistin og varaborgarfulltrúarstarfið eru tvö mjög ólík hlutverk en Ilmur er viss um að þau eigi vel saman. „Ég tek starfi mínu sem formaður velferðarráðs mjög alvarlega og ég hef alltaf sinnt því hundrað prósent. Það er í raun draumastaða að geta unnið við þetta í bland við leiklistina. Ég bæti á sköpunarkraftstankinn sem ég nýti mér í velferðarráðsstarfið. Svo verður þetta líka skemmtileg tilbreyting þar sem ég hef alltaf verið í þyngri hlutverkum í leikhúsi svo ég er mjög spennt fyrir þessu.“ Ilmur hefur verið starfandi sem varaborgarfulltrúi í tvö ár en inn á milli hefur hún verið í barneignarleyfi ásamt því að leika í Ófærð. Seinasta sumar var hún kjörin formaður velferðarráðs og því er um tvö mjög ólík störf að ræða sem hún kemur til með að sinna á næsta ári. Menning Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Ilmur Kristjánsdóttir hefur lengi vel verið þekktust fyrir störf sín sem leikkona en hún hefur seinustu tvö ár sinnt starfi varaborgarfulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Hún var kjörin formaður velferðarráðs fyrir einu ári en nú hefur hún tekið að sér hlutverk í sýningu hjá Borgarleikhúsinu samhliða borgarstjórnarstörfunum. Eftir áramót mun hún leika í gamanleik hjá leikhúsinu en mikil leynd hvílir yfir verkinu og leikstjóra þess. „Ég er ekki í fullu starfi svo að þegar mér var boðið þetta hlutverk ákvað ég að taka því eftir samræðu við samstarfsfólk mitt. Ég verð að sinna formannsstarfinu samhliða æfingaferlinu svo að það verður mikið að gera þessa tvo mánuði.“ Ilmur virtist ekki stressuð yfir auknu vinnuálagi sem mun fylgja því að starfa bæði í pólitík og leikhúsi. „Æfingarnar hefjast í lok janúar á næsta ári og munu standa yfir í tvo mánuði. Svo verða sýningarnar auðvitað bara á kvöldin í kjölfarið svo að mesta álagið verður yfir æfingatímann og ég er með gott stuðningsnet á bak við mig svo þetta ætti ekki að verða neitt stórmál.“ Leiklistin og varaborgarfulltrúarstarfið eru tvö mjög ólík hlutverk en Ilmur er viss um að þau eigi vel saman. „Ég tek starfi mínu sem formaður velferðarráðs mjög alvarlega og ég hef alltaf sinnt því hundrað prósent. Það er í raun draumastaða að geta unnið við þetta í bland við leiklistina. Ég bæti á sköpunarkraftstankinn sem ég nýti mér í velferðarráðsstarfið. Svo verður þetta líka skemmtileg tilbreyting þar sem ég hef alltaf verið í þyngri hlutverkum í leikhúsi svo ég er mjög spennt fyrir þessu.“ Ilmur hefur verið starfandi sem varaborgarfulltrúi í tvö ár en inn á milli hefur hún verið í barneignarleyfi ásamt því að leika í Ófærð. Seinasta sumar var hún kjörin formaður velferðarráðs og því er um tvö mjög ólík störf að ræða sem hún kemur til með að sinna á næsta ári.
Menning Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“