Heldur þann næstbesta Ingunn Svala Leifsdóttir skrifar 22. júní 2016 07:00 Ég er þakklát fyrir að búa í lýðræðisríki, það eru ekki allir svo heppnir. Í lýðræðinu felst að við getum með reglulegu millibili nýtt okkur atkvæðisrétt og lagt okkar á vogarskálarnar við að velja þá sem við viljum að leiði og stjórni í þessu landi. Þetta er mikilvægur réttur sem við eigum að nýta. Því miður hefur kosningaþátttaka dvínað á undanförnum árum, sérstaklega meðal yngstu kjósendanna. Í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 var heildarkjörsókn sú minnsta frá stofnun lýðveldisins og einungis helmingur kjósenda undir 30 ára aldri mætti á kjörstað. Ef við nýtum ekki réttinn getum við ekki haft áhrif. Það skiptir þó ekki bara máli hvort við nýtum réttinn heldur einnig hvernig við nýtum hann. Nú í aðdraganda forsetakosninga hef ég gjarnan heyrt fólk tala um að það þurfi að gæta þess að atvæði þeirra detti ekki dautt niður. Með öðrum orðum að atkvæði sé ekki „sóað“ á frambjóðanda sem á litla möguleika á að ná kjöri, ef marka má skoðanakannanir. Þannig sé ef til vill skynsamlegra að verja atkvæði sínu til að kjósa aðila sem má sætta sig við, og minnka þannig líkurnar á að einhver sem manni líst ekki á komist að. Þetta er að mörgu leyti skiljanleg umræða, en að sama skapi dapurleg því hún felur í sér að fólk fari ekki eftir eigin sannfæringu og kjósi þann sem það treystir best.Leikjafræði Ég hef bæði lesið á samfélagsmiðlum og heyrt fólk segja að því lítist langbest á tiltekinn frambjóðanda en þori ekki að „eyða“ atkvæði sínu á viðkomandi því þá komi það ef til vill í veg fyrir að annar aðili nái nái að fella þann sem það ekki vill. Sem sagt velur næstbesta kostinn til að forðast þann sísta. Það kaldhæðnislega við þessa leikjafræði er að ef nægilega margir hegða sér samkvæmt henni þá geta úrslitin mögulega orðið allt önnur en raunverulegur vilji stendur til, við sitjum uppi með forseta sem miklu færri ætluðu sér raunverulega að kjósa. Skoðanakannanir eru skoðanamótandi. Úr þeim lesa kjósendur hvaða leikjafræði er líklegust til að forða þeim frá versta kostinum. En hvað ef skoðanakannanir sýna ekki rétta mynd? Hvað með skoðun þeirra sem ekki svara? Hvað ef fleiri myndu nýta atkvæðisrétt sinn? Ef helmingur úrtaks svarar ekki skoðanakönnun er allsendis óvíst hvert atkvæði þeirra muni falla, ef þeir mæta á annað borð á kjörstað. Ef allir þeir sem ekki svara könnunum mættu á kjörstað og kysu eftir eigin sannfæringu gæti vel farið svo að eitthvað allt annað kæmi upp úr kjörkössunum en skoðanakannanir hefðu gefið tilefni til að ætla. Mér finnst dapurlegt hversu margir gefa frá sér réttinn til að kjósa, en jafnvel enn dapurlegra þegar kosningarétturinn er ekki nýttur til að kjósa þann sem við teljum besta kostinn. Tökum okkur tíma til að kynna okkur frambjóðendur og taka afstöðu. Nýtum kosningaréttinn til að velja það sem við viljum, ekki til að koma í veg fyrir það sem við viljum ekki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er þakklát fyrir að búa í lýðræðisríki, það eru ekki allir svo heppnir. Í lýðræðinu felst að við getum með reglulegu millibili nýtt okkur atkvæðisrétt og lagt okkar á vogarskálarnar við að velja þá sem við viljum að leiði og stjórni í þessu landi. Þetta er mikilvægur réttur sem við eigum að nýta. Því miður hefur kosningaþátttaka dvínað á undanförnum árum, sérstaklega meðal yngstu kjósendanna. Í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 var heildarkjörsókn sú minnsta frá stofnun lýðveldisins og einungis helmingur kjósenda undir 30 ára aldri mætti á kjörstað. Ef við nýtum ekki réttinn getum við ekki haft áhrif. Það skiptir þó ekki bara máli hvort við nýtum réttinn heldur einnig hvernig við nýtum hann. Nú í aðdraganda forsetakosninga hef ég gjarnan heyrt fólk tala um að það þurfi að gæta þess að atvæði þeirra detti ekki dautt niður. Með öðrum orðum að atkvæði sé ekki „sóað“ á frambjóðanda sem á litla möguleika á að ná kjöri, ef marka má skoðanakannanir. Þannig sé ef til vill skynsamlegra að verja atkvæði sínu til að kjósa aðila sem má sætta sig við, og minnka þannig líkurnar á að einhver sem manni líst ekki á komist að. Þetta er að mörgu leyti skiljanleg umræða, en að sama skapi dapurleg því hún felur í sér að fólk fari ekki eftir eigin sannfæringu og kjósi þann sem það treystir best.Leikjafræði Ég hef bæði lesið á samfélagsmiðlum og heyrt fólk segja að því lítist langbest á tiltekinn frambjóðanda en þori ekki að „eyða“ atkvæði sínu á viðkomandi því þá komi það ef til vill í veg fyrir að annar aðili nái nái að fella þann sem það ekki vill. Sem sagt velur næstbesta kostinn til að forðast þann sísta. Það kaldhæðnislega við þessa leikjafræði er að ef nægilega margir hegða sér samkvæmt henni þá geta úrslitin mögulega orðið allt önnur en raunverulegur vilji stendur til, við sitjum uppi með forseta sem miklu færri ætluðu sér raunverulega að kjósa. Skoðanakannanir eru skoðanamótandi. Úr þeim lesa kjósendur hvaða leikjafræði er líklegust til að forða þeim frá versta kostinum. En hvað ef skoðanakannanir sýna ekki rétta mynd? Hvað með skoðun þeirra sem ekki svara? Hvað ef fleiri myndu nýta atkvæðisrétt sinn? Ef helmingur úrtaks svarar ekki skoðanakönnun er allsendis óvíst hvert atkvæði þeirra muni falla, ef þeir mæta á annað borð á kjörstað. Ef allir þeir sem ekki svara könnunum mættu á kjörstað og kysu eftir eigin sannfæringu gæti vel farið svo að eitthvað allt annað kæmi upp úr kjörkössunum en skoðanakannanir hefðu gefið tilefni til að ætla. Mér finnst dapurlegt hversu margir gefa frá sér réttinn til að kjósa, en jafnvel enn dapurlegra þegar kosningarétturinn er ekki nýttur til að kjósa þann sem við teljum besta kostinn. Tökum okkur tíma til að kynna okkur frambjóðendur og taka afstöðu. Nýtum kosningaréttinn til að velja það sem við viljum, ekki til að koma í veg fyrir það sem við viljum ekki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar